Sunday, October 28, 2007

Bourne Ultimatum (2007)


Þriðja myndin í Bourne röðinni og alls ekki sú sísta, ef eitthvað er þá nær þessi mynd að byggja upp meiri spennu en hinar tvær og hjálpaði þar til stíll kvikmyndatökunnar þar sem myndavélin var oft látin hristast og það að meðllengd skota var einungis 2 sekúndur sem er alveg hreint rosalegt. Hlýtur að vera rosalega pirrandi að vinna að svoleiðis verkefni, endalaust verið að stilla upp á nýtt fyrir nýtt skot. Þetta tvennt hrifsar mann inn í hraða atburðarásina og heldur manni við efnið. Sagan er líka nokkuð góð eins og oft vill verða þegar kvikmyndir eru byggðar á bókum. Matt Damon fer af kostum að vanda og sínir snilli sína bakvið myndavélina. Fátt meira að segja um þessa mynd gefum henni 8/10 mögulegum.

No comments: