Monday, April 14, 2008

Raging bull (1980)


Raging Bull leikstýrt af hinum goðsagnakennda Martin Scorsese fjallar um líf millivigtar-boxarans Jake LaMotta sem leikinn er af Robert De Niro. Jake er metnaðarfullur boxari sem lætur fátt stöðva sig í leið að frama í hringnum. Hans miklar ástríða brýst ekki aðeins fram í boxhringnum heldur einnig í heimilislífi Jakes og fær kona hans oft að finna almennilega fyrir því. Saga Jake er rakin frá hátindi ferils hans þar til hann líður undir lok. Öfundsýki, bræði og vitfirring leiða boarann á vit ótrúlegrar gremju, og tekst honum að ýta öllum þeim sem þykir vænt um hann út úr lífi sínu með því að koma virkilega illa fram við það. Til dæmi má nefna það að hann grunaði bróður sinn sem leikinn er af Joe Pesci um að hafa sofið hjá konunni sinni og lúskrar á honum fyrir framan konu bróðursins og börn. Þetta atriði fullvissar mann í þeirri trú að maður sé gjörsamlega genginn af göflunum og sé ekki viðbjargandi.

Fyrsta klukkutíma myndarinnar vissi ég ekki alveg hvernig þessi mynd var að þróast og beið ég allan tímann eftir að eitthvað myndi gerast. Þegar leið á annan klukkutímann fór þetta að skýrast og það rann upp fyrir mér að myndin ætti einfaldlega að fjalla um þennan mann og leið hans til glötunar. Myndin var nokkuð þung til að byrja með því hún hefur ekki þessa týpísku uppbyggingu boxmyndar sem ég átti allavega von á.

Helvítis bankari

Leikur Robert De Niro var frábær. Og má segja að allt yfirbragð myndarinnar sé til fyrirmyndar. Ég var líka mjög sáttur við Joe Pesci en hann kannaðist maður nú við úr gömlu Home Alone myndunum þar sem hann fór af kostum.

Myndin í heild sinni olli mér vonbrigðum, hvort sem það voru væntingar mínar til hennar því Bóbó sagði að hún væri æði eða hvort hún var bara virkilega skrítin í uppbyggingu og náði ekki að halda í mig veit ég ekki. Allavega ætla ég að skella á hana 6,5/10. Það er alltaf erfitt að gefa mynd sem á að vera þvílíkt góð svona lága einkunn en svona er þetta.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætisfærsla. Soldið mikið af innsláttarvillum þarna til að byrja með.
5 stig.