Thursday, April 10, 2008

Heimsókn Olaf de fleur (Ólafs Jóhannessonar)



Í fyrstu sýn virðist Ólafur vera ósköp venjulegur leikstjóri sem er ekki gæddur neinum óvenjulegum leikstjórnarhugmyndum. Þegar maður fer að kynnast honum og fær að heyra leið hans upp stigann þá lærir maður hægt og hægt að skilja hversu mikinn áhuga hann hefur á því sem hann er að gera. Lýsingar hans á fyrstu verkum sínum og þeim síðustu voru ansi magnaðar og sú staðreynd að maðurinn á ekki hús eða nánast ekkert vegna ástríðu hans á kvikmyndum er mjög merkileg. Ólafur lýsti því hvernig peningahliðin hafi alltaf veriði aukaatriði í myndum sínum og hann einfaldlega barist fyrir því að uppfylla drauma sína. Fjáröflunarleiðir hans voru þó mjög áhugaverðar og fannst mér sagan af því þegar hann fékk styrk frá UEFA upp á milljón á innan við 45 mínútum alveg ótrúlega merkileg.

Ólafur er ekki þessi leikstjóri sem fær allt upp í hendurnar frá kvikmyndasjóði, af hans lýsingu hefur hann sótt ótal sinnum um styrki en aðeins nokkrum sinnum fengið. Þær upphæðir sem hann er að fá fyrir hverja mynd eru einnig hverfandi þar sem hann leggur sín laun og laun nánustu samstarfsmanna að veði við framleiðslu hverrar myndar. Hann er þessi týpíski holdgervingur þess að ef maður bara reynir nógu helvíti mikið þá einhverntímann tekst manni það. Hann er svo mannlegur og líkur okkur sjálfum að það er sjokkerandi, t.d. var hann að lesa viðtalsbók við Lars von Trier og kemst að því að hans rétta nafn er langt frá því að vera Lars von Trier. Okkar maður ákveður að leika sama leik og byrjar að kalla sig Ólaf de Fleur auk fleirri nafna í stutmyndum (Svona til þess að credit listinn virðist ekki of einhæfur). Ótrúlega skemmtilegt var líka að heyra af honum James Cornsmith sem vinnur sem "umboðsmaður" Ólafs og er það klárlega trikk sem mætti nýta sér í framtíðinni. Hann lifir eftir mottóinu "Fake it till you make it" en kristallast sá huganaháttur í credit listanum fyrir stóra planinu þar sem okkar maður skáldar tugi nafna til þess að myndin líti út fyrir að vera meira pro. Þessi aðferð er alveg klárlega að virka og vissulega betri pæling en að hafa sitt nafn í öllum stöðunum.

Vinnuaðferðir Ólafs eru líka merkilegar fyrir þær sakir að ekkert er niðurnjörvað. Er þetta alveg hreint á skjön við það sem leikstjóri Astrópíu sagði okkur, hann lagði mikla áherslu á það handriti ætti að vera alveg gjörsamlega solid og mætti nánast ekkert víkja frá því. Ég veit ekki hvor leiðin hentar betur enda bara séð eina mynd eftir hvorn leikstjóra og verða að viðurkenna það að mér fannst ansi mikið vanta upp á hjá þeim báðum. Ólafur leggur líka ríka áherslu á það að ofkeyra ekki fólkið sem hann vinnur með og er það líklega vegna þess að margir eru að vinna þarna vegna þess að þeir hafa gaman af því ekki endilega vegna fjárhæðanna. Vinnutíminn er fastur frá 9-17 en ekki þessi venjulegi 14 tíma vinna sem er viðgangandi í flestum íslenskum bíómyndum að hans sögn.

Meistararnir í Africa united, þess má geta að ég vann þá í fótbolta 3-0 fyrir fjórum árum

Ólafur er ósköp venjulegur gaur sem fór ekki í neinn sérstakan kvikmyndaskóla heldur lærði þett bara sjálfur "the hard way" hann segist lesa mikið af viðtalsbókum við leikstjóra og nefndi það að Cohen bræður hefðu haft mikil áhrif á hann.

Ólafur hafði ótrúlega mikil áhrif á mig í þessum tíma, ég virkilega fór að íhuga hvort það væri ekki gaman að demba sér bara í þetta eftir skólann og reyna að gera eitthvað á eigin spýtur, en maður á allavega eftir að pæla í því.

Það eins sem fór smá í taugarnar hjá mér var 80% reglan sem hann hafði, þegar hans sagði það leit svolítið út fyrir að hann ætlaði sér að koma sem flestum myndum frá sér en ég skil samt hvað hann er að pæla. Bjössi benti á að þetta væri gamla 80-20 reglan sem er svosem ekkert slæm en fyrir áhorfandann er ekkert svo gaman að heyra þetta.

Trailer úr Queen Raqelu ótrúlega merkileg mynd mæli með trailernum


Við það að heyra hans sýn á myndina batnaði hún í mínum augum, hann var nánast alveg sammála okkur um að myndin vissi ekki alveg hvort hún ætti að vera gamanmynd eða tragedía og fannst mér gott að heyra það frá honum. Einnig viðurkenndi hann að þessi Kung Fu heimspeki var ekki alveg að hitta í mark. Næsta mynd sem hann er að vinna að vakti einnig áhuga minn en hún fjallar um álfa sem nefnast Hringfarar og eiga að vinna góðverk til þess að verða aftur að mönnum, hún á að heita Diary of a circledrawer og hlakka ég til þess að bera hana augum. Ég ætla að ljúka þessu með nokkrum quotom í Ólaf sjálfan sem er nánast það sem hann var að tala um í tímanum hjá okkur.


Quotin hans:

"The more films I make the more human I become - although I seem to use films to interrupt emotional processes. My mission is to widen my own understanding of this sarcastic, over populated, shallow yet rich human society we've all been dumped in for the time being."

Whenever I do a film, it has to have the potential to fail miserably, otherwise it's not worth the walk.

I love the "episode" film-language. There is so much you can do. The Sopranos and The Wire are the far best I've seen. Tremendously unique stuff.

Since the big changes to the films during the late 60s and 70s nearly no one has been able to pull what Coppola, Scorcese, Spielberg, Lucas and the rest created. Few are still trying, like PT Anderson, Trier, Tarantino, Figgis and more ... but the search continues.

Films are not a complicated language, it's a child-like language. Yet children bear the most complexity in the simpleness.

I'm not interested in making money for their sake, not having them has taught me how to survive, now i'd like them to execute tons of ideas.

4 comments:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 8 stig.

Áttu þetta samt ekki að vera englar frekar en álfar?

Siggi Palli said...

Þú ert kominn með 79½ stig á vorönn.

Björn Brynjúlfur said...

misseri, siggi palli, misseri ;)

Marinó Páll said...

Jú með þessa engla, þetta er tómt þvaður í mér held ég.