Sunday, October 14, 2007

My kid could paint that (2007)

Jááá... þetta er eina myndin með viti sem ég fór á RIFF. Myndin er um undrabarn á sviði abstrakt listaverka. Myndin náði bæði að opna augu mín fyrir abstrakt list og einnig að koma mér í skilning um þetta einstaka tilvik stelpunnar. Myndin var greinilega gerð í þeim tilgangi að hreinsa orðspor fjölskyldunnar eftir illa meðferð í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum. Þar var falinni myndavél komið fyrir fyrir ofan málverk sem sem stelpan átti að mála, þegar málverkinu var lokið var greinilegt að það var ekki í sama klassa og hin málverkin sem hún hafði gert.

Til að byrja með var ég alveg handviss um að stelpan hafi gert málverkin þar sem leikstjórinn fór ekkert út í "hinn pólinn" ef svo má orða það. En þegar leið á myndina varð maður alltaf meira og meira efins um hæfileika ungu stúlkunnar þar sem fleiri og fleiri sönnunagögn um það að pabbi hennar sem er einmitt listmálari hafi hjálpað henni. Í lokin er maður komin á þá skoðun að pabbinn hjálpi allavega til við verkin því eitt sinn biður stelpan pabba sinn um að gera.. hann bregst alveg hrikalega kjánalega við og lætur eins og hún hafi aldrei sagt þetta áður. Ég held jafnvel að mamman hafi ekki heldur vitað að hann hjálpaði henni eins og fram kemur í lokinn. Niðurstaðan er því sú að heimildamyndin sem átti að hreinsa orðsporið eyðileggur bara enn meira fyrir fjölskyldunni.

Það sem ég fíla við þessa mynd er það hversu hlutlaus framleiðandinn er, maður finnur fyrir því að allar skoðanir sem maður tekur verða ekki fyrir áhrifum af myndinni. Það sem fór mest í taugarnar á mér var það hversu oft var tönnlast á sömu hlutunum, myndin byggðist á mestu leyti á viðtölum við fullorðna fólkið sem tengdist stelpunni og áttu þau það til að tala alltaf um sama hlutinn með dálítilli umorðun ég ætla að skella á hana 7 af tíu í einkunn.

No comments: