Rémy Belvaux | ||
André Bonzel | ||
Benoît Poelvoorde |
Myndin fjallar um raðmorðingjan Ben sem lætur svo sannarlega ekkert stoppa sig í sinni iðju. Í för með honum er hinir tveir leikstjórar myndarinnar sem eru að gera heimildamynd um Ben. Myndin byrjar á mjög svo skemmtilegum lýsingum Ben á því hvernig sé best að sökkvar líkum í vatni. Ben talar iðulega við myndavélina og er oft að deila visku sinni og ljóðum með okkur áhorfendunum. Það sem vekur mestan viðbjóð í þessari mynd var líklega hversu hversdagslegt þetta var allt saman.
Leikurinn er hreint út sagt frábær hjá öllum í myndinni. Sérstaklega má hrósa fjölskyldu Ben en skv. IMDB vissi hún ekki hvað var í gangi þegar á tökum stóð og verður leikurinn líklega ennþá raunverulegri fyrir vikið. Þeir kvikmyndagerðarmenn Remy og André þróast líka rosalega í gegnum myndina og er það til hins verra því vitfirring Ben smitar auðveldlega út frá sér og áður en maður veit af eru þeir kumpánar farnir að nauðga og drepa rétt eins og meistarinn.
Þegar maður horfir á brot úr þessari mynd aftur fer maður að efast um geðheilsu mannsins sem leikur Ben og hvort hann sé yfirleitt að leika neitt svo raunverulegt er þetta.
Þessi mynd fannst mér ekki góð verð ég að segja umm, ég reyndar sofnaði örlítið yfir henni en held samt að ég hafi ekki misst af nema kannski einu morði. Ég gef myndinni 6/10.
1 comment:
5 stig.
Post a Comment