Friday, November 9, 2007

Règle du jeu, La eða The rules of the game (1939)

Kvikmyndafræðiskyldan The rules of the game urðu mikil vonbrigði, gæti hafa skemmt fyrir að vita að hún var efst á einhverjum lista yfir bestu erlendu kvikmyndir allra tíma (þ.e.a.s. mynda utan BNA).

Myndin fannst mér langdregin og eiginlega ekki þess virði að horfa á. Sum atriðin viðurkenni ég þó að hafi verið ansi töff eins og t.d. kanínuveiðarnar og slíkt, en húmorinn sem sumir sáu í lokinn var ég bara ekki að finna. Allur leikurinn í lokasenunum fannst mér rosalega ýktur og leiðinlegur, í den tíð var kannski rosalega fyndið að skella einum manni í bjarnarbúning og halda að salurinn liggi en húmor er að ég held bara orðinn þroskaðari en það. Þó svo að margar myndir eins og The General samanstandi af ýmiss konar kjánalegum húmór þá er hann bara svo miklu betur útfærðari heldur en grínið þessari mynd.

Plottið fannst mér þó allt í lagi og það skemmtilegasta við það var hversu vel mennirnir sem voru að keppast um hylli Noru Gregór tóku hvorum öðrum, þó svo að einn hafi verið kominn lengst á leið í því leyfði hann hinum einhvernveginn alveg að taka þátt. Já, næ kannski ekki alveg að orða það nógu vel, kannski bara þannig að siðferðisviðmið hafi verð öðruvísi á þessum tíma.

Myndin fannst mér þó í heild ekki þess virði að horfa á hana því miður og tek ég undir orð Bjössa og vona að næstu myndir sem við horfum á á mánudagseftirmiðdögum verði betri.

This is England (2006)

Hvað er betra en að fara í bíó á miðvikudagskvöldi, jú það er að fara á breska mynd á miðvikudagskvöldi. Vandaða breska mynd. Ég hafði ekkert heyrt um þessa mynd áður en Bóbó hringdi í mig og bað mig um að koma með sér í bíó. Hann tekur vel eftir hann Bóbó kallinn, titlinum fletti ég strax upp á imdb og leist bara vel á. En nóg um það...


Posterinn

Myndin fjallar um breytingar í lífi tólf ára drengs sem lagður var í einelti í litlum bæ í England, hann kynnist síðan nokkrum snoðhausum eða snoðinkollum og kemst inn í klíkuna þeirra. Ég fer ekki nánar í þá sögu því ég vil að sem flestir sjái þessa mynd. Myndin á að gerast árið 1983 og er mikið gert til þess að maður lifi sig inn í lífið á þeim tíma. Allt er síðan klætt raunveruleika ljóma, lýsingin og myndatakan nær að fanga grámyglulegt lífið í breskum iðnaðarbæ. Leikurinn er frábær og eru drengurinn sérstaklega góður að mínu mati og er líklegt að maður eigi eftir að sjá meira af honum í framtíðinni. Þrátt fyrir kalt útlit myndarinnar er að sjálfsögðu ein persóna sem sér um comic relief og var sá karakter gargandi snilld.
Lýsandi rammi úr myndinni


Allt sögusviðið er síðan mjög átakanlegt og liggur við að maður taki þátt í myndinni. Maður vill einfaldlega hafa áhrif á persónurnar þegar þær eru að taka rangar ákvarðanir og láta heilaþvo sig á svo einfaldan máta. Sumt í myndinni var þó ansi kjánalegt eins og t.d. ástarsamband 12 ára stráksins við einhverja vinkonu hans sem leit út fyrir að vera allavega 5 árum eldri. Það fór samt ekki nóg í taugarnar á mér til þess að gefa þessari mynd 7,5 /10 gott mál það!.