Funny games er Austurrísk bíómynd eftir leikstjórann Michael Haneke. Myndin fjallar um tv0 geðbilaða menn sem halda fjölskyldu í gíslingu í sumarhúsi sem þau leigja. Ég held að með sanni megi segja að þetta sé sú mynd sem mér leið hvað verst eftir að hafa horft á. Leikirnir sem þessi menn spila með fjölskyldunni eru virkilega ógeðslegir og sadistalegir. Alla myndina er maður að vonast eftir að þessu fari nú að ljúka. Framsetning alls þessa viðbjóðs er svo átakanleg og er hann eitthvað sem maður hefur ekki vanist áður, í hollywood myndunum er ofbeldi og eitthvað líkt þessu oft sett fram á listrænan hátt. Þessi mynd nær virkilega að fanga þá angist sem fylgir því að tveir geðsjúklingar haldi þér í gíslingu og þú getur nákvæmlega ekkert gert í því. Ég segi þó ekki að þau geti ekkert gert í þessu, á tímum var maður orðinn ansi pirraður að enginn í fjölskyldunni greip til aðgerða en eftir að faðirinn var alvarlega fótbrotinn að mig minnir þá sá maður að öll von var
úti.
Þegar leikararnir brjóta svo fjórða vegginn og spóla til baka í atburðarrásinni var mér öllum lokið. Samúðin með fjölskyldunni var þvílík að ég held ég hafi aldrei fundið fyrir öðru eins. Ég held að það sé ekki hægt að tala um þessa mynd án þess að tala um stofustillmyndina sem var á í svona 7 mínútur, þetta fannst mér alveg út í hött en á vissan hátt þá svona fangaði þetta líka geðveikina í þessu öllu saman.
Leikur allra fannst mér ótrúlega góður og er það væntanlega ein af ástæðunum fyrir því hvað myndin hafði mikil áhrif. Leikararnir gerðu þetta svo hrikalega raunverulegt. Fyrir þá sem hafa ekki séð myndina er hér myndbrot sem á að geta skýrt ansi mikið af þeim hryllingi sem þið eigið eftir að sjá.
Ég get ekki beint sagt að ég mæli með þessari mynd en hún hefur held ég aðeins batnað í minningunni, en góðar myndir þurfa ekki alltaf að vera fallegar til þess að hitta í mark og er þessi allavega ekki eftirminnilega fyrir þann part. 6/10.
2 comments:
Fín færsla. 6 stig.
Post a Comment