Saturday, April 5, 2008

No country for old men

Það koma stundum myndir sem maður virkilega labbar út af og pælir í næstu vikuna, No country for old men er ein af þeim myndum. Myndin er búin til af þeim Joel og Ethan Coen bræðrum, en þeir hafa getið sér gott orð í bransanum í þó nokkur ár. Coen bræður skrifa, leikstýra og framleiða allar sínar myndir og eiga þeir því nánast allan heiður skilinn fyrir sín verk. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Cormac McCarthy og víkja bræðurnir mjög lítið frá söguþræði bókarinnar.



Coen bræður








Myndin fjallar um Llewelyn Moss sem leikinn er af Josh Brolin. Hann er úti að veiða með riffilinn sinn í farteskinu þegar hann kemur að stað í eyðimörkinni þar sem dópviðskipti höfðu farið fram einhverju áður. Ótrúlegt blóðbað hafði greinilega brotist út og ekkert var á lífi. Moss hugsar sér gott til glóðarinnar og finnur peningana sem átti að nota við viðskiptin, þetta voru 2 milljónir bandaríkjadala og stingur hann af með þá. Moss er samt óheppinn því að á meðan þessu stendur koma menn að honum og ná niður bílnúmerinu og þá var ekki aftur snúið, upp hefst mikill eltingaleikur á milli Moss og Anton Chigurh sem leikinn er af Javier Bardem. Þessi Cigurh auk þess að vera með ótrúlega svalt og hræðilegt vondukalla nafn lifði eftir ákveðnum boðorðum sem flest okkar láta alveg vera að pæla í. Hann trúir því að allt sé fyrirfram ákveðið og lætur eins og einhverskonar guð þegar kemur að því að myrða fólk. Til dæmis má nefna tvö atriði: Fyrra atriðið er þegar hann kemur inn í litlu kjörbúðina. Mig langar einfaldlega að birta hluta úr handritinu til þess að lýsa nákvæmlega hversu mikil vitfirring var í manninum.

Cigurh

...What's the lost you've ever lost on

a coin toss?

Proprietor

Sir?

Chigurh

The most. You ever lost. On a coin toss.

Proprietor

I don't know. I couldn't say.

Chigurh

Call it.

Proprietor

Call it?

Chigurh

Yes.

Proprietor

For what?

Chigurh

Just call it.

Proprietor

Well - we need to know what it is we're

callin for here.

Chigurh

You need to call it. I can't call it

for you. It wouldn't be fair. It wouldn't

even be right.

Proprietor

I didn't put nothin up.

Chigurh

Yes you did. You been putting it up your

whole life. You just didn't know it. You

know what date is on this coin?

Proprietor

No.

Chigurh

Nineteen fifty-eight. It's been trave-

ling twenty-eight years to get here. And

now it's here. And it's either heads or

tails, and you have to say. Call it.

Look... I got to know what I stand to

win.

Chigurh

Everything.

Proprietor

How's that?

Chigurh

You stand to win everything. Call it.

Proprietor

All right. Heads then.

Chigurh

Well done.

He hands it across.

...Don't put it in your pocket.

Proprietor

Sir?

Chigurh

Don't put it in your pocket. It's your

lucky quarter.

Proprietor

...Where you want me to put it?

Chigurh

Anywhere not in your pocket. Or it'll

get mixed in with the others and become

just a coin. Which it is.



Þessi sena var alveg ótrúleg þó að ekkert hafi í raun gerst þ.e. hryllingslega séð þá skynjaði maður samt hversu ótrúlega klikkaður þessi félagi var. Hitt atriðið var þegar hann drap konu Moss, þar segir hann að hann hafi gefið loforð um það að hann myndi drepa konu Moss.
                               Chigurh
               Your husband had the opportunity to 
               remove you from harm's way. Instead, 
               he used you to try to save himself.








Hinar persónurnar í myndinni finnst mér ekki nauðsynlegt að nefna enginn þeirra kemst nálægt þeirri snilld sem leynist í persónu Javier Bardem. Það sem gerir hann svona óhugnalegan var að mínu mati þessi vottur af hreimi sem maður fann fyrir, djúpa röddin og að sjálfsögðu bara hvað hann er stór að vexti ekki skemmdi síðan kindabyssan fyrir.

Bíóferðin sem slík var samt alger hryllingur sýningarstjórinn eða hver sem sér um að rúlla vélinni hefði ekki getað valið verri tíma til þess að skella hléi á og eyðilagði það upplifunina þvílíkt. Ákveðið var að skella á hléi í mest spennandi senunni í myndinn þegar Cigurh kemur að Moss inni á hótelherberginu og Moss hendir sér út um gluggann. Þetta tók mann alveg úr takti í myndinni.

Það sem var líka merkilegt við þessa mynd að aðeins eru 16 mínútur af tónlist í myndinni og er drjúgur hluti hennar notaður í credit listann. Sú tónlist sem er notuð tekur maður einnig mjög lítið eftir. Þegar ég horfði á myndin tók ég ekkert eftir því að það væri svona lítil tónlist, en sannleikurinn er bara sá að það þurfti enga tónlist til þess að byggja upp spennu eins og svo oft þarf. Myndatakan sá að einhverjum hluta um þá spennu sem tónlist á að hafa í kvikmynd og sinnti þeirri stöðu bara vel. Ég gef myndinn 8,5 af 10 mögulegum.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 7 stig.