Wednesday, April 16, 2008

Kvikmyndafræði/gerð a la Siggi Palli

Jæja þá er komið að því, lokafærslan. Maður kveður þetta blogg með mikilli sorg. Þegar ég byrjaði í greininni og byrjaði að blogga verð ég samt að viðurkenna að mér fannst þetta djöfulsins kvöð að þurfa að blogga um 30 myndir á einni önn og kristallast það kannski í því hve lítinn metnað ég lagði ég margar færslur fyrir jól. Þegar leið á vorönnina og nýja einkunnakerfið kom inn leist mér nú ekki á blikuna, ekki var nóg með það að ég þyrfti að fara að blogga með meiri gæðum heldur þyrfti ég líka að ná einhverjum hundrað stigum og það var ég ekki sáttur með.

EN þegar ég loksins asnaðist til þess að vanda mig við þetta og framleiða nokkrar toppfærslur rann upp fyrir mér hvað þetta er skemmtilegt. Öll sú vinna sem maður setur í eina færslu verður maður ennþá sáttari með þegar maður sér færsluna í öllu sínu veldi á bloggsíðunna. Þegar ég lít aftur þá sé ég eiginlega eftir því að hafa ekki verið að leggja nógu mikla vinnu í þetta bæði fyrir áramót og fyrrihluta þessa misseris. Auk þessa þá held ég að þetta sé bara frekar góð æfing fyrir stúdentsprófið í íslenskri ritgerð sem er nú á næsta leyti því ekki er slæmt að vera góður í því að buna út úr sér íslenskunni þar.

Verklegi þáttur kennslunnar:

Verklegi þáturinn samanstóð af stuttmyndunum tveimur. Varðandi fyrri stuttmyndina þá var lærimeistari að spekúlera í því að breyta forminu á henni úr því að vera klippt í vélinni í það að hóparnir fengju tvo daga í það að klippa og skjóta. Það form held ég að myndi ekki henta allavega ekki ef strákarnir kynnu ekki á forritið. Ef hægt væri að hafa einhversskonar klippiæfingu áður þá er hægt að skoða þetta en svo er auðvitað erfitt að eyða tveimur dögum agjörlega í svona verkefni. Mín skoðun er að það eigi að halda fyrirkomulaginu á fyrri stuttmyndinni eins og hún er og er fínt að hafa klippiæfingur úr henni síðan. Seinni stuttmyndina held ég að sé ekkert hægt að setja út á kannski mætti byrja fyrr á henni þannig að menn væur ekki neyddir til þess að fórna of miklu af stúdentsprófslæritíma í hana. En það var nú líklega bara hópunum að kenna að svona fór.

VIÐBÓT:
Síðan datt mér í hug að kannski væri sniðugt að hafa einhverskonar verkefni í þessu fagi sem tengdist því að þú Siggi Palli yrðir einskonar leikstjóri og myndir stjórna litlum hópum af nemendum í hvert skipti. Það gæti t.d. verið gerð fyrstu stuttmyndarinnar, þ.a. að einn hópur tæki eitt atriði undir þinni handleiðslu og síðan yrði úr því stuttmynd eða hvað sem er í rauninni. Held þetta gæti verið skemmtileg pæling svona til þess að hrista hópinn saman og koma mönnum aðeins í gang.

Fræðilegi hluti kennslunnar:

Varðandi hann þá finnst mér val á kvikmyndum stundum ekki alveg nógu skemmtilegt en þó er að sjálfsögðu gott að fá myndir úr sem flestum áttum. Það gæti líka vel verið að ég sé of mainstream í myndum og verð ég eiginlega bara að viðurkenna það að ég vil fá myndir svolítið eftir uppskriftinni. Það sem mér finnst líka mega bæta eru fyrirlestrar frá kvikmyndagerðamönnum og mætti jafnvel fá einhverja kvikmyndatökumenn eða klippara til þess að halda fyrirlestra og hversu skemmtilegt væri að reyna að fá "foleya" eða bara hljóðmenn til þess að tala um sína starfshætti.

Ég ætla síðan að nota þessa færslu til þess að þakka fyrir mig, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt námskeið og er ég barasta sáttur.

Suspiria (1977)


Jæja, ég var alveg búinn að geyma það að skrifa um þess mynd þar sem ég var ekki alveg klár á henni. Hún var vissulega krípi og náði alveg að hræða kallinn aðeins en það var eitthvað við hana sem var bara alls ekki að virka. Eins og Bjössi benti á var myndin í fyrstu skrifuð fyrir miklu yngri stelpur og gæti það verið ástæðan fyrir hversu erfitt mér finnst að greina þessa mynd.

Myndin er ítölsk og skrifuð og leikstýrð af Dario Argento sem hefur ekki gert neinar gloríur sem vert er að nefna. Myndin fjallar í stuttu máli um stelpu sem hefur nám í balletskóla í evrópu, þegar líður á myndina kemur margt skuggalegt í ljós við skólann. Kennarar skólans eru víst nornir í aukastarfi.

Myndin hafði einhver skrítin áhrif á mig, öll þessi litadýrð og fáranlega lýsing fannst mér ofaukið og ekki alveg nógu heillandi. Tónlistin í myndinni náði þó að spila virkilega vel með í allri spennunni. Svo verð ég að vera svolítið djarfur og setja út á sviðsmyndina eða hvað maður nú kallar það. Hún fannst mér á köflum einhvernveginn gervileg og ekki alveg í takt við suma hluta þessarar balletakademíu.




Hérna er ein virkilega góð klippa úr myndinni og er þetta jafnvel ein af þeim mest spennandi sem myndin hefur að geyma skemmtilegt hvernig þeim tekst að draga þetta svo mikið á langinn að maður heldur að ekkert sé að fara að gerast en síðan allt í einu kemur höndin í gegn og tekur um stelpuna. P.s. þegar ég sá þessa klippu ákvað ég að hækka einkunnina sem ég gaf fyrir myndina úr 6,5 í 7.


Sum atriði voru líka alveg brengluð og var ég ekki alveg að ná atriðinu þar sem hundurinn ákveður að éta blinda eiganda sinn, var hundurinn hluti að nornateyminu og hvar í ósköpunum voru þeir á þessum tímapunkti.

Myndin fær 7/10 fyrir þónokkra spennu.

Tuesday, April 15, 2008

0:15 (2008)





















Stuttmyndin 0:15 var leikstýrt af nokkrum þaulvönum kvikmyndagerðamönnum, sem meðal annars hafa getið sér gott orð fyrir Trailerinn af Gimsteinaþjófinum og handritið af Leiðarsteininum. Þessir kumpánar heita Andrés Gunnarsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Emil Harðarson, Marinó Páll Valdimarsson og Svavar Konráðsson. Handritið af Leiðarsteininum er án efa metnaðarfyllsta stuttmyndarhandrit seinni tíma og er það líklega vegna þess að koma átti fyrri heilli bíómynd í stuttmynd. Gaman er að segja frá því að stuttmyndin 0:15 átti í rauninni að vera stuttmynd eftir handritinu Leiðarsteininn en ákváðu framleiðendur á síðustu stundu að gjörbylta framleiðslunni.

Framleiðendur hittust á laugardagsmorgni og var ákvörðunin um að sleppa því nota handritið af Leiðarsteininum samþykkt samróma, aðallega vegna gífurlegs fórnarkostnaðar sem fylgdi því að eyða svo miklum tíma í myndina sem stefndi í það að vera 25 mínútur með urmul tökustaða og persóna. Handritið af 0:15 var skrifað á um 45 mínútum og var þar lauslega skipt niður í senur. Notast var í A4 blað og því skipt í tvennt eftir útisenum og innisenum. Söguþráðurinn breyttist síðan örlítið eftir smekk þegar leið á tökur. Tökustaður var Túngata 41 og var Túngatan einnig notuð í nokkrum skotum. Umfangsmesta skotið var líklega þegar Andrés og Emil hlaupa eins og þeir eiga lífið að leysa, í þeirri töku var myndavélinni komið fyrir í skotti Nissan Terrano 2 og hann látinn keyra niður götuna. Kostnaður myndarinnar var hverfandi og vegur þar þyngst matur fyrir tökulið og leikara.

Öll framleiðsla var til fyrirmyndar og bar Svavar nokkur Konráðsson þar höfuð og herðar yfir aðra. Hann hefur mikla reynslu í kvikmyndagerð og má þar nefna tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. Svavar stjórnaði kvikmyndatöku með harðri hendi og tókst ansi vel til. Lýsing og hljóð var líka ágætlega vel unnið af restinni af framleiðendum. Það sem gerði myndina svona flott var líklega þessi fagmannlega vinna sem gerði gæfumuninn. Vitna má í orð Eyjólfs þegar hann hafði séð myndina í annað skipti. Eyjólfur sagði orðrétt: "Það sem gerir þetta svo kúl er hversu pró þetta lítur út fyrir að vera". Eyjólfur á þarna líkleag við það sem ég nefni hér á undan.

Söguþræði myndarinnar var ætlað að skilja áhorfendur svolítið eftir í loftinu í lok myndarinnar. Uppi voru pælingar um að láta myndina enda þegar bíllinn keyrir á Emil en lokaniðurstaðan var sú að láta hana enda þegar Emil vaknar enn eitt skiptið í fanginu á Andrési. Töldu framleiðendur að það myndi skapa meiri tilfinningar og hrífa áhorfanann með í atburðarrásina.

Tónlist myndarinnar var frumsamin af honum Hrafnkell Brimar Hallmundsson og á hann hrós skilið fyrir sitt framlag. Tónlistin átti mjög vel við myndina og tók ekki athyglina frá söguþræði heldur flaut vel með öllu því sem fram fór.

Í heildina litið voru menn sáttir við myndina og vil ég þakka öllum framleiðendum hennar fyrir skemmtilegar stundir við gerð hennar.

Monday, April 14, 2008

Man bites dog (1992)

C'est arrivé près de chez vous eða Man bites dog er belgísk mockumentary mynd sem er leikstýrð og leikin af
Rémy Belvaux

André Bonzel

Benoît Poelvoorde


Myndin fjallar um raðmorðingjan Ben sem lætur svo sannarlega ekkert stoppa sig í sinni iðju. Í för með honum er hinir tveir leikstjórar myndarinnar sem eru að gera heimildamynd um Ben. Myndin byrjar á mjög svo skemmtilegum lýsingum Ben á því hvernig sé best að sökkvar líkum í vatni. Ben talar iðulega við myndavélina og er oft að deila visku sinni og ljóðum með okkur áhorfendunum. Það sem vekur mestan viðbjóð í þessari mynd var líklega hversu hversdagslegt þetta var allt saman.

Leikurinn er hreint út sagt frábær hjá öllum í myndinni. Sérstaklega má hrósa fjölskyldu Ben en skv. IMDB vissi hún ekki hvað var í gangi þegar á tökum stóð og verður leikurinn líklega ennþá raunverulegri fyrir vikið. Þeir kvikmyndagerðarmenn Remy og André þróast líka rosalega í gegnum myndina og er það til hins verra því vitfirring Ben smitar auðveldlega út frá sér og áður en maður veit af eru þeir kumpánar farnir að nauðga og drepa rétt eins og meistarinn.

Þvílíkur klikkhaus er sjaldséður

Nokkur vel valin brot úr myndinni fyrir þá sem ekki hafa séð.





Þegar maður horfir á brot úr þessari mynd aftur fer maður að efast um geðheilsu mannsins sem leikur Ben og hvort hann sé yfirleitt að leika neitt svo raunverulegt er þetta.


Þessi mynd fannst mér ekki góð verð ég að segja umm, ég reyndar sofnaði örlítið yfir henni en held samt að ég hafi ekki misst af nema kannski einu morði. Ég gef myndinni 6/10.

Funny games (1997)



Funny games er Austurrísk bíómynd eftir leikstjórann Michael Haneke. Myndin fjallar um tv0 geðbilaða menn sem halda fjölskyldu í gíslingu í sumarhúsi sem þau leigja. Ég held að með sanni megi segja að þetta sé sú mynd sem mér leið hvað verst eftir að hafa horft á. Leikirnir sem þessi menn spila með fjölskyldunni eru virkilega ógeðslegir og sadistalegir. Alla myndina er maður að vonast eftir að þessu fari nú að ljúka. Framsetning alls þessa viðbjóðs er svo átakanleg og er hann eitthvað sem maður hefur ekki vanist áður, í hollywood myndunum er ofbeldi og eitthvað líkt þessu oft sett fram á listrænan hátt. Þessi mynd nær virkilega að fanga þá angist sem fylgir því að tveir geðsjúklingar haldi þér í gíslingu og þú getur nákvæmlega ekkert gert í því. Ég segi þó ekki að þau geti ekkert gert í þessu, á tímum var maður orðinn ansi pirraður að enginn í fjölskyldunni greip til aðgerða en eftir að faðirinn var alvarlega fótbrotinn að mig minnir þá sá maður að öll von var
úti.

Sadistaskepna
Þegar leikararnir brjóta svo fjórða vegginn og spóla til baka í atburðarrásinni var mér öllum lokið. Samúðin með fjölskyldunni var þvílík að ég held ég hafi aldrei fundið fyrir öðru eins. Ég held að það sé ekki hægt að tala um þessa mynd án þess að tala um stofustillmyndina sem var á í svona 7 mínútur, þetta fannst mér alveg út í hött en á vissan hátt þá svona fangaði þetta líka geðveikina í þessu öllu saman.

Geðshræring grípur gutta

Leikur allra fannst mér ótrúlega góður og er það væntanlega ein af ástæðunum fyrir því hvað myndin hafði mikil áhrif. Leikararnir gerðu þetta svo hrikalega raunverulegt. Fyrir þá sem hafa ekki séð myndina er hér myndbrot sem á að geta skýrt ansi mikið af þeim hryllingi sem þið eigið eftir að sjá.

Ég get ekki beint sagt að ég mæli með þessari mynd en hún hefur held ég aðeins batnað í minningunni, en góðar myndir þurfa ekki alltaf að vera fallegar til þess að hitta í mark og er þessi allavega ekki eftirminnilega fyrir þann part. 6/10.

Raging bull (1980)


Raging Bull leikstýrt af hinum goðsagnakennda Martin Scorsese fjallar um líf millivigtar-boxarans Jake LaMotta sem leikinn er af Robert De Niro. Jake er metnaðarfullur boxari sem lætur fátt stöðva sig í leið að frama í hringnum. Hans miklar ástríða brýst ekki aðeins fram í boxhringnum heldur einnig í heimilislífi Jakes og fær kona hans oft að finna almennilega fyrir því. Saga Jake er rakin frá hátindi ferils hans þar til hann líður undir lok. Öfundsýki, bræði og vitfirring leiða boarann á vit ótrúlegrar gremju, og tekst honum að ýta öllum þeim sem þykir vænt um hann út úr lífi sínu með því að koma virkilega illa fram við það. Til dæmi má nefna það að hann grunaði bróður sinn sem leikinn er af Joe Pesci um að hafa sofið hjá konunni sinni og lúskrar á honum fyrir framan konu bróðursins og börn. Þetta atriði fullvissar mann í þeirri trú að maður sé gjörsamlega genginn af göflunum og sé ekki viðbjargandi.

Fyrsta klukkutíma myndarinnar vissi ég ekki alveg hvernig þessi mynd var að þróast og beið ég allan tímann eftir að eitthvað myndi gerast. Þegar leið á annan klukkutímann fór þetta að skýrast og það rann upp fyrir mér að myndin ætti einfaldlega að fjalla um þennan mann og leið hans til glötunar. Myndin var nokkuð þung til að byrja með því hún hefur ekki þessa týpísku uppbyggingu boxmyndar sem ég átti allavega von á.

Helvítis bankari

Leikur Robert De Niro var frábær. Og má segja að allt yfirbragð myndarinnar sé til fyrirmyndar. Ég var líka mjög sáttur við Joe Pesci en hann kannaðist maður nú við úr gömlu Home Alone myndunum þar sem hann fór af kostum.

Myndin í heild sinni olli mér vonbrigðum, hvort sem það voru væntingar mínar til hennar því Bóbó sagði að hún væri æði eða hvort hún var bara virkilega skrítin í uppbyggingu og náði ekki að halda í mig veit ég ekki. Allavega ætla ég að skella á hana 6,5/10. Það er alltaf erfitt að gefa mynd sem á að vera þvílíkt góð svona lága einkunn en svona er þetta.

Thursday, April 10, 2008

Heimsókn Olaf de fleur (Ólafs Jóhannessonar)



Í fyrstu sýn virðist Ólafur vera ósköp venjulegur leikstjóri sem er ekki gæddur neinum óvenjulegum leikstjórnarhugmyndum. Þegar maður fer að kynnast honum og fær að heyra leið hans upp stigann þá lærir maður hægt og hægt að skilja hversu mikinn áhuga hann hefur á því sem hann er að gera. Lýsingar hans á fyrstu verkum sínum og þeim síðustu voru ansi magnaðar og sú staðreynd að maðurinn á ekki hús eða nánast ekkert vegna ástríðu hans á kvikmyndum er mjög merkileg. Ólafur lýsti því hvernig peningahliðin hafi alltaf veriði aukaatriði í myndum sínum og hann einfaldlega barist fyrir því að uppfylla drauma sína. Fjáröflunarleiðir hans voru þó mjög áhugaverðar og fannst mér sagan af því þegar hann fékk styrk frá UEFA upp á milljón á innan við 45 mínútum alveg ótrúlega merkileg.

Ólafur er ekki þessi leikstjóri sem fær allt upp í hendurnar frá kvikmyndasjóði, af hans lýsingu hefur hann sótt ótal sinnum um styrki en aðeins nokkrum sinnum fengið. Þær upphæðir sem hann er að fá fyrir hverja mynd eru einnig hverfandi þar sem hann leggur sín laun og laun nánustu samstarfsmanna að veði við framleiðslu hverrar myndar. Hann er þessi týpíski holdgervingur þess að ef maður bara reynir nógu helvíti mikið þá einhverntímann tekst manni það. Hann er svo mannlegur og líkur okkur sjálfum að það er sjokkerandi, t.d. var hann að lesa viðtalsbók við Lars von Trier og kemst að því að hans rétta nafn er langt frá því að vera Lars von Trier. Okkar maður ákveður að leika sama leik og byrjar að kalla sig Ólaf de Fleur auk fleirri nafna í stutmyndum (Svona til þess að credit listinn virðist ekki of einhæfur). Ótrúlega skemmtilegt var líka að heyra af honum James Cornsmith sem vinnur sem "umboðsmaður" Ólafs og er það klárlega trikk sem mætti nýta sér í framtíðinni. Hann lifir eftir mottóinu "Fake it till you make it" en kristallast sá huganaháttur í credit listanum fyrir stóra planinu þar sem okkar maður skáldar tugi nafna til þess að myndin líti út fyrir að vera meira pro. Þessi aðferð er alveg klárlega að virka og vissulega betri pæling en að hafa sitt nafn í öllum stöðunum.

Vinnuaðferðir Ólafs eru líka merkilegar fyrir þær sakir að ekkert er niðurnjörvað. Er þetta alveg hreint á skjön við það sem leikstjóri Astrópíu sagði okkur, hann lagði mikla áherslu á það handriti ætti að vera alveg gjörsamlega solid og mætti nánast ekkert víkja frá því. Ég veit ekki hvor leiðin hentar betur enda bara séð eina mynd eftir hvorn leikstjóra og verða að viðurkenna það að mér fannst ansi mikið vanta upp á hjá þeim báðum. Ólafur leggur líka ríka áherslu á það að ofkeyra ekki fólkið sem hann vinnur með og er það líklega vegna þess að margir eru að vinna þarna vegna þess að þeir hafa gaman af því ekki endilega vegna fjárhæðanna. Vinnutíminn er fastur frá 9-17 en ekki þessi venjulegi 14 tíma vinna sem er viðgangandi í flestum íslenskum bíómyndum að hans sögn.

Meistararnir í Africa united, þess má geta að ég vann þá í fótbolta 3-0 fyrir fjórum árum

Ólafur er ósköp venjulegur gaur sem fór ekki í neinn sérstakan kvikmyndaskóla heldur lærði þett bara sjálfur "the hard way" hann segist lesa mikið af viðtalsbókum við leikstjóra og nefndi það að Cohen bræður hefðu haft mikil áhrif á hann.

Ólafur hafði ótrúlega mikil áhrif á mig í þessum tíma, ég virkilega fór að íhuga hvort það væri ekki gaman að demba sér bara í þetta eftir skólann og reyna að gera eitthvað á eigin spýtur, en maður á allavega eftir að pæla í því.

Það eins sem fór smá í taugarnar hjá mér var 80% reglan sem hann hafði, þegar hans sagði það leit svolítið út fyrir að hann ætlaði sér að koma sem flestum myndum frá sér en ég skil samt hvað hann er að pæla. Bjössi benti á að þetta væri gamla 80-20 reglan sem er svosem ekkert slæm en fyrir áhorfandann er ekkert svo gaman að heyra þetta.

Trailer úr Queen Raqelu ótrúlega merkileg mynd mæli með trailernum


Við það að heyra hans sýn á myndina batnaði hún í mínum augum, hann var nánast alveg sammála okkur um að myndin vissi ekki alveg hvort hún ætti að vera gamanmynd eða tragedía og fannst mér gott að heyra það frá honum. Einnig viðurkenndi hann að þessi Kung Fu heimspeki var ekki alveg að hitta í mark. Næsta mynd sem hann er að vinna að vakti einnig áhuga minn en hún fjallar um álfa sem nefnast Hringfarar og eiga að vinna góðverk til þess að verða aftur að mönnum, hún á að heita Diary of a circledrawer og hlakka ég til þess að bera hana augum. Ég ætla að ljúka þessu með nokkrum quotom í Ólaf sjálfan sem er nánast það sem hann var að tala um í tímanum hjá okkur.


Quotin hans:

"The more films I make the more human I become - although I seem to use films to interrupt emotional processes. My mission is to widen my own understanding of this sarcastic, over populated, shallow yet rich human society we've all been dumped in for the time being."

Whenever I do a film, it has to have the potential to fail miserably, otherwise it's not worth the walk.

I love the "episode" film-language. There is so much you can do. The Sopranos and The Wire are the far best I've seen. Tremendously unique stuff.

Since the big changes to the films during the late 60s and 70s nearly no one has been able to pull what Coppola, Scorcese, Spielberg, Lucas and the rest created. Few are still trying, like PT Anderson, Trier, Tarantino, Figgis and more ... but the search continues.

Films are not a complicated language, it's a child-like language. Yet children bear the most complexity in the simpleness.

I'm not interested in making money for their sake, not having them has taught me how to survive, now i'd like them to execute tons of ideas.

Tuesday, April 8, 2008

Stóra planið (2008)


Stóra planið er ný íslensk kvikmynd eftir Ólaf Jóhannesson sem var frumsýnd ekki alls fyrir löngu. Hún fjallar um Davíð vonlausan handrukkara / ljóðahöfund/ aumingi sem leikinn er af Pétri Jóhanni. Davíð ætlar að fara að taka til sín innan klíkunnar sem hann er hluti af. Aðferðir hans eru vægast sagt skrítnar og nær hann einhvernveginn að telja sér trú um það að eitthvað mafíósalegend búi í blokkinni hjá honum. Þegar hann segir yfirmanni sínum frá þessu verður uppi fótur og fit. Yfirmaðurinn er leikinn af meistaranum Ingvari E., klíkan segir Davíði að rannsaka þennan kauða og við það fær Davíð aukna ábyrgð innan klíkunnar. Skulum ekki fara nánar í þá sálmana.

Handrit myndarinnar fannst mér vægast sagt skelfilegt og þessi saga bara ótrúlega léleg og skildi lítið sem ekkert eftir. Þetta fáranlega plott var ekki að grípa mig og var maður alltaf að bíða eftir því að eitthvað gerðist sem gerðist aldrei. Ég fékk smá von um að eitthvað myndi gerast eftir hlé þegar einn maður deyr í símanum með nafn Haralds í höndinni, en neinei ekkert verður úr því og heldur sama lognmollan áfram.

Persónur myndarinnar voru þó oftast vel leiknar og ætla ég að hrósa Pétri Jóhanni fyrri nokkuð góðan og sannfærandi leik, hann passar sig á því að detta ekki í grínið en spurning hvort hann hefði mátt það til að hleypa smá lífi í myndina. Hinar persónur myndarinnar fannst mér margar hverjar klisjukenndar og byrja ég á þjóðverjanum. Einn þjóðverji var í klíkunni og er hann leikinn af Stefan C. Schaefer, ég skil veru hans í myndinni hann á að vera þessi fyndna þjóðverja týpa og er það alveg nokkuð augljóst. Þessu markmiði er alls ekki náð, það er bara eitthvað við hann sem er ekki að virka á mig og restina af salnum sem ég var í. Snati sem er leikinn af Benedikt á að vera þessi harði handrukkari sem er samt veiklulegur inn við beinið, sú persónusköpun tekst heldur ekki því að Benedikt verður einfaldlega kjánalegur þegar svoleiðis hlutverk er sett á axlirnar á honum. Hann er betri þegar hann á annaðhvort að vera fyndinn eða alvarlegur ekki hvoru tveggja.

Hefði getað verið skemmtilegur, en það tókst ekki


Sama má segja um Wolfie, þessi maður hefur nánast allt nema línurnar í skemmtilegan karakter

Þegar ég pæli í því er eins og þessi mynd viti ekki hvort hún eigi að vera alvarleg eða ekki. Ef hún á að vera grínmynd sem hefði vissulega virkað betur í miðað við leikaraval þá tókst henni það alls ekki. Ef hún á hinsvegar að vera alvarlega gangster mynd þar sem menn eru drepnir þá tókst henni það heldur ekki. Út kemur eitthvað miðjumoð sem enginn hefur gaman af og má kannski líkja myndinni við nútíma Bollywood myndir sem eru ætlaðar of stórum markhóp en raunveruleikinn er sá að enginn fílar þær.

Útlit myndarinnar fannst mér nánast það eina jákvæða við hana. Kvikmyndatakan var þokkaleg þó svo að menn hafi alveg misst sig í fókusnum í kirkjusenunni. Þar var Davíð að tala við Hilmi Snæ (sem er btw. mjög nettur í sínu hlutverki) inni í kirkju. Davíð er látinn sitja fyrir aftan Hilmi og þeir tala saman. Myndavélin fókusar á víxl á þá og er það gert alltof oft auk þess sem fókusinn kemur stundum og fljótt eða fer of seint. Þegar þeir halda áfram að tala saman eftir að Ingvar E. slæst í hópinn heldur þessi fókusvitleysa áfram og verður það allt saman rosalega kjánalegt.


Ætli þessi meistari þarna á myndavélinni sé ábyrgur fyrir fókusvitleysinu.

Michael Imperioli gaf myndinni ekki neitt.

Þessi mynd hefur allt sem þarf til þess að vera fyndin, Pétur, Eggert Þorleifs, Erpur, Þjóðverjinn, Benedikt og fleiri eru allt fáranlega fyndnar týpur ef þeir fá að njóta sín. Sú er einfaldlega ekki raunin í þessari mynd, útkoman er viðvaningsleg gamanmynd sem kemur fáum til að brosa.


ps. hversu fáranlegt var þetta concept að Davíð átti alltaf að hafa verið að læra eitthvað drasl kung fu á spólu, ég fæ alveg hroll yfir því hvað það var kjánaleg pæling.


Linkur í heimasíðu myndarinnar þar sem nálgast má trailera og gerð myndarinnar:
www.storaplanid.is

Sunday, April 6, 2008

Juno (2007)


Juno er kvikmynd leikstýrð af Jason Reitman en skrifuð af Diablo Cody ekki beint þekktustu nöfnin í bransanum. Jason til varnar leikstýrði hann þó Thank You for Smoking sem fékk góðar viðtökur um allan heim.

Myndin fjallar um 16 ára stelpu að nafni Juno MacGuff sem leikin er af Ellen Page Juno kemst að því í byrjun myndarinnar að hún er ófrísk eftir Paulie Bleeker sem leikinn er af erkilúðanum og eilífðarnördanum Michael Cera sem er væntanlega þekktastur fyrir túlkun sína á George-Micheal Bluth í Arrsted Development þáttunum. Þar leikur hann án ef vandræðalegasta og kjánalegasta gaur sem fyrrifinnst. Michael Cera hefur verið duglegur við það að leika vinalega nörrann undanfarin ár og á hann nánast þann markað. Á síðasta ári kom út myndin Superbad með honum í aðalhlutverki og var hann þá í keimlíku hlutverki, sú mynd var algjör snilld eins og má sjá í færslu minni um hana Superbad (2007).


Foreldrarnir sem ætla að ættleiða barn Juno


Í ómskoðuninni þar sem fæðingalæknirinn var tekinn og étinn

Vandamálin sem fylgja óléttu ungra telpna verða bráðfyndin og hugljúf í myndinni og er þar að þakka ótrúlega skemmtilegum karakter Ellen Page, það er eitthvað við þessa stelpu sem er að meika það. Viðmótið við lífinu og svona almennt öryggi með sjálfa sig er það sem er mjög eftirtektarvert og skemmtilegt að fylgjast með. Orðbragðið hennar og léttleikinn er ótrúlegur, ég er alveg frekar hrifinn af henni greinilega. Allavega þeir sem hafa ekki séð myndina tjékkið bara á þessari klippu.


Juno kemst tvímælalaust í hóp fallegustu mynda sem ég hef séð. Hún lætur mann líða vel þegar maður gengur út af henni. Tónlistin var eftirtektarverð og má þar nefna Belle and Sebastian o.fl. Tónlistin fannst mér rosalega vel í takt við myndina, hún var einföld og oft á tíðum barnaleg sem dýpkaði einfaldlega allan skilninginn á myndinni, auðvitað var þetta barn sem varð ólétt þannig að tónlistin var ekki fjarri lagi.

Saturday, April 5, 2008

Happy end (1966)

Happy end eða Stastny konec eins og hún heitir á Tékknesku er ein rosaleg mynd. Sögurþráðurinn er svo sem ekkert rosalega merkilegur. Myndin fjallar einfaldlega um mann sem drepur konuna sína og lífið hans. Það merkilega er að myndin er öll tekin upp afturábak, ekki svona memento pæling þar sem atriðin er sýnd í öfugri röð heldur er myndin virkilega með öfugum atriðum í öfuga röð. Myndin byrjar á því að maðurinn sem kallaður er Butcher Bedrich Frydrych er í raun afhálshöggvin. Síðan er ævi hans í raun rakin aftur á bak uns hann fer aftur inn í mallann á mömmu sinni.


Posterinn úr DVD útgáfunni




Oldrich Lipsky, leikstjóri myndarinnar hlýtur að hafa verið algjör meistari

Það sem mér fannst sérstaklega skemmtilegt við myndina var að maðurinn var látinn lýsa ævi sinni afturábak og varð þetta oft mjög fyndið. Þar má nefna dæmi þegar hann fór í jarðaför og í huga manns sem er að lifa afturábak snýst jarðarförin að sjálfsögðu upp í andstöðu sína. Einnig hafði ég mikið gaman að því að sjá þegar fólk var að borða eða drekka það verður ansi fáranlegt þegar það er sýnt afturábak. Að brytja niður lík er líka helvíti góð skemmtun svona afturábak.


Framhjáhald kallar aldrei á gott ekki einu sinni afturábak

Myndin er svart/hvít og kemur frá Tékkóslóvakíu, umfjöllun um myndina á netinu er ansi lítil. Mig langaði til þess að fletta henni upp en á erfitt með að finna eitthvað um þetta. Líklega hefur mönnum þótt myndin ekki vera þess verð að fjalla um hana vegna þess hver óvenjuleg hún er. Þetta finnst mér rosalega leiðinlegt, því þessi mynd náði alveg að rugla mig og var þetta alveg ný upplifun í kvikmyndaglápi. Ég ruglaðist t.d. svo mikið að þegar ég þurfti aðeins að bregða mér frá til þess að svara símanum þá var ég farin að hugsa afturábak í smástund. Leikararnir í myndinni hafa örugglega þurft nokkrar tökur í atriðin því að þeir virkilega tala afturábak í mörgum tilfellum.

Hérna er klippa úr myndinni, mæli með að þeir sem hafa ekki séð hana kíki endilega á hana. Sérstaklega skemmtilegt undir lokinn þegar hann stingur sér í vatnið og það er að sjálfsögðu sýn afturábak.



Niðurstaðan er sú að Happy End er snilldarleg gamanmynd og kom alveg ótrúlega mikið á óvart. Upplifunin sem fylgdi henni var skemmtileg og ég get ekki beðið eftir að sjá næstu afturábak mynd.

No country for old men

Það koma stundum myndir sem maður virkilega labbar út af og pælir í næstu vikuna, No country for old men er ein af þeim myndum. Myndin er búin til af þeim Joel og Ethan Coen bræðrum, en þeir hafa getið sér gott orð í bransanum í þó nokkur ár. Coen bræður skrifa, leikstýra og framleiða allar sínar myndir og eiga þeir því nánast allan heiður skilinn fyrir sín verk. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Cormac McCarthy og víkja bræðurnir mjög lítið frá söguþræði bókarinnar.



Coen bræður








Myndin fjallar um Llewelyn Moss sem leikinn er af Josh Brolin. Hann er úti að veiða með riffilinn sinn í farteskinu þegar hann kemur að stað í eyðimörkinni þar sem dópviðskipti höfðu farið fram einhverju áður. Ótrúlegt blóðbað hafði greinilega brotist út og ekkert var á lífi. Moss hugsar sér gott til glóðarinnar og finnur peningana sem átti að nota við viðskiptin, þetta voru 2 milljónir bandaríkjadala og stingur hann af með þá. Moss er samt óheppinn því að á meðan þessu stendur koma menn að honum og ná niður bílnúmerinu og þá var ekki aftur snúið, upp hefst mikill eltingaleikur á milli Moss og Anton Chigurh sem leikinn er af Javier Bardem. Þessi Cigurh auk þess að vera með ótrúlega svalt og hræðilegt vondukalla nafn lifði eftir ákveðnum boðorðum sem flest okkar láta alveg vera að pæla í. Hann trúir því að allt sé fyrirfram ákveðið og lætur eins og einhverskonar guð þegar kemur að því að myrða fólk. Til dæmis má nefna tvö atriði: Fyrra atriðið er þegar hann kemur inn í litlu kjörbúðina. Mig langar einfaldlega að birta hluta úr handritinu til þess að lýsa nákvæmlega hversu mikil vitfirring var í manninum.

Cigurh

...What's the lost you've ever lost on

a coin toss?

Proprietor

Sir?

Chigurh

The most. You ever lost. On a coin toss.

Proprietor

I don't know. I couldn't say.

Chigurh

Call it.

Proprietor

Call it?

Chigurh

Yes.

Proprietor

For what?

Chigurh

Just call it.

Proprietor

Well - we need to know what it is we're

callin for here.

Chigurh

You need to call it. I can't call it

for you. It wouldn't be fair. It wouldn't

even be right.

Proprietor

I didn't put nothin up.

Chigurh

Yes you did. You been putting it up your

whole life. You just didn't know it. You

know what date is on this coin?

Proprietor

No.

Chigurh

Nineteen fifty-eight. It's been trave-

ling twenty-eight years to get here. And

now it's here. And it's either heads or

tails, and you have to say. Call it.

Look... I got to know what I stand to

win.

Chigurh

Everything.

Proprietor

How's that?

Chigurh

You stand to win everything. Call it.

Proprietor

All right. Heads then.

Chigurh

Well done.

He hands it across.

...Don't put it in your pocket.

Proprietor

Sir?

Chigurh

Don't put it in your pocket. It's your

lucky quarter.

Proprietor

...Where you want me to put it?

Chigurh

Anywhere not in your pocket. Or it'll

get mixed in with the others and become

just a coin. Which it is.



Þessi sena var alveg ótrúleg þó að ekkert hafi í raun gerst þ.e. hryllingslega séð þá skynjaði maður samt hversu ótrúlega klikkaður þessi félagi var. Hitt atriðið var þegar hann drap konu Moss, þar segir hann að hann hafi gefið loforð um það að hann myndi drepa konu Moss.
                               Chigurh
               Your husband had the opportunity to 
               remove you from harm's way. Instead, 
               he used you to try to save himself.








Hinar persónurnar í myndinni finnst mér ekki nauðsynlegt að nefna enginn þeirra kemst nálægt þeirri snilld sem leynist í persónu Javier Bardem. Það sem gerir hann svona óhugnalegan var að mínu mati þessi vottur af hreimi sem maður fann fyrir, djúpa röddin og að sjálfsögðu bara hvað hann er stór að vexti ekki skemmdi síðan kindabyssan fyrir.

Bíóferðin sem slík var samt alger hryllingur sýningarstjórinn eða hver sem sér um að rúlla vélinni hefði ekki getað valið verri tíma til þess að skella hléi á og eyðilagði það upplifunina þvílíkt. Ákveðið var að skella á hléi í mest spennandi senunni í myndinn þegar Cigurh kemur að Moss inni á hótelherberginu og Moss hendir sér út um gluggann. Þetta tók mann alveg úr takti í myndinni.

Það sem var líka merkilegt við þessa mynd að aðeins eru 16 mínútur af tónlist í myndinni og er drjúgur hluti hennar notaður í credit listann. Sú tónlist sem er notuð tekur maður einnig mjög lítið eftir. Þegar ég horfði á myndin tók ég ekkert eftir því að það væri svona lítil tónlist, en sannleikurinn er bara sá að það þurfti enga tónlist til þess að byggja upp spennu eins og svo oft þarf. Myndatakan sá að einhverjum hluta um þá spennu sem tónlist á að hafa í kvikmynd og sinnti þeirri stöðu bara vel. Ég gef myndinn 8,5 af 10 mögulegum.

Sunday, March 30, 2008

Brúðguminn (2008)

Brúðguminn er íslensk gamanmynd, jáhh þetta er semsagt íslensk mynd sem er fyndin og skemmtileg. Hún fjallar ekki um þunglyndi vetursins né hversu leiðinlegt það er að búa á þessu landi. Myndin er hreinræktuð skemmtimynd og hafa slíkar ekki sést hér síðan Sódóma og Líf(Dalalíf, Löggulíf og Nýtt líf) myndirnar voru og hétu. Það gæti reyndar verið að myndir eins og Stella í framboði hafi týnst þarna inn á milli en í guðanna bænum hún kemst nú ekki með tærnar þar sem þessar myndir hafa hælanna.

Þröstur Leó fer af kostum hér stendur hann við eina Taxann í Flatey.

Brúðguminn er lauslega byggð á leikritinu Ívanov eftir Anton Tsjekhov. Það voru þeir kumpánar Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson sem sáu um að sjóða saman handritið og síðan voru öll herlegheitin tekin upp í Flatey.


Myndin fjallar um hann Jón sem leikinn er af Hilmi Snæ sem er okkar besti leikari um þessar mundir. Þessi Jón er að fara að kvænast í annað sinn og er sú heppna helmingi yngri en hann og var auk þess nemandi hjá honum í Háskólanum. Brúðkaupið á að halda í Flatey á Breiðafirði og er sú staðsetning ótrúlega skemmtileg fyrir bíómynd og glæðir myndina skemmtilegu lífi. Tilvonandi tengdaforeldrar Jóns eru ekki parsáttir með þetta og raunar fleiri eyjaskeggjar svo sem presturinn sem er leikinn af Ólafi sjálfum. Þegar allt fer í gang verður Brúðguminn óviss um hvort hann eigi að ganga í gegn með þetta. Inn í myndina fléttast brot úr síðasta sambandi Jóns en þá hafði hann tekið sér ársleyfi frá kennslu og flust með fyrrverandi konu sinni út í Flatey. Allt blandast þetta saman og út kemur einn heljarinnar farsi sem allir eiga að hafa gaman af.


Sumarnóttin í Flatey er greinilega yndisleg.

Skemmtilegustu karakterarnir eru að mínu mati leiknir af Þresti Leó og Ólafi Darra og eiga þeir að vera vinir hans Jóns, einnig kemur presturinn skemmtilega óhress og neikvæður inn í þetta. Í sjálfu sér er Jón ekki mjög fyndin og er hann í þvílíkri tilvistarkreppu alla myndina og heldur sig alveg frá gríninu á meðan hinir halda uppi gríninu. Tökustaðurinn fannst mér frábær eins og ég hef áður minnst á og er það bara eitthvað við þetta rosalega litla samfélag sem heillar mig við myndina.
Ekki slæmt að taka bíómynd við þessar aðstæður

Þeir sem eru áhugasamir um töku myndarinnar og fleira í kringum það bendi ég á síðuna http://www.flateyjarblogg.blog.is./blog/flateyjarblogg/ þar sem Ólafur Egill Egilsson sá um að blogga á meðan tökum stóð og er þar urmull af myndum af tökustað.

Saturday, March 29, 2008

Be kind rewind (2008)

You name it we shoot it!

Þegar ég kíkti á imdb áður en ég fór í bíó á þessa mynd munaði minnstu að ég hætti við för mína. Plottið á imdb fannst mér hreint út sagt fáranlegt og var ég efins um að fara á þessa mynd í bíó. Það sem stendur á imdb.com er.

"A man whose brain becomes magnetized unintentionally destroys every tape in his friend's video store. In order to satisfy the store's most loyal renter, an aging woman with signs of dementia, the two men set out to remake the lost films."
Starfslið leigunnar

Fyrsta línan er allavega ekki að grípa mig alveg nógu vel en ég ákvað þó að dæma innihaldið ekki af kápunni og ákvað að skella mér. Myndin fjallar um tvo félaga sem taka við rekstri vídjóleigu. Eigandi vídjóleigunnar ákvað að skella sér í könnunarferð til þess að sjá hvernig rekstri vídjóleigu sem gekk vel var háttað. Á meðan treysti hann Mike leiknum á Mos Def fyrir leigunni með því eina skilyrði að vinur hans Jerry (Jack Black) mætti ekki koma inn í búðina. Að sjálfsögðu eru skilaboðin eitthvað rangtúlkuð og kemur Jerry inn á leigunni eftir "sabotage" mission á einhverri spennistöð sem staðsett er við hliðiná trailernum hans. Hann viðurkennir það síðan að spennistöðin hafi "sabotageað" honum og varð hann því ansi rafmagnaður og eyðileggur þar af leiðandi allar spólurnar á vídjóleigunni. Nú voru góð ráð dýr og gripu félagarnir til þess að taka upp myndirnar sem kúnnarnir bjuggu til. Myndirnar urðu flestar fáranlega fyndnar og voru að sjálfsögðu gerðar við afar frumstæð skilyrði. Þetta heppnaðist svo vel að kúnnarnir fóru að hrannast upp og peningarnir að flæða í kassann.

Myndin er ótrúlega fyndin og er ótrúlega fáranleg í öllu tilliti. Það sem mér fannst skemmtilegast var hversu fáranlega góð atriðin voru þegar þeir voru að mynda þessar heimagerðu myndir sem þeir unnu að. Lion King, Gostbusters, Rush Hour 2 og allar þessar myndir heppnuðust ekkert smá vel í þeirra endurgerð. Einfaldleikinn var í fyrirrúmi og var teppi með landslagi t.d. notað í háloftasenunum.



Leikstjóri myndarinnar Micheal Gondry er væntanlega þekktastur fyrir mynd sína Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Science des rêves, La ( The science of sleep). Ég hef séð þá fyrrnefndu og hafði mjög gaman af. Jim Carrey fór að kostum í eina alvarlega hlutverkinu sem ég hef séð hann í hingað til. Micheal Gondry bregst ekki bogalistin í þessari mynd heldur. Hvað varðar leikaranna þá er nú ekki hægt að setja út á neinn þeirra að nokkru viti. Jack Black er nú eins og hann er kannski svolítið oft í sama karakternum en ég fíla hann og er það líklega það sem hver gerir einfaldlega upp við sig. Mos Def hef ég ekki séð í öðrum myndum en mér finnst hann koma ágætlega út úr þessari.
Ghostbusters eftirherman var óborganleg

Niðurstaðan er sú að Be kind Rewind er snilld sem lætur mann ganga út með bros á vör.

Tuesday, March 25, 2008

The Rainmaker (1997)

The Rainmaker er gerð eftir samnefndri bók eftir John Grisham. Grisham þessi hefur verið iðinn við skáldsagnagerð og virðist sérhæfa sig í bókum um lögfræðinga og réttarsalinn. Sem dæmi má nefna Runaway Jury sem er nokkuð góð mynd að mínu mati, fjallar um kviðdómendur í byssumáli í bandaríkjunum og baráttu eins af kviðdómendunum um að fá byssufyrirtæki loksins sektað. Eitt atriði verð ég líka að minnast á í Runaway Jury og spyr hvort einhver hafi tekið eftir því, upphafsatriðið þegar vaðið er inn með byssuna inn í skrifstofubyggingu fannst mér ótrúlega átakanlegt og vil ég endilega heyra frá einhverjum sem er annaðhvort ósammála mér eða er sama sinnis. Einnig má minnast á The Firm sem er einnig eftir Grisham þar sem Tom Cruise lék aðalhlutverkið, sú mynd nær samt ekki sömu hæðum og bókin sem er mjög góð að mínu mati.

FirmaðRunaway Jury (afsaka það að ég hef enga stjórn á þessum myndum sem fylgja hérna með


En nóg um Grisham vin okkar, víkjum nú að myndinni sem ég sá. The Rainmaker fjallar um þennan týpíska unga lögfræðing sem er að reyna að skapa sér nafn í lögfræði heiminum. Hann byrjar að sjálfsögðu á einhverri crappy firmi sem lendir í klandri og öllum er sagt upp. Hann hefur samt nokkur mál sem hann hefur verið að vinna í og dregur hann einn af lögfræðingunum með sér til hjálpar. Sá mæti maður er leikinn af engum öðrum en Danni DeVito sem er náttla hreinræktaður dvergur og mikill snillingur í þessu lögfræðingahlutverki. Málið sem þeir taka að sér er líka svolítið viðkvæmt og fjallar um strák sem er með hvítblæði. Þetta snýst um það að tryggingafyrirtæki hefur ekki staðið sig alveg nógu vel í því að borga fyrir læknismeðferð sem hefði bjargað honum. Að sjálfsögðu gengur allt vel hjá okkar manni og kemur jafnvel kafli með svona hetjutónlist og látum þar sem allt gengur alveg rosalega vel. Okkar maður vinur síðan málið og tryggingaaularnir þurfa að borga sinn skerf til fjölskyldunnar.





Myndin fær plús fyrir að vera virkilega hress á köflum sem er sjaldgæft með þungar lögfræðimyndir. Einnig fannst mér athugavert að lesa um myndina en hún kemur út skömmu áður en Matt Damon ( sem já fer með aðalhlutverkið, trúi ekki að ég hafi gleymt að segja það) leikur í Good Will Hunting sem er klárlega myndin sem kom honum á kortið. Þegar ég pæli ég því þá eru persónurnar sem hann leikur í þessari mynd og síðan í goodl will hunting alveg frekar líkar. Það gefur auga leið að þeir eru báðir ungir og svona en það er meira því sami lífsþrótturinn og framsæknin og einhvernveginn hæfileikarnir sem drengirnir í þessum tveimur myndum hafa er keimlíkur. Myndin verður á köflum ágætisklisja en það er nú allt í lagi svona inn á milli. Ég var bara ágætlega sáttur með þessa mynd og hún er þokkalegasta afþreying. 7/10 mögulegum.

Monday, March 3, 2008

Oldboy (2003)

Oldboy er Suður-Kóresk mynd framleidd árið 2003. Leikstjóri hennar er Chan-wook Park.
Þessi mynd er sú rosalegasta sem ég hef séð í kvikmyndafræðitímum frá því að ég byrjaði og jafnvel sú rosalegasta sem ég hef einfaldlega séð.


Gægist úr prísund sinni





Núna á að lúska á einhverjum sem gerði manni illt



Myndin fjallar um mann sem er haldið í fangelsi í fimmtán ár af því er virðist engri ástæðu. Áhorfandinn hefur enga hugmynd hvers vegna maður sætir þessari meðferð en seinna ímyndinni kemur það íljós. Það sem gerir þessa mynd að því sem hún er er sagan. Sagan er ein sú geðbilaðasta sem ég hef heyrt og þegar allt er komið fram í myndinni er maður orðinn brjálaður, farinn að reyta hár sitt og hvaðeina. Þessi ótrúlega sterka saga kemur líka öll heim og saman í einu atriði í lok myndar þegar aðalpersónan er látin skoða albúm sem af því er virðist eru myndir af einhverri stúlku. Þar kemst hann síðan að þeirri rosalegu pínlegu staðreynd að hann hafði sængað hjá dóttur sinni að tilstuðlan „vonda kallsins“.

Allt sem tengist á einhvern hátt pyntingum á munni eða tungu er alveg hrikalega erfitt að horfa að mínu mati.

Þó svo að sagan sé svona magnþrungin þá eru fleiri þættir myndarinnar einnig til fyrirmyndar og bar þar mest á leiknum sem mér fannst alveg fruntagóður. Kannski það eina sem fór smá í mig var að vondi kallinn var leikinn af svo ungum manni og svona.. óreyndum að mér fannst og mér fannst svona eins og hann væri ekki þess megnugur að framkvæma það sem hann gerði. Hann er einhver svona pretty boy sem á ótrúlega mikið af peningum og manni finnst ótrúlegt að hann sé ennþá að hugsa um svona smávægilegan atburð eins og þetta atvik íæsku sem hrinti öllu af stað. En sú pæling að hann sé svona hrikalega langrækinn er vissulega kúl útaf fyrir sig

Bardagasenurnar fannst mér einnig ágætar þó ekkert mikið meira en það, flestar voru þær ansi ótrúverðugar og skrítnar, en við verðum að taka með inn íreikninginn að hetjan okkar var búinn að vera að æfa stíft í15 ár fyrir hefnd á einhverjum sem hann vissi ekki einu sinni hver var.




Besta atriðiðið í myndinni var án nokkurs vafa lokaatriðið í háhýsinu þegar okkar maður kemst að hinu eina og sanna. Atriðið er átakanlegt, vitfirrt og ótrúlegt maðurinn gefur sig á vald vonda mannsins og sker af sér tunguna. Þetta var hreint út sagt rosalegt.

Ég gef þessari mynd 8.5/10 mögulegum og á hún það vel skilið.

Tuesday, February 19, 2008

Hold up down (2005)

Hold up down var hin hressasta mynd, mjög fyndin og sniðug satt að segja. Get svosem ekki sagt mikið um hana bara virkilega góð afþreying. Þessar síðustu tuttugu mínútur fóru hins vegar fyrir ofan garð og neðan en ég sofnaði bara, þær voru nú hreint út sagt alveg skelfilegar. Hefðum alveg getað hætt að horfa bara. En það er alveg á hreinu að japanarnir kunna að gera ansi gott grín. Vá það er bara ekki hægt að tala meira um þessa mynd. Skella inn mynd bara jáaa...Hold up down, þetta plakat er alveg að minna mig á það hverstu grilluð þessi mynd var. Snilld.

Monday, January 21, 2008

I am Legend (2007)

Skólavörðustígurinn á meðan tökum stóð

Gamli Will Smith sem gamla goðsögnin, þessi mynd er helvíti hress, ég er alveg að fíla þessa eini gæinn í heiminum pælingu allt svo töff við það. Byrjun myndarinnar er líka alveg geðveik allt svo fagurt og frítt. Í þessari mynd koma Zombiearnir síðan sterkir inn gott að sjá bara sem minnst af þeim það byggir upp spennuna.

Síðan var ég líka að pæla hvernig þetta er allt tekið upp auð New York hlýtur að vera þvílíkt vinna í tölvu maður og líka ótrúlega vel gerð sú vinna kannski ekki jafngaman að leika þetta eins og þetta lítur út á skjánum :P . Jæja ég ætla að skella á hana 7,5 af 10.

Wednesday, January 16, 2008

Mississippi Burning (1988)

Jahá, sama ár og ég fæddist var þessi mynd gerð schnelld.. En já Mississippi Burning fjallar um leit tveggja lögreglumanna að morðingja/morðingjum þriggja svartra stráka í litlum smábæ í suðurríkjunum. Myndin á að gerast árið 1964 en á þeim tíma var svörtum enn mjög mismunað í suðurríkjunum, myndin nær mjög vel að sýna manni þann tíðaranda sem var við líði í bænum. Til að mynda segir enginn orð við lögregluna þó svo að þeim finnist þau eiga að segja eitthvað.

Kjéllarnir

Myndin er svolítið tekin í fréttamannastíl og gerir það hana ennþá áhrifameiri og trúverðugri að mér finnst. Niðurstaða ansi góð mynd sem ég mæli með.