Monday, January 21, 2008

I am Legend (2007)

Skólavörðustígurinn á meðan tökum stóð

Gamli Will Smith sem gamla goðsögnin, þessi mynd er helvíti hress, ég er alveg að fíla þessa eini gæinn í heiminum pælingu allt svo töff við það. Byrjun myndarinnar er líka alveg geðveik allt svo fagurt og frítt. Í þessari mynd koma Zombiearnir síðan sterkir inn gott að sjá bara sem minnst af þeim það byggir upp spennuna.

Síðan var ég líka að pæla hvernig þetta er allt tekið upp auð New York hlýtur að vera þvílíkt vinna í tölvu maður og líka ótrúlega vel gerð sú vinna kannski ekki jafngaman að leika þetta eins og þetta lítur út á skjánum :P . Jæja ég ætla að skella á hana 7,5 af 10.

Wednesday, January 16, 2008

Mississippi Burning (1988)

Jahá, sama ár og ég fæddist var þessi mynd gerð schnelld.. En já Mississippi Burning fjallar um leit tveggja lögreglumanna að morðingja/morðingjum þriggja svartra stráka í litlum smábæ í suðurríkjunum. Myndin á að gerast árið 1964 en á þeim tíma var svörtum enