Wednesday, April 16, 2008

Kvikmyndafræði/gerð a la Siggi Palli

Jæja þá er komið að því, lokafærslan. Maður kveður þetta blogg með mikilli sorg. Þegar ég byrjaði í greininni og byrjaði að blogga verð ég samt að viðurkenna að mér fannst þetta djöfulsins kvöð að þurfa að blogga um 30 myndir á einni önn og kristallast það kannski í því hve lítinn metnað ég lagði ég margar færslur fyrir jól. Þegar leið á vorönnina og nýja einkunnakerfið kom inn leist mér nú ekki á blikuna, ekki var nóg með það að ég þyrfti að fara að blogga með meiri gæðum heldur þyrfti ég líka að ná einhverjum hundrað stigum og það var ég ekki sáttur með.

EN þegar ég loksins asnaðist til þess að vanda mig við þetta og framleiða nokkrar toppfærslur rann upp fyrir mér hvað þetta er skemmtilegt. Öll sú vinna sem maður setur í eina færslu verður maður ennþá sáttari með þegar maður sér færsluna í öllu sínu veldi á bloggsíðunna. Þegar ég lít aftur þá sé ég eiginlega eftir því að hafa ekki verið að leggja nógu mikla vinnu í þetta bæði fyrir áramót og fyrrihluta þessa misseris. Auk þessa þá held ég að þetta sé bara frekar góð æfing fyrir stúdentsprófið í íslenskri ritgerð sem er nú á næsta leyti því ekki er slæmt að vera góður í því að buna út úr sér íslenskunni þar.

Verklegi þáttur kennslunnar:

Verklegi þáturinn samanstóð af stuttmyndunum tveimur. Varðandi fyrri stuttmyndina þá var lærimeistari að spekúlera í því að breyta forminu á henni úr því að vera klippt í vélinni í það að hóparnir fengju tvo daga í það að klippa og skjóta. Það form held ég að myndi ekki henta allavega ekki ef strákarnir kynnu ekki á forritið. Ef hægt væri að hafa einhversskonar klippiæfingu áður þá er hægt að skoða þetta en svo er auðvitað erfitt að eyða tveimur dögum agjörlega í svona verkefni. Mín skoðun er að það eigi að halda fyrirkomulaginu á fyrri stuttmyndinni eins og hún er og er fínt að hafa klippiæfingur úr henni síðan. Seinni stuttmyndina held ég að sé ekkert hægt að setja út á kannski mætti byrja fyrr á henni þannig að menn væur ekki neyddir til þess að fórna of miklu af stúdentsprófslæritíma í hana. En það var nú líklega bara hópunum að kenna að svona fór.

VIÐBÓT:
Síðan datt mér í hug að kannski væri sniðugt að hafa einhverskonar verkefni í þessu fagi sem tengdist því að þú Siggi Palli yrðir einskonar leikstjóri og myndir stjórna litlum hópum af nemendum í hvert skipti. Það gæti t.d. verið gerð fyrstu stuttmyndarinnar, þ.a. að einn hópur tæki eitt atriði undir þinni handleiðslu og síðan yrði úr því stuttmynd eða hvað sem er í rauninni. Held þetta gæti verið skemmtileg pæling svona til þess að hrista hópinn saman og koma mönnum aðeins í gang.

Fræðilegi hluti kennslunnar:

Varðandi hann þá finnst mér val á kvikmyndum stundum ekki alveg nógu skemmtilegt en þó er að sjálfsögðu gott að fá myndir úr sem flestum áttum. Það gæti líka vel verið að ég sé of mainstream í myndum og verð ég eiginlega bara að viðurkenna það að ég vil fá myndir svolítið eftir uppskriftinni. Það sem mér finnst líka mega bæta eru fyrirlestrar frá kvikmyndagerðamönnum og mætti jafnvel fá einhverja kvikmyndatökumenn eða klippara til þess að halda fyrirlestra og hversu skemmtilegt væri að reyna að fá "foleya" eða bara hljóðmenn til þess að tala um sína starfshætti.

Ég ætla síðan að nota þessa færslu til þess að þakka fyrir mig, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt námskeið og er ég barasta sáttur.

Suspiria (1977)


Jæja, ég var alveg búinn að geyma það að skrifa um þess mynd þar sem ég var ekki alveg klár á henni. Hún var vissulega krípi og náði alveg að hræða kallinn aðeins en það var eitthvað við hana sem var bara alls ekki að virka. Eins og Bjössi benti á var myndin í fyrstu skrifuð fyrir miklu yngri stelpur og gæti það verið ástæðan fyrir hversu erfitt mér finnst að greina þessa mynd.

Myndin er ítölsk og skrifuð og leikstýrð af Dario Argento sem hefur ekki gert neinar gloríur sem vert er að nefna. Myndin fjallar í stuttu máli um stelpu sem hefur nám í balletskóla í evrópu, þegar líður á myndina kemur margt skuggalegt í ljós við skólann. Kennarar skólans eru víst nornir í aukastarfi.

Myndin hafði einhver skrítin áhrif á mig, öll þessi litadýrð og fáranlega lýsing fannst mér ofaukið og ekki alveg nógu heillandi. Tónlistin í myndinni náði þó að spila virkilega vel með í allri spennunni. Svo verð ég að vera svolítið djarfur og setja út á sviðsmyndina eða hvað maður nú kallar það. Hún fannst mér á köflum einhvernveginn gervileg og ekki alveg í takt við suma hluta þessarar balletakademíu.




Hérna er ein virkilega góð klippa úr myndinni og er þetta jafnvel ein af þeim mest spennandi sem myndin hefur að geyma skemmtilegt hvernig þeim tekst að draga þetta svo mikið á langinn að maður heldur að ekkert sé að fara að gerast en síðan allt í einu kemur höndin í gegn og tekur um stelpuna. P.s. þegar ég sá þessa klippu ákvað ég að hækka einkunnina sem ég gaf fyrir myndina úr 6,5 í 7.


Sum atriði voru líka alveg brengluð og var ég ekki alveg að ná atriðinu þar sem hundurinn ákveður að éta blinda eiganda sinn, var hundurinn hluti að nornateyminu og hvar í ósköpunum voru þeir á þessum tímapunkti.

Myndin fær 7/10 fyrir þónokkra spennu.

Tuesday, April 15, 2008

0:15 (2008)





















Stuttmyndin 0:15 var leikstýrt af nokkrum þaulvönum kvikmyndagerðamönnum, sem meðal annars hafa getið sér gott orð fyrir Trailerinn af Gimsteinaþjófinum og handritið af Leiðarsteininum. Þessir kumpánar heita Andrés Gunnarsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Emil Harðarson, Marinó Páll Valdimarsson og Svavar Konráðsson. Handritið af Leiðarsteininum er án efa metnaðarfyllsta stuttmyndarhandrit seinni tíma og er það líklega vegna þess að koma átti fyrri heilli bíómynd í stuttmynd. Gaman er að segja frá því að stuttmyndin 0:15 átti í rauninni að vera stuttmynd eftir handritinu Leiðarsteininn en ákváðu framleiðendur á síðustu stundu að gjörbylta framleiðslunni.

Framleiðendur hittust á laugardagsmorgni og var ákvörðunin um að sleppa því nota handritið af Leiðarsteininum samþykkt samróma, aðallega vegna gífurlegs fórnarkostnaðar sem fylgdi því að eyða svo miklum tíma í myndina sem stefndi í það að vera 25 mínútur með urmul tökustaða og persóna. Handritið af 0:15 var skrifað á um 45 mínútum og var þar lauslega skipt niður í senur. Notast var í A4 blað og því skipt í tvennt eftir útisenum og innisenum. Söguþráðurinn breyttist síðan örlítið eftir smekk þegar leið á tökur. Tökustaður var Túngata 41 og var Túngatan einnig notuð í nokkrum skotum. Umfangsmesta skotið var líklega þegar Andrés og Emil hlaupa eins og þeir eiga lífið að leysa, í þeirri töku var myndavélinni komið fyrir í skotti Nissan Terrano 2 og hann látinn keyra niður götuna. Kostnaður myndarinnar var hverfandi og vegur þar þyngst matur fyrir tökulið og leikara.

Öll framleiðsla var til fyrirmyndar og bar Svavar nokkur Konráðsson þar höfuð og herðar yfir aðra. Hann hefur mikla reynslu í kvikmyndagerð og má þar nefna tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. Svavar stjórnaði kvikmyndatöku með harðri hendi og tókst ansi vel til. Lýsing og hljóð var líka ágætlega vel unnið af restinni af framleiðendum. Það sem gerði myndina svona flott var líklega þessi fagmannlega vinna sem gerði gæfumuninn. Vitna má í orð Eyjólfs þegar hann hafði séð myndina í annað skipti. Eyjólfur sagði orðrétt: "Það sem gerir þetta svo kúl er hversu pró þetta lítur út fyrir að vera". Eyjólfur á þarna líkleag við það sem ég nefni hér á undan.

Söguþræði myndarinnar var ætlað að skilja áhorfendur svolítið eftir í loftinu í lok myndarinnar. Uppi voru pælingar um að láta myndina enda þegar bíllinn keyrir á Emil en lokaniðurstaðan var sú að láta hana enda þegar Emil vaknar enn eitt skiptið í fanginu á Andrési. Töldu framleiðendur að það myndi skapa meiri tilfinningar og hrífa áhorfanann með í atburðarrásina.

Tónlist myndarinnar var frumsamin af honum Hrafnkell Brimar Hallmundsson og á hann hrós skilið fyrir sitt framlag. Tónlistin átti mjög vel við myndina og tók ekki athyglina frá söguþræði heldur flaut vel með öllu því sem fram fór.

Í heildina litið voru menn sáttir við myndina og vil ég þakka öllum framleiðendum hennar fyrir skemmtilegar stundir við gerð hennar.

Monday, April 14, 2008

Man bites dog (1992)

C'est arrivé près de chez vous eða Man bites dog er belgísk mockumentary mynd sem er leikstýrð og leikin af
Rémy Belvaux

André Bonzel

Benoît Poelvoorde


Myndin fjallar um raðmorðingjan Ben sem lætur svo sannarlega ekkert stoppa sig í sinni iðju. Í för með honum er hinir tveir leikstjórar myndarinnar sem eru að gera heimildamynd um Ben. Myndin byrjar á mjög svo skemmtilegum lýsingum Ben á því hvernig sé best að sökkvar líkum í vatni. Ben talar iðulega við myndavélina og er oft að deila visku sinni og ljóðum með okkur áhorfendunum. Það sem vekur mestan viðbjóð í þessari mynd var líklega hversu hversdagslegt þetta var allt saman.

Leikurinn er hreint út sagt frábær hjá öllum í myndinni. Sérstaklega má hrósa fjölskyldu Ben en skv. IMDB vissi hún ekki hvað var í gangi þegar á tökum stóð og verður leikurinn líklega ennþá raunverulegri fyrir vikið. Þeir kvikmyndagerðarmenn Remy og André þróast líka rosalega í gegnum myndina og er það til hins verra því vitfirring Ben smitar auðveldlega út frá sér og áður en maður veit af eru þeir kumpánar farnir að nauðga og drepa rétt eins og meistarinn.

Þvílíkur klikkhaus er sjaldséður

Nokkur vel valin brot úr myndinni fyrir þá sem ekki hafa séð.





Þegar maður horfir á brot úr þessari mynd aftur fer maður að efast um geðheilsu mannsins sem leikur Ben og hvort hann sé yfirleitt að leika neitt svo raunverulegt er þetta.


Þessi mynd fannst mér ekki góð verð ég að segja umm, ég reyndar sofnaði örlítið yfir henni en held samt að ég hafi ekki misst af nema kannski einu morði. Ég gef myndinni 6/10.

Funny games (1997)



Funny games er Austurrísk bíómynd eftir leikstjórann Michael Haneke. Myndin fjallar um tv0 geðbilaða menn sem halda fjölskyldu í gíslingu í sumarhúsi sem þau leigja. Ég held að með sanni megi segja að þetta sé sú mynd sem mér leið hvað verst eftir að hafa horft á. Leikirnir sem þessi menn spila með fjölskyldunni eru virkilega ógeðslegir og sadistalegir. Alla myndina er maður að vonast eftir að þessu fari nú að ljúka. Framsetning alls þessa viðbjóðs er svo átakanleg og er hann eitthvað sem maður hefur ekki vanist áður, í hollywood myndunum er ofbeldi og eitthvað líkt þessu oft sett fram á listrænan hátt. Þessi mynd nær virkilega að fanga þá angist sem fylgir því að tveir geðsjúklingar haldi þér í gíslingu og þú getur nákvæmlega ekkert gert í því. Ég segi þó ekki að þau geti ekkert gert í þessu, á tímum var maður orðinn ansi pirraður að enginn í fjölskyldunni greip til aðgerða en eftir að faðirinn var alvarlega fótbrotinn að mig minnir þá sá maður að öll von var
úti.

Sadistaskepna
Þegar leikararnir brjóta svo fjórða vegginn og spóla til baka í atburðarrásinni var mér öllum lokið. Samúðin með fjölskyldunni var þvílík að ég held ég hafi aldrei fundið fyrir öðru eins. Ég held að það sé ekki hægt að tala um þessa mynd án þess að tala um stofustillmyndina sem var á í svona 7 mínútur, þetta fannst mér alveg út í hött en á vissan hátt þá svona fangaði þetta líka geðveikina í þessu öllu saman.

Geðshræring grípur gutta

Leikur allra fannst mér ótrúlega góður og er það væntanlega ein af ástæðunum fyrir því hvað myndin hafði mikil áhrif. Leikararnir gerðu þetta svo hrikalega raunverulegt. Fyrir þá sem hafa ekki séð myndina er hér myndbrot sem á að geta skýrt ansi mikið af þeim hryllingi sem þið eigið eftir að sjá.

Ég get ekki beint sagt að ég mæli með þessari mynd en hún hefur held ég aðeins batnað í minningunni, en góðar myndir þurfa ekki alltaf að vera fallegar til þess að hitta í mark og er þessi allavega ekki eftirminnilega fyrir þann part. 6/10.

Raging bull (1980)


Raging Bull leikstýrt af hinum goðsagnakennda Martin Scorsese fjallar um líf millivigtar-boxarans Jake LaMotta sem leikinn er af Robert De Niro. Jake er metnaðarfullur boxari sem lætur fátt stöðva sig í leið að frama í hringnum. Hans miklar ástríða brýst ekki aðeins fram í boxhringnum heldur einnig í heimilislífi Jakes og fær kona hans oft að finna almennilega fyrir því. Saga Jake er rakin frá hátindi ferils hans þar til hann líður undir lok. Öfundsýki, bræði og vitfirring leiða boarann á vit ótrúlegrar gremju, og tekst honum að ýta öllum þeim sem þykir vænt um hann út úr lífi sínu með því að koma virkilega illa fram við það. Til dæmi má nefna það að hann grunaði bróður sinn sem leikinn er af Joe Pesci um að hafa sofið hjá konunni sinni og lúskrar á honum fyrir framan konu bróðursins og börn. Þetta atriði fullvissar mann í þeirri trú að maður sé gjörsamlega genginn af göflunum og sé ekki viðbjargandi.

Fyrsta klukkutíma myndarinnar vissi ég ekki alveg hvernig þessi mynd var að þróast og beið ég allan tímann eftir að eitthvað myndi gerast. Þegar leið á annan klukkutímann fór þetta að skýrast og það rann upp fyrir mér að myndin ætti einfaldlega að fjalla um þennan mann og leið hans til glötunar. Myndin var nokkuð þung til að byrja með því hún hefur ekki þessa týpísku uppbyggingu boxmyndar sem ég átti allavega von á.

Helvítis bankari

Leikur Robert De Niro var frábær. Og má segja að allt yfirbragð myndarinnar sé til fyrirmyndar. Ég var líka mjög sáttur við Joe Pesci en hann kannaðist maður nú við úr gömlu Home Alone myndunum þar sem hann fór af kostum.

Myndin í heild sinni olli mér vonbrigðum, hvort sem það voru væntingar mínar til hennar því Bóbó sagði að hún væri æði eða hvort hún var bara virkilega skrítin í uppbyggingu og náði ekki að halda í mig veit ég ekki. Allavega ætla ég að skella á hana 6,5/10. Það er alltaf erfitt að gefa mynd sem á að vera þvílíkt góð svona lága einkunn en svona er þetta.

Thursday, April 10, 2008

Heimsókn Olaf de fleur (Ólafs Jóhannessonar)



Í fyrstu sýn virðist Ólafur vera ósköp venjulegur leikstjóri sem er ekki gæddur neinum óvenjulegum leikstjórnarhugmyndum. Þegar maður fer að kynnast honum og fær að heyra leið hans upp stigann þá lærir maður hægt og hægt að skilja hversu mikinn áhuga hann hefur á því sem hann er að gera. Lýsingar hans á fyrstu verkum sínum og þeim síðustu voru ansi magnaðar og sú staðreynd að maðurinn á ekki hús eða nánast ekkert vegna ástríðu hans á kvikmyndum er mjög merkileg. Ólafur lýsti því hvernig peningahliðin hafi alltaf veriði aukaatriði í myndum sínum og hann einfaldlega barist fyrir því að uppfylla drauma sína. Fjáröflunarleiðir hans voru þó mjög áhugaverðar og fannst mér sagan af því þegar hann fékk styrk frá UEFA upp á milljón á innan við 45 mínútum alveg ótrúlega merkileg.

Ólafur er ekki þessi leikstjóri sem fær allt upp í hendurnar frá kvikmyndasjóði, af hans lýsingu hefur hann sótt ótal sinnum um styrki en aðeins nokkrum sinnum fengið. Þær upphæðir sem hann er að fá fyrir hverja mynd eru einnig hverfandi þar sem hann leggur sín laun og laun nánustu samstarfsmanna að veði við framleiðslu hverrar myndar. Hann er þessi týpíski holdgervingur þess að ef maður bara reynir nógu helvíti mikið þá einhverntímann tekst manni það. Hann er svo mannlegur og líkur okkur sjálfum að það er sjokkerandi, t.d. var hann að lesa viðtalsbók við Lars von Trier og kemst að því að hans rétta nafn er langt frá því að vera Lars von Trier. Okkar maður ákveður að leika sama leik og byrjar að kalla sig Ólaf de Fleur auk fleirri nafna í stutmyndum (Svona til þess að credit listinn virðist ekki of einhæfur). Ótrúlega skemmtilegt var líka að heyra af honum James Cornsmith sem vinnur sem "umboðsmaður" Ólafs og er það klárlega trikk sem mætti nýta sér í framtíðinni. Hann lifir eftir mottóinu "Fake it till you make it" en kristallast sá huganaháttur í credit listanum fyrir stóra planinu þar sem okkar maður skáldar tugi nafna til þess að myndin líti út fyrir að vera meira pro. Þessi aðferð er alveg klárlega að virka og vissulega betri pæling en að hafa sitt nafn í öllum stöðunum.

Vinnuaðferðir Ólafs eru líka merkilegar fyrir þær sakir að ekkert er niðurnjörvað. Er þetta alveg hreint á skjön við það sem leikstjóri Astrópíu sagði okkur, hann lagði mikla áherslu á það handriti ætti að vera alveg gjörsamlega solid og mætti nánast ekkert víkja frá því. Ég veit ekki hvor leiðin hentar betur enda bara séð eina mynd eftir hvorn leikstjóra og verða að viðurkenna það að mér fannst ansi mikið vanta upp á hjá þeim báðum. Ólafur leggur líka ríka áherslu á það að ofkeyra ekki fólkið sem hann vinnur með og er það líklega vegna þess að margir eru að vinna þarna vegna þess að þeir hafa gaman af því ekki endilega vegna fjárhæðanna. Vinnutíminn er fastur frá 9-17 en ekki þessi venjulegi 14 tíma vinna sem er viðgangandi í flestum íslenskum bíómyndum að hans sögn.

Meistararnir í Africa united, þess má geta að ég vann þá í fótbolta 3-0 fyrir fjórum árum

Ólafur er ósköp venjulegur gaur sem fór ekki í neinn sérstakan kvikmyndaskóla heldur lærði þett bara sjálfur "the hard way" hann segist lesa mikið af viðtalsbókum við leikstjóra og nefndi það að Cohen bræður hefðu haft mikil áhrif á hann.

Ólafur hafði ótrúlega mikil áhrif á mig í þessum tíma, ég virkilega fór að íhuga hvort það væri ekki gaman að demba sér bara í þetta eftir skólann og reyna að gera eitthvað á eigin spýtur, en maður á allavega eftir að pæla í því.

Það eins sem fór smá í taugarnar hjá mér var 80% reglan sem hann hafði, þegar hans sagði það leit svolítið út fyrir að hann ætlaði sér að koma sem flestum myndum frá sér en ég skil samt hvað hann er að pæla. Bjössi benti á að þetta væri gamla 80-20 reglan sem er svosem ekkert slæm en fyrir áhorfandann er ekkert svo gaman að heyra þetta.

Trailer úr Queen Raqelu ótrúlega merkileg mynd mæli með trailernum


Við það að heyra hans sýn á myndina batnaði hún í mínum augum, hann var nánast alveg sammála okkur um að myndin vissi ekki alveg hvort hún ætti að vera gamanmynd eða tragedía og fannst mér gott að heyra það frá honum. Einnig viðurkenndi hann að þessi Kung Fu heimspeki var ekki alveg að hitta í mark. Næsta mynd sem hann er að vinna að vakti einnig áhuga minn en hún fjallar um álfa sem nefnast Hringfarar og eiga að vinna góðverk til þess að verða aftur að mönnum, hún á að heita Diary of a circledrawer og hlakka ég til þess að bera hana augum. Ég ætla að ljúka þessu með nokkrum quotom í Ólaf sjálfan sem er nánast það sem hann var að tala um í tímanum hjá okkur.


Quotin hans:

"The more films I make the more human I become - although I seem to use films to interrupt emotional processes. My mission is to widen my own understanding of this sarcastic, over populated, shallow yet rich human society we've all been dumped in for the time being."

Whenever I do a film, it has to have the potential to fail miserably, otherwise it's not worth the walk.

I love the "episode" film-language. There is so much you can do. The Sopranos and The Wire are the far best I've seen. Tremendously unique stuff.

Since the big changes to the films during the late 60s and 70s nearly no one has been able to pull what Coppola, Scorcese, Spielberg, Lucas and the rest created. Few are still trying, like PT Anderson, Trier, Tarantino, Figgis and more ... but the search continues.

Films are not a complicated language, it's a child-like language. Yet children bear the most complexity in the simpleness.

I'm not interested in making money for their sake, not having them has taught me how to survive, now i'd like them to execute tons of ideas.