Thursday, December 6, 2007

Önnin sem leið (Haust 2007)

Kvikmyndafræði sem valgrein hefur svo sannarlega staðið undir væntingum sem af er og hef ég á tilfinningunni að þetta eigi bara eftir að batna. Ég ætla aðeins að renna í gegnum það hels.

Þar sem ég skrifaði aldrei neitt um suttmyndina er um að gera að hripa dálítið um það. Að vinna með strákunum að trailer var ótrúlega skemmtilegt og tel ég að okkar verkefni hafi verið ansi metnaðarfullt. Að gera trailer á myndave´l sem maður verður að taka allt í réttri röð er rosalega mikil vinni, við svindluðum samt smá og klipptum hljóðrásina eftir á . Mér fannst einkunnin ásættanleg sem við fengum en svolítið leiðinlegt að vera neðstu af öllum, og ég eiginlega get ekki veirð sammála því að okkar saga hafið verið neitt verri en hjá hinum hópunum ekk það að ég nefni nein nöfn :D.

Sú sem stendur upp úr af þeim sem við horfðum á á mánudögunum góðu er án ef The General með Buster Keyton. Sá maður er meistari og er kveikjan að mörgu gríni sem kom á eftir honum.

Riff hátíðin var annar hápunktur en val mitt á myndum var skelfileg og nefni ég Japan, Japan því til stuðnings. Ég má til með að benda ykkur á imdb slóðin fyrir myndina http://imdb.com/title/tt1090327/ þar lýsir annar Íslendingur skoðun sinni á myndinni. Svo maður vitni nú aðeins í hann þá segir hann meðal annars:" I'm so furious for having wasted 65 minutes of my life, watching this piece of crap, that I created a user account on here simply to warn people about it." Sem betur fer fór ég á aðrar myndir eina góða, eina lélega, My kid could paint that var besta myndin sem ég sá og gerði hún hátíðin því fyrir mér. Greinilegt að maður þarf að kynna sér myndirnar betur áður en maður fer næst.

Fyrirlesturinn um Wilder var mjög fræðandi og gaman að vera "neyddur" til að horfa á myndir eftir þennan flotta leikstjóra. Af myndum hans standa upp úr Double Indemnity og The Lost weekend.

Það sem mér finnst vanta í áfangan er fleira verklegt en ég býst við því að það komi eftir áramóti. Takk fyrir önnina.

Fangelsissjónvarpsefni

Allt frá því ég var lítill strákur hef ég hiellast mikið af fangelsisþáttum og fangelsiskvikmyndum. Frá Shawshank til Prison Break og frá Green Mile til Hurricane af öllu heillaðist ég gífurlega. Svolítið merkilegt að tvær af myndunum sem ég nefni hér eru byggðar á skáldsögum eftir Stephen King en hvað um það..

Það er einfaldlega eitthvað sem fellur mjög vel í kramið í þessu öllu. Ég held að það sé þessi smækkaða mynd af samfélagi innan veggja fangelsisins. Þar fer nánast alltaf fram eins og fyrir utan múran en formið er bara aðeins öðruvísi. Valdabaráttan og klíkumyndanir eru einnig áhugaverðar og alltaf gaman að fylgjast með því. Alltaf er einn maður sem getur reddað öllum vörum og eru sígarettur oftar en ekki gjaldmiðill. Týpurnar eru líka oft á tíðum mjög líka á milli myndi, það er harða týpan, mafíu bossinn, klári gaurinn, þeldökka krúið osffv. Ekki sakar það síðan þegar sagan snýst um það að brjótast út í frelsið og þær örvængingafullu leiðir sem menn nota þá. Það er allavega eitthvað sem er bara svo kúl við þessa fangelsispælingu....

Beowulf (2007)

Ray Winstone, Angelina Jolie og Anthony Hopkins tölvugerð er það einhver pæling? Já, svo sannarlega ef myndinni er skellt í 3D og varpað á stóran skjá verður sú upplifun bara helvíti góð.

Í fyrsta lagi er þessi mynd ekki bara 3D til þess að vera 3D því að söguþráðurinn og öll umgerð myndarinnar er einfaldlega til fyrirmyndar, 3D fítusinn er bara bónus. Tölvuteikining er skuggalega góð og alveg fáranlegt hversu mikil nákvæmni er komin í þessa tækni. Á sínum tíma gapti maður yfir Final Fantasy en þessi mynd er bara á allt öðru leveli, bæði gæðalega séð og sögulega.

Spennan í myndninn verður á köflum rosaleg og bardagaatriðin eru hverju öðru flottara ekki skemmir síðan fyrir aðf á spjót í andlitið og virkilega þurfa að loka augunum, svo klikkuð er þessi þrívídd. Ég gef bjólfskviðu 8,5/10 og á hún það fyllilega skilið.

Wednesday, December 5, 2007

Dexter

Þó svo að Bóbó sé búinn að gera þessum besta þætti ansi góð skil á sínu bloggi ætla ég samt sem áður að fjalla lítið eitt um hann. Ég ætla að reyna að svara einni spurningu.

