Sunday, April 6, 2008
Juno (2007)
Juno er kvikmynd leikstýrð af Jason Reitman en skrifuð af Diablo Cody ekki beint þekktustu nöfnin í bransanum. Jason til varnar leikstýrði hann þó Thank You for Smoking sem fékk góðar viðtökur um allan heim.
Myndin fjallar um 16 ára stelpu að nafni Juno MacGuff sem leikin er af Ellen Page Juno kemst að því í byrjun myndarinnar að hún er ófrísk eftir Paulie Bleeker sem leikinn er af erkilúðanum og eilífðarnördanum Michael Cera sem er væntanlega þekktastur fyrir túlkun sína á George-Micheal Bluth í Arrsted Development þáttunum. Þar leikur hann án ef vandræðalegasta og kjánalegasta gaur sem fyrrifinnst. Michael Cera hefur verið duglegur við það að leika vinalega nörrann undanfarin ár og á hann nánast þann markað. Á síðasta ári kom út myndin Superbad með honum í aðalhlutverki og var hann þá í keimlíku hlutverki, sú mynd var algjör snilld eins og má sjá í færslu minni um hana Superbad (2007).
Vandamálin sem fylgja óléttu ungra telpna verða bráðfyndin og hugljúf í myndinni og er þar að þakka ótrúlega skemmtilegum karakter Ellen Page, það er eitthvað við þessa stelpu sem er að meika það. Viðmótið við lífinu og svona almennt öryggi með sjálfa sig er það sem er mjög eftirtektarvert og skemmtilegt að fylgjast með. Orðbragðið hennar og léttleikinn er ótrúlegur, ég er alveg frekar hrifinn af henni greinilega. Allavega þeir sem hafa ekki séð myndina tjékkið bara á þessari klippu.
Juno kemst tvímælalaust í hóp fallegustu mynda sem ég hef séð. Hún lætur mann líða vel þegar maður gengur út af henni. Tónlistin var eftirtektarverð og má þar nefna Belle and Sebastian o.fl. Tónlistin fannst mér rosalega vel í takt við myndina, hún var einföld og oft á tíðum barnaleg sem dýpkaði einfaldlega allan skilninginn á myndinni, auðvitað var þetta barn sem varð ólétt þannig að tónlistin var ekki fjarri lagi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Fín færsla. 6 stig.
Post a Comment