Saturday, April 5, 2008

Happy end (1966)

Happy end eða Stastny konec eins og hún heitir á Tékknesku er ein rosaleg mynd. Sögurþráðurinn er svo sem ekkert rosalega merkilegur. Myndin fjallar einfaldlega um mann sem drepur konuna sína og lífið hans. Það merkilega er að myndin er öll tekin upp afturábak, ekki svona memento pæling þar sem atriðin er sýnd í öfugri röð heldur er myndin virkilega með öfugum atriðum í öfuga röð. Myndin byrjar á því að maðurinn sem kallaður er Butcher Bedrich Frydrych er í raun afhálshöggvin. Síðan er ævi hans í raun rakin aftur á bak uns hann fer aftur inn í mallann á mömmu sinni.


Posterinn úr DVD útgáfunni




Oldrich Lipsky, leikstjóri myndarinnar hlýtur að hafa verið algjör meistari

Það sem mér fannst sérstaklega skemmtilegt við myndina var að maðurinn var látinn lýsa ævi sinni afturábak og varð þetta oft mjög fyndið. Þar má nefna dæmi þegar hann fór í jarðaför og í huga manns sem er að lifa afturábak snýst jarðarförin að sjálfsögðu upp í andstöðu sína. Einnig hafði ég mikið gaman að því að sjá þegar fólk var að borða eða drekka það verður ansi fáranlegt þegar það er sýnt afturábak. Að brytja niður lík er líka helvíti góð skemmtun svona afturábak.


Framhjáhald kallar aldrei á gott ekki einu sinni afturábak

Myndin er svart/hvít og kemur frá Tékkóslóvakíu, umfjöllun um myndina á netinu er ansi lítil. Mig langaði til þess að fletta henni upp en á erfitt með að finna eitthvað um þetta. Líklega hefur mönnum þótt myndin ekki vera þess verð að fjalla um hana vegna þess hver óvenjuleg hún er. Þetta finnst mér rosalega leiðinlegt, því þessi mynd náði alveg að rugla mig og var þetta alveg ný upplifun í kvikmyndaglápi. Ég ruglaðist t.d. svo mikið að þegar ég þurfti aðeins að bregða mér frá til þess að svara símanum þá var ég farin að hugsa afturábak í smástund. Leikararnir í myndinni hafa örugglega þurft nokkrar tökur í atriðin því að þeir virkilega tala afturábak í mörgum tilfellum.

Hérna er klippa úr myndinni, mæli með að þeir sem hafa ekki séð hana kíki endilega á hana. Sérstaklega skemmtilegt undir lokinn þegar hann stingur sér í vatnið og það er að sjálfsögðu sýn afturábak.



Niðurstaðan er sú að Happy End er snilldarleg gamanmynd og kom alveg ótrúlega mikið á óvart. Upplifunin sem fylgdi henni var skemmtileg og ég get ekki beðið eftir að sjá næstu afturábak mynd.

1 comment:

Siggi Palli said...

.gits 7 :dnym asseþ ðiv tkat í romúhanájk ámS