1. Af hverju er þetta svona góður þáttur?

Í fyrsta lagi er það Michael C. Hall sem leikur aðalhlutverkið, þann morðóða Dexter. Þessi þáttur hefur gert hann að uppáhalds leikaranum mínum. Oftast er rauðhært fólk ekkert rosalega töff, fyrir utan kannski Horatio í CSI: Miami, en hér er sönnun þess 7 minutes of Horatio Caine/David Caruso one-liners. En Micheal C. Hall fer í nýjar hæðir í svalleika sem hinn tilfinningalausi morðingi Dexter. Micheal hefur fátt unnið sér til frægðar fyrir þættina fyrtir utan Six feet under þar sem hann lék einhvern gaur. Aðrar persónur í þáttunum eru líka frábærar og má þar nefna Dokes sem er álíka harður og Dexter. Systir Dexters er einnig ákaflega góður karakter þó svo að maður hati hana alltaf, er rosalega kjánaleg alltaf en samt er alveg á hreinu að hún er bráðnauðsynleg persóna í þættinum.

Hversu nettur?

Annað sem heillar við þessa þætti eru einfaldlega vinnubrögðin hjá Dexter, það er kannski kjánalegt að segja frá þessu en maðurinn er algjör fagmaður á sínu sviði og auðvitað er hægt að dást að því þó svo að starfið sé kannski ekki eftirsóknarvert.

Allt þetta er líka svo rosalega ögrandi og ómannlegt að maður getur ekki slitið sig frá þessu. Þetta er allt svo sick og vorum við Bóbó einmitt að tala um það um daginn hvernig þessi pæling virki, þ.e. svona failsafe í réttarkerfinu (s.s. Dexter sem drepur menn sem komast hjá sakfellingum). Þetta er virkilega góð hugmynd en raunveruleikinn er bara svo rosalega sjokkerandi og tók maður sérstaklega eftir því í nýjasta þættinum sem var frumsýndur á mánudaginn vestra.

Þátturinn er byggður á skáldsögunum Darkly dreaming Dexter og Dearly Devoted Dexter og eru það bækur sem maður þarf pottþétt að fara að kynna sér. Söguþráður þáttanna er samt ansi frábrugðin bókunum og að ég held einfaldlega meira spennandi og skemmtilegri. Í bókunum er Dexter sjálfur t.d. aldrei í hættu að láta ná sér en önnur þátta serían fjallar nánast bara um það.

Allavega hvet ég alla til þess að kynna sér þetta sjónvarpsefni, og þar sem torrent.is hefur verið lokað er um að gera að skella sér inn á nýju íslensku torrentsíðuna www.thevikingbay.org og dl. öllu klabbinu. Takk fyrir mig.

Cidade de Deus (2002)

Úff úff úfff... þetta er ein rosaleg mynd maður, besta mynd sem ég hef séð í langan tíma.

Myndin fjallar um lífshlaup stráks að nafni Rocket sem elst upp í fátækrarhverfunum í Rio de Janeiro á 6. og 7. áratugnum. Þessi strákur tengist óbeint inn í mafíuheiminn og á því auðvelt með að segja sögur af honum, sem hann gerir einstaklega vel. Fylgist hann með þróun þessara klíka í gegnum súrt og sætt. Þessi saga er svo átakanleg og vel sögð að það hálfa væri hellingur. Skiptingarnar á milli mismunandi saga er líka til fyrirmyndar, það er hreint með ólíkindum hvernig þetta flýtur um skjáinn með engri fyrirhöfn.

Aðalpersónan og sögumaðurinn

Sum atriðin eru líka hrottafenginn og manni líður virkilega illa að sjá meðferð aðalbófans á vinum sínum og öðrum, hann sýnir enga virðingu og skýtur menn oftast áður en þeir ná að segja orð. Ekki mjög hetjuleg morð oft á tíðum. Þrátt fyrir þetta samgleðst maður sögumanninum sem gengur vel og í endann nær hann meira að segja að láta draum sinn rætast um að gerast ljósmyndari, og er það vegna góðra tengsla hans við mafíuna sem það gengur í gegn.


Sérstaklega dáðist ég af kvikmyndatökunni sem var ótrúlega skemmtileg á köflum. Má þar nefna dæmi um þegar sögumaður fer yfir eigendur ákveðins húsnæðis sem aðalbófinn eignaðist síðan. Þar er myndavélin höfð kyrr á sama stað á meðan allt rennur í gegn. Innréttingar breytast og mismunandi fólk býr á staðnum en alltaf er myndavélin höfð á sama stað.


Lýsandi mynd fyrir myndina aðalbófinn á yngri árum, hvílíkur hrotti.

Síðan finnst mér alltaf heillandi þegar myndir eru á því tungumáli sem talaðar eru í landinu sjálfu það gefur myndinni alltaf ákveðinn raunveruleikablæ, óþolandi að allar myndir hvort sem þær gerast í Asíu eða Róm hið forna séu með ensku tali. Portúgalskan er s.s. alveg að virka í þessari mynd.

Þessi mynd er snilld ég hef ekkert meira að segja um það 9/10 . Takk fyrir.

Tuesday, December 4, 2007

Blades of glory ofl.

ATH. ÞESSI FÆRSLA ER EKKI HÉR VEGNA KVIKMYNDLEGS EÐLIS.

Mig langaði nefnilega bara aðeins að fjalla um þessar fjöldaframleiddu grínmyndir með Will Ferrel og co. Ég verð líka að viðurkenna að flestar af þessum myndum eru alveg hreint frábærar til að mynda The Anchorman sem er líklega fyndnasta mynd sem ég hef séð og Old School fylgir fast á hæla hennar. Þessar myndir hans eru allar með sömu uppskrift og er maður að sjá sama atriðið aftur og aftur með örlitlum breytingum. En alltaf virkar þetta jafnvel og Will Ferrel nær einhvernveginn alltaf að gera þessa hluti bráðskemmtilega. Alltaf er hann líka látinn leika aðalkjánann sem er barnalegur en heldur að hann sé töff (sbr. Anchorman, Blades of glory, Wedding crashers), en já, Held þessi pæling sé bara búin.. ekkert merkilegt annað en að þessir gæjar græða peninga á fjöldaframleiddum bíómyndum.. snilld.

羅生門, Rashōmon (1950)

Maður elskar blogspottið, breggst manni á versta tíma. Var búinn að skrifa heví færslu um þessa mynd en blogger klúðraði þessu. Allavega

Rashomon, fjallar um vitni og sögur þeirra á einum ákveðnum glæp. Glæpnum er lýst frá sjónarhorni nokkurra sögumanna og allir segja þeir ólíkar sögur. Kurosawa er sá fyrsti sem notar þessa frásagnaraðferð og á heiður skilinn fyrir það. Hins vegar finnst mér margt ábótavant í myndinni og er það líklega vegna þess að sagan er sögð frá of mörgum sjónarhornum og verður eins og Gummi saga myndi orða það "ansi þreytandi þarna aftast". Einnig fannst mér eitthvað kjánalegt við söguna sjálfa mér fannst hún ekki nógu áhugaverð og sögusviðið var ekki merkilegt, fyrir utan kofann sem rigningin dundi á þar sem sögumennirnir sögðu hver sína sögu.

Rashomon fær sæmilega einkunn.

Sjunde inseglet, Det (1957)


Sjöunda innsiglið er leikstýrt og skrifuð af Ingmar Bergman hinum mikla Svenska meistara.

Myndin er vissulega töff. Og eru það þessi nokkru "atriði" eins og í svo mörgum myndum sem gera þessa mynd að mínu mati. Við þurfum nú varla að tiltaka upphafsatriðið í því samhengi.Sagan fannst mér ágæt og var hún jafnvel hlægileg á tímum. Dauðinn sjálfur sem er einna eftirminnilegasta persónan úr myndinni fannst mér heldur til veiklulegur samt og ekki lýsandi fyrir svarta dauða sem fór um löndin og veigraði engu. Dauðinn finnst mér eiga að vera hræðilegur allavega í sambandi við plágurnar miklu.

Hann er ekki nógu hræðilegur þetta er bara maður með hvíta málningu í framan

Ég varð þó ekki alveg nógu ánægður með útkomuna og bjóst ég við meiru af meistara Bergman. Ég mun samt pottþétt eftir að kynna mér fleiri myndir eftir kallinn.

8 og hálfur (1963)

Jæja eftir að hafa yfirgefið hópinn eftirminnilega við sýningu á myndinni, datt ég niður á hana um daginn. Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að mamma er með einhverja dellu núna og er búinn að vera að horfa á gamlar og misgóðar myndir undanfarið. Ég hef því miður misst af þeim flestum en datt inn í 8 og hálfan um daginn þegar hún var leigð.

Því miður reyndust þessar fyrstu þrjátíu mínútur myndarinnar sem ég sá í stofunni vera lýsandi fyrir restina á henni. Ég var því ekki heillaður af þessari mynd. Þessi skiptingar milli draumaheims og raunveruleika fóru kannski með mig en ég held að það sé þó ekki málið. Myndin fjallar um þennan leikstjóra sem langar rosalega að festa óbeislaðar hugmyndir sínar á filmu og nær 8 1/2 svo sannarlega að beisla þá þörf því allt er gjörsamlega í rugli bæði í sögunni og í myndinni sem á að fanga söguna. Jæjaa... neikvæðar færslur er ekki skemmtilegar...

Marri Palli Vaff var allavega ekki sáttur.

Friday, November 9, 2007

Règle du jeu, La eða The rules of the game (1939)

Kvikmyndafræðiskyldan The rules of the game urðu mikil vonbrigði, gæti hafa skemmt fyrir að vita að hún var efst á einhverjum lista yfir bestu erlendu kvikmyndir allra tíma (þ.e.a.s. mynda utan BNA).

Myndin fannst mér langdregin og eiginlega ekki þess virði að horfa á. Sum atriðin viðurkenni ég þó að hafi verið ansi töff eins og t.d. kanínuveiðarnar og slíkt, en húmorinn sem sumir sáu í lokinn var ég bara ekki að finna. Allur leikurinn í lokasenunum fannst mér rosalega ýktur og leiðinlegur, í den tíð var kannski rosalega fyndið að skella einum manni í bjarnarbúning og halda að salurinn liggi en húmor er að ég held bara orðinn þroskaðari en það. Þó svo að margar myndir eins og The General samanstandi af ýmiss konar kjánalegum húmór þá er hann bara svo miklu betur útfærðari heldur en grínið þessari mynd.

Plottið fannst mér þó allt í lagi og það skemmtilegasta við það var hversu vel mennirnir sem voru að keppast um hylli Noru Gregór tóku hvorum öðrum, þó svo að einn hafi verið kominn lengst á leið í því leyfði hann hinum einhvernveginn alveg að taka þátt. Já, næ kannski ekki alveg að orða það nógu vel, kannski bara þannig að siðferðisviðmið hafi verð öðruvísi á þessum tíma.

Myndin fannst mér þó í heild ekki þess virði að horfa á hana því miður og tek ég undir orð Bjössa og vona að næstu myndir sem við horfum á á mánudagseftirmiðdögum verði betri.

This is England (2006)

Hvað er betra en að fara í bíó á miðvikudagskvöldi, jú það er að fara á breska mynd á miðvikudagskvöldi. Vandaða breska mynd. Ég hafði ekkert heyrt um þessa mynd áður en Bóbó hringdi í mig og bað mig um að koma með sér í bíó. Hann tekur vel eftir hann Bóbó kallinn, titlinum fletti ég strax upp á imdb og leist bara vel á. En nóg um það...


Posterinn

Myndin fjallar um breytingar í lífi tólf ára drengs sem lagður var í einelti í litlum bæ í England, hann kynnist síðan nokkrum snoðhausum eða snoðinkollum og kemst inn í klíkuna þeirra. Ég fer ekki nánar í þá sögu því ég vil að sem flestir sjái þessa mynd. Myndin á að gerast árið 1983 og er mikið gert til þess að maður lifi sig inn í lífið á þeim tíma. Allt er síðan klætt raunveruleika ljóma, lýsingin og myndatakan nær að fanga grámyglulegt lífið í breskum iðnaðarbæ. Leikurinn er frábær og eru drengurinn sérstaklega góður að mínu mati og er líklegt að maður eigi eftir að sjá meira af honum í framtíðinni. Þrátt fyrir kalt útlit myndarinnar er að sjálfsögðu ein persóna sem sér um comic relief og var sá karakter gargandi snilld.
Lýsandi rammi úr myndinni


Allt sögusviðið er síðan mjög átakanlegt og liggur við að maður taki þátt í myndinni. Maður vill einfaldlega hafa áhrif á persónurnar þegar þær eru að taka rangar ákvarðanir og láta heilaþvo sig á svo einfaldan máta. Sumt í myndinni var þó ansi kjánalegt eins og t.d. ástarsamband 12 ára stráksins við einhverja vinkonu hans sem leit út fyrir að vera allavega 5 árum eldri. Það fór samt ekki nóg í taugarnar á mér til þess að gefa þessari mynd 7,5 /10 gott mál það!.

Sunday, October 28, 2007

American Movie (1999)

Jæja, loksins hafði ég mig í það að horfa á American Movie var búinn að vera með hana í minnishegranum ansi lengi án þess að skella henni í tölvuna. Satt að segja var ég bara búinn að heyra slæma hluti frá samnemendum í kvikmyndafræði og bjóst ég því ekki við miklu, en þar sem ég komst ekki í tímann þegar myndin var sýnd varð ég auðvitað að kíkja á hana.

Til að byrja með var ég alveg handviss um að þessi mynd væri svona office pæling sem hefði aðeins fari úrskeiðis en smátt og smátt áttaði maður sig á því að þetta var alltof raunverulegt. Mark Borchardt sem er aðalpersónan lætur ekkert stöðva sig í framleiðslu myndarinnar sem myndin fjallar um, allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Hann er gjörsamlega staðráðinn í því að leggja sitt af mörkum og vill ekki kveðja þessa jörð án þess að hafa skrifað eitthvað í sögubækurnar, leikstjórnin er það sem á að hjálpa honum með þetta ætlunarverk sitt.

Mér fannst sjálf myndin vera ágætlega fyndin á köflum og datt síðan í hrútleiðinlegan pakka þar á milli. Myndin er í heildina litið ekki alveg að gera sig fyrir mig þó að einstök atriði hafi fengið mann til þess að brosa. Niðurstaða 5/10.

V for Vendetta (2005)


Ég hafði ekki lesið teiknimyndasöguna áður en ég horfði á myndina og það eina sem ég hafði heyrt um þessa mynd var það að hún væri ekki jafngóð og bókin hvernig svosem maður á að skilja það horfði ég á myndina með opnum hug. Mér fannst nokkuð erfitt að halda í við söguþráðinn og var margt sem var ekki verið að fara í saumana á, sagan var ansi flókin og var eins gott að ég horfði á myndina með miklum áhugamanni um ræmuna.

V sjálfur

Allt yfirbragð myndarinnar fannst mér þó mjög flott og aðalpersónan hefði varla getað verið meira töff á bakvið grímuna. Sagan sem slík er skemmtileg þó svo eins og ég sagði fyrr þyrfti aðeins að fylla upp í hana fyrir mér. Ég held að annað skipti yrði jafnvel gott til þess að fara almennilega í saumana á myndinni.
6,5/10

Bourne Ultimatum (2007)


Þriðja myndin í Bourne röðinni og alls ekki sú sísta, ef eitthvað er þá nær þessi mynd að byggja upp meiri spennu en hinar tvær og hjálpaði þar til stíll kvikmyndatökunnar þar sem myndavélin var oft látin hristast og það að meðllengd skota var einungis 2 sekúndur sem er alveg hreint rosalegt. Hlýtur að vera rosalega pirrandi að vinna að svoleiðis verkefni, endalaust verið að stilla upp á nýtt fyrir nýtt skot. Þetta tvennt hrifsar mann inn í hraða atburðarásina og heldur manni við efnið. Sagan er líka nokkuð góð eins og oft vill verða þegar kvikmyndir eru byggðar á bókum. Matt Damon fer af kostum að vanda og sínir snilli sína bakvið myndavélina. Fátt meira að segja um þessa mynd gefum henni 8/10 mögulegum.

Sunday, October 14, 2007

My kid could paint that (2007)

Jááá... þetta er eina myndin með viti sem ég fór á RIFF. Myndin er um undrabarn á sviði abstrakt listaverka. Myndin náði bæði að opna augu mín fyrir abstrakt list og einnig að koma mér í skilning um þetta einstaka tilvik stelpunnar. Myndin var greinilega gerð í þeim tilgangi að hreinsa orðspor fjölskyldunnar eftir illa meðferð í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum. Þar var falinni myndavél komið fyrir fyrir ofan málverk sem sem stelpan átti að mála, þegar málverkinu var lokið var greinilegt að það var ekki í sama klassa og hin málverkin sem hún hafði gert.

Til að byrja með var ég alveg handviss um að stelpan hafi gert málverkin þar sem leikstjórinn fór ekkert út í "hinn pólinn" ef svo má orða það. En þegar leið á myndina varð maður alltaf meira og meira efins um hæfileika ungu stúlkunnar þar sem fleiri og fleiri sönnunagögn um það að pabbi hennar sem er einmitt listmálari hafi hjálpað henni. Í lokin er maður komin á þá skoðun að pabbinn hjálpi allavega til við verkin því eitt sinn biður stelpan pabba sinn um að gera.. hann bregst alveg hrikalega kjánalega við og lætur eins og hún hafi aldrei sagt þetta áður. Ég held jafnvel að mamman hafi ekki heldur vitað að hann hjálpaði henni eins og fram kemur í lokinn. Niðurstaðan er því sú að heimildamyndin sem átti að hreinsa orðsporið eyðileggur bara enn meira fyrir fjölskyldunni.

Það sem ég fíla við þessa mynd er það hversu hlutlaus framleiðandinn er, maður finnur fyrir því að allar skoðanir sem maður tekur verða ekki fyrir áhrifum af myndinni. Það sem fór mest í taugarnar á mér var það hversu oft var tönnlast á sömu hlutunum, myndin byggðist á mestu leyti á viðtölum við fullorðna fólkið sem tengdist stelpunni og áttu þau það til að tala alltaf um sama hlutinn með dálítilli umorðun ég ætla að skella á hana 7 af tíu í einkunn.

Friday, October 12, 2007

Japan, Japan og Embla: Valkyrja hvíta víkingsins

Ég hafði ansi lítinn tíma fyrir RIFF í síðustu viku en komst þó á þrjár myndir. Þetta tímaleysi kom niður á valinu á myndunum og oftast voru þær valdar um 10 mínútur fyrir sýningu og þess háttar. Myndirnar sem ég sá voru Japan, Japan ; Embla: Valkyrja hvíta víkingsins og My kid could paint that. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að skella Japan, Japan og Emblu í einu og sömu færsluna sökum þess hve ómerkilegar þær eru, My kid could paint that fær hinsvegar veglegri færslu.

Við skulum byrja á horbjóðnum sem Japan, Japan var, ástæðan fyrir því að ég fór á þessa mynd var sú að hún var eina myndin sem var sýnd kl. 23:00 og var eini tíminn sem ég og bíófélagi minn gátum komist. Lýsingin á myndinni er alls ekki slæm heldur bara ágætlega heillandi og gefur enga vísbendingu um raunverulegt innihald myndarinnar. Þar er einfaldlega verið að tala um einhvern Írana sem langar til þess að fara til Japan og vinkonu hans sem langar að fara til New York. Myndin byrjaði skelfilega, introið var svona grafík frá 1970 keimlíkt introinu í Borat og einhvernveginn hafði maður á tilfinningunni að ekkert grín stæði þar á bakvið.

Sum atriðin í myndinni fóru virkilega illa í mig og ætla ég ekki að tala meira um þau, hreint út sagt ógeðsleg og gersamlega tilgangslaus. Einnig fór myndatakan hrikalega í taugarnar á mér, sem dæmi má nefna að alltaf þegar sögupersónan var að ferðast á milli staða var myndavélinni stillt upp á þrífót og miðuð út um glugga, þetta var gert þrisvar í myndinn einu sinni út um lestarglugga og síðan út um afturgluggann á bíl, þó svo að atriðunum hafi verið sýnd á fast forward stóðu þau í um eina mínútu alveg rosalega lélegt að mínu mati. Tónlistin var skelfileg. Handritið var hrikalega lélegt og samtölin ennþá verri. Stundum hafði maður á tilfinningunni að fólkið væri að reyna að gera sitt versta í leik sínum. Ég fullyrði það að allar stuttmyndirnar sem við gerðum í kvikmyndafræði eru betri en þessi mynd.

Ég gef myndinni ekkert af tíu mögulegum! Þetta er lélegasta mynd sem ég hef nokkurntímann séð PUNKTUR. ps. ég gekk út af mynd í fyrsta skipti á ævinni.

Næst skulum við demba okkur í Emblu, sú mynd var líka valin í skyndi á síðasta degi hátíðarinnar og var ég ekkert búinn að lesa um hana fyrirfram í rauninni var ástæða ferðarinnar sú að ég átti þrjá miða eftir á klippikortinu og hafði misst af myndinni sem ætlaði að sjá í Regnboganum og spændi því í Háskólabíó til þess í rauninni að ná einhverri mynd. Ég vissi því ekkert við hverju var að búast, alla sýninguna hélt ég t.d. að þetta væri ný mynd því salurinn var hrikalega vel með á nótunum og hafði ég á tilfinningunni að framleiðendur myndarinnar væru í salnum. Annað kom á daginn, myndin er nefnilega einhver endurklipping af einhverri mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson (ég er greinilega ekki nógu vel að mér í hans verkum). Ef við pælum í myndinni sjálfri fannst mér hún nokkuð vel gerð og fannst mér flott hvað samtölin urðu ekki kjánaleg eins og oft vill verða í myndum sem eiga að gerast á víkingatímanum. Ég verð því bara að segja að ég hafði nokkuð gaman af henni, eða kannski ekki gaman heldur svona meira hún hélt mér við efnið. Myndin náði þó ekki að byggja upp nógu góða spennu eins og er nauðsynlegt í víkingamyndum.

Myndinni verður ekki gefin einkunn.

The General (1927)

Jæja, núna þarf maður að fara að henda inn færslum hérna. Kominn tími til. Reyndar orðið ansi langt síðan við horfðum á The General en ég bara verð að skrifa um hana. Fyrir myndina hafði ég ekki mikla trú á henni, þögul og svört hvít mynd hljómaði bara alls ekki spennandi í mínum eyrum, viðurkenni það að ég hef ekki verið að gefa þessum myndum mikinn sjéns í gegnum tíðina þetta viðhorf mitt gjörbreyttist algjörlega.

Myndin er stórskemmtileg, hélt að þetta yrði svona frekar döll eins og ég sagði áðan en málið er bara að það þarf enga texta til þess að horfa á svona. Maður getur nánast ímyndað sér í hverju einasta atviki getið sér til um hvað maðurinn er að hugsa eða að segja svipbrigðin eru svo mögnuð. Eitt atvik fannst mér sérstaklega skemmtilegt á þennan máta, það var þegar Buster Keaton var nýbúinn að bjarga stelpunni og hún segir honum hvað hann hafði verið rosalega mikil hetja and so on, Keaton þurfti ekki að segja neitt á móti því upp kom þessi svipur sem allir þekkja "tjahh.. þetta var nú ekkert svo rosalegt" s.s. dró úr afrekum sínum. Þessari senu hafði ég rosalega gaman af.

Allur aulahúmorinn þarna var líka gjörsamlega að slá í gegn hjá mér og fannst mér frumleikinn rosalegur og hvert atriði sniðugra en atriðið á undan.

Myndin fær átta af tíu mögulegum!

Monday, September 17, 2007

The thing (1982)


Já það var vídeokvöld hjá okkur strákunum síðustu helgi þar sem við þurftum að vakna snemma í esjugöngu daginn eftir. Myndin sem varð fyrir valinu var The thing, þar sem Bóbó (Ingólfur) og Slanmaðurinn (Árni Þór) höfðu talað ansi vel um þessa mynd byrjaði ég að bryðja doritosið með meiri hörku en venjulega þar sem ég bjóst við góðri mynd. Sú varð raunin að svona mestu leyti en þó voru óskir mínar ekki uppfylltar að öllu leyti, vissulega er myndin virkilega spennandi og eru nokkur atriði t.d. þegar verið er að athuga hver er sýktur og hver ekki virkilega spennandi. En sú staðreynd að skrímslið er skoðað aðeins og vel og er ekki mjög ógnvekjandi (það er að segja árásargjarnt) varpar svolítið hulunni af leyndardómnum. Andrúmsloftið sem skapast á þessum afskekkta stað er samt algjör snilld þar sem hver sem er getur verið sýktur og engum er hægt að treysta, eitt var þó ansi pirrandi við myndina var að mér fannst svolítið verið að sýna sama atriðið aftur og aftur þar sem einhver nýr sýktist og drepa þurfti hann, þetta með geimverurnar var alveg góð pæling en það þarf bara ekki að brenna allt þrisvar sinnum þó að flame throwerinn sé ýkt svalur. Myndin sjálf fannst mér þó ansi góð skemmtun og gat ég bæði hlegið og orðið spenntur.

Eitt langar mig samt að minnast á sem tengist myndinni mjög lítið, við strákarnir erum nefnilega allt of oft að lenda í því að DVD diskarnir sem við leigjum séu bilaðir og hökta nú eða bara stöðva í miðri mynd. Þetta kom nú ekki fyrir á gömlu vídjóspólunum, Gynjan (Gunnar Atli) stórvinur okkar og sá okkar sem er með stærsta hausinn (enda ólympíuliðsmaður í eðlisfræði) vill meina að DVD tækið hjá Jýjunni (Jón Gunnar Jónsson) Phillips af einhverri gerð sé of vandað og segir að þessi galli sé þekktur það er að segja að vönduðu tækin séu að lesa diskana of vel, og það að tækin sem fást á 5 k í bónus einfaldlega hoppi yfir svona rispur í disknum, ef einhver veit eitthvað meira um málið væri ég endilega til í að heyra hans álit.

The thing fær 7 metra fyrri ágætis afþreyingu.

Veðramót


Jæja, þá komst maður loksins með hinum kvikmyndnöllunum í bíó, og myndin svo sannarlega ekki af verra taginu. Það sem mér finnst einna sárast við þessa mynd er hversu hræðilega hún hefur verið markaðsett, í fyrsta lagi þá var trailerinn skelfilegur og var eins og þau væru að láta myndina líta út sem þvílíka spennumynd með því að klippa öll öskuratriðin saman og skellt þeim í trailer. Í öðru lagi er veggspjaldið rosalega ógrípandi og fellur algjörlega inn í fjöldann sem er hvimleitt vegna þess að þessi íslenska mynd er klárlega með þeim betri sem gerðar hafa verið. Og í þriðja lagi að Astrópía sé að fá meiri aðsókn sem er skammarlegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað út af fyrir sig.

Jæja, þá skulum við aðeins tala um myndina sjálfa, hún byrjaði afar þungt og fannst mér atriðin sem voru tekin upp í Reykjavík ekki alveg nógu góð. Þegar sagan færðist hinsvegar út á land fóru hlutirnir að ganga betur fyrir sig náði maður að skilja/tengjast persónunum virkilega vel sem voru snilldarlega leiknar allar með tölu. Aðeins einn leikari fór í taugarnar á mér í myndinni og var það móðir Söndru en sem betur fer var hún bara í einni senu. Allir ungu krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og er greinilegt að leikstjórabörn þjóðarinnar hafa verið vel upp alin. Hilmir Snær lék með sinni kunnu snilld og er greinilegt að leikhúslífið hefur engin áhrif á leik hans í bíómyndum. Söguþráðurinn var spennandi og skemmtilegur, og var maður vel í takti við atburðarrásina allan tímann. Það sem mér fannst einnig skemmtilegt við myndina að hún endaði ekki vel eins og svo margar íslenskar myndir vilja gera. Ég held svei mér þá að þessi komist bara á pall með Englum alheimsins sem bestu íslensku mynd sem ég hef séð, skemmtilegt að báðar enda þær mjög illa, það einhvernveginn virkar bara gerir myndina bara raunverulegri fyrir vikið. Ég held að þetta þurfi bara ekki að vera lengra í bili algjör óþarfi að fara í söguþráðinn eða neitt svoleiðis þar sem allir eru búnir að sjá myndina. Veriði sæl að sinni og já skellum 8.5 metrum af filmu á þetta stykki.

Saturday, September 15, 2007

Superbad (2007)


Ég skellti mér í bíó síðustu helgi og varð myndin Superbad fyrir valinu, þessa mynd hefði ég svo sannarlega aldrei farið en ég átti frímiða þannig að ég ákvað að skella mér. Eins og svo oft áður skellti ég mér á imdb.com áður en ég fór og komst að því að myndin fékk um 8,3 í einkunn og varð ég nokkuð undrandi en dró þá ályktun að fólk væri að missa sig yfir nýrri mynd og enn ættu eftir að koma raunsæju atkvæðin eftir á. Ég fór því á myndina með engar væntingar og viti menn þessi mynd er snilld. Myndin fjallar um þrjá vini sem eru ekki beint beittustu hnífarnir í skúffunni og ævintýri þeirra við að redda sér áfengi. Myndin er stórskemmtileg frá fyrstu mínútu og eru brandararnir alveg drepfyndnir. Ég bjóst satt að segja við einni unglingamyndinni í viðbót en fékk miklu meira fyrir minn snúð ég mæli því eindregið að fara á þessa mynd því alltaf er gaman að fara á myndir og láta koma sér á óvart sem þið kannski lendið ekki í núna vegna þess að þið hafið nú þegar lesið þetta, en myndin fær 7,5 metra af filmu og kalla ég það nokkuð gott fyrir gamanmynd.

Sphere (1998)



Sphere er vísindaskáldsaga sem Björn Brynjúlfur Björnsson plataði okkur strákana til að horfa á síðasta laugardag. Mér finnst oft mjög gaman af vísindaskáldsögum og þá helst þeim sem eiga mjög lítið með raunveruleikan að gera. The Sphere er ekki ein af þeim myndum og var margt sem fór verulega í taugarnar á mér varðandi myndina.

Myndin gerist að langtmestu leyti á 1000 feta dýpi, þar sem hópur vísindamanna á að gera rannsóknir á risastóru geimskipi sem hefur legið þar í hartnær 300 ár. Myndin byrjar ágætlega og byrja hlutirnir að gera ansi fljótlega þar sem ein af persónunum gengur inn í The Sphere. En um leið fer maður að pirra sig á persónunum sem eru ansi grunnar og leiðinlegar og þá sérstaklega persónu Samuel L. sem maður á greinilega að gruna um græsku allt frá byrjun. Einnig eru kvenhlutverk myndarinnar alveg fáranleg og virðist sem maður eigi að vita af einhverjum fyrri atburðum sem eiga að ýta undir spennu á milli þeirra og karlkynspersóna í myndinni. Að sjálfsögðu bjóst maður ekki við neinu meistaraverki enda ríður myndin ekki feitum hesti á imdb.com, en samt sem áður bjóst ég við skemmtilegri mynd sem miðaði aðallega að því að vera fyndin og kannski með smá hrylling við og við. Þetta fannst mér ekki takast nógu vel og því bara get ég ekki gefið myndinni meira en 6 metra af filmu, segjum þetta gott í bili.

Monday, September 3, 2007

Astrópía

Jæja, þá er því aflokið á sunnudaginn fór ég á Astrópíu með vinunum. Myndin hafði fengið ansi góða dóma hér og eftir að hafa heyrt í leikstjóranum sem var ansi hress og skemmtilegur hafði ég bara þónokkrar væntingar til myndarinnar. Gunnar var búinn að vara mig við því að myndin væri með mörgum brellum sem að sjálfsögðu eiga ekkert í stóru brellurnar í stóru myndunum, ég fór því með því hugafari að horfa á hana, fyrsta bardagaatriðið fannst mér bara nokkuð töff mikið um blóðslettur og þess háttar þannig að það setti smá standard fyrir restina af myndinni, en þegar leið á hana var eins og gerviblóðið hefði klárast og bardagasenurnar urðu skelfilega óspennandi og leiðinlegar. Einnig fannst mér leikur á köflum skelfilega slappur eins og þegar Ragnhildur var að kveðja nöllann í eitt skiptið þá átti greinilega allt að verða vandræðalegt en í ofan í það byrjuðu leikararnir að leika alveg skelfilega illa, þetta sama kom fyrir á öðrum stöðum í myndinni þegar fólk þurfti að sýna tilfinningar í leik sínum. Ástarsögurnar sem fléttuðust inn í voru líka alveg hrikalegar og fannst mér alveg óþolandi að sjá Ragnhildi þessa þokkadís verða hrifna af einhverjum nölla sem gat varla tjáð sig og so what að hann þýði einhverjar Ástarsögur. Einu atriði man ég líka sérstaklega eftir það var rosalegur bardagi í gangi og allt í einu kemur bara black screen ég bara hélt að það væri komið hlé eða galli væri í myndinni en nei nei þetta var líklega gert til þess að sleppa því að sýna bardagann algjör skelfing. Þó að ég hafi nú bara hraunað yfir myndina þá voru auðvitað nokkrir ljósir punktar og má þar fyrst nefna Ragnhildi ekki fyrir leik sinn heldur fegurð og síðan línuna " Die Video Die" sem við skemmtum okkur mikið yfir. En Astrópíu ætla ég að gefa 5,5 metra af filmu af tíu mögulegum takk fyrir

Friday, August 31, 2007

Apocalypse now

Um helgina kíkti ég á Apocalypse now eftir Coppola, þetta var mín fyrsta umferð yfir þessa mynd. Þegar ég var búinn að horfa á hana vissi ég satt að segja ekki hvað mér fannst þetta var ein af þeim myndum, en eftir smástund helltist snilldin yfir mig. Myndin nær að grípa Víetnam stríðið á svo ótrúlegan hátt, myndatakan, hljóðið og bara allt er svo ótrúlega flott. En vissulega er myndin sem gefin er upp ansi langt frá raunveruleikanum. Byrjunin á myndinni fannst mér stórkostleg myndin af skóginum sem síðan verður alelda þegar þyrlurnar fljúga yfir og ljúfir tónar Doors hljóma undir, alveg magnað. Martin Sheen fær útlhutað því verkefni að ráða af dögum karakter sem er leikinn af engum öðrum en Marlon Brando einn fáranlega góður leikari. Brando er staddur í Kambódíu og þarf Sheen því að þræða upp á í Víetnam í óratíma áður en hann kemst á leiðarenda. Þar lendir hann í mörgu fáranlegu fólki. Myndin er eins og áður sagði ekki beint heimildamynd um stríðið í Víetnam, hún bætir það þó upp í kolklikkaðri atburðarrás. Apocalypse Now er mynd sem ég held að ég verði að sjá aftur til þess að skilja fullkomlega og til þess að geta sogað í mig alla snilldina. Þess vegna ætla eg að skella á hana biðeinkunn sem mun byrja í 8 metrum af filmu sem verður seinna meir kannski lengd eða stytt.

Tequila Sunrise

Tequila sunrise er dæmigerð töffarabíómynd frá 9. áratuginum, þar sem erkitöffararnir Kurt Russel og Mel Gibson bítast á. Myndin verður að algjörri baráttu milli þeirra í töffaralátum. Myndin fjallar um karakterinn hans Gibson sem er að reyna að koma sér inn á rétta braut eftir að hafa verið aðal fíkniefnabaróninn í fjölda ára. Kurtarinn er gamall vinur Gibson sem vinnur hjá löggunni og hefur oft hjálpað vini sínum úr klípu en er orðinn ansi þreyttur á því af því er virðist. Tónlistin í myndinni koma líka skemmtilega á óvart og mætti halda að sami maður og samdi bassalínuna fyrir Seinfeld hafi samið allt soundtrackið. Satt að segja verð ég að viðurkenna að mér fannst myndin langdregin og leiðinleg og dottaði meira að segja í lokaatriðunum sem voru ekki beint þau mest spennandi sem maður hefur séð. Tequila Sunrise fær 5 metra af filmu af 10 mögulegum.

Baseketball

Síðustu helgi datt ég í ruglið og horfði á eina gamla klassíska gamanmynd, ég hafði ekki séð hana áður þannig að ég vissi ekki hverju ég átti að búast við. Myndin byrjar ótrúlega vel þar sem vinir okkar hanna leikinn og spila fyrstu leikina í hverfinu sínu. En eftir að íþróttin verður vinsæl fer að síga aðeins á gamanið og brandararnir fara að hitta verr í mark. Kannski var maður bara kominn með nóg af þessari vitleysu á þeim tímapunkti. Myndin inniheldur að sjálfsögðu ekki neina kvikmyndasigra enda gerð að því leiðarljósi að vera ótrúlega skemmtileg og hnyttin. Að langmestu leyti tekst það en eins og fyrr segir verður það þryett á endanum. Ætli það sé ekki sanngjarnt að gera myndina 5,5 metra af filmu af 10 möguleikum ( ójá það er góð stjörnugjöf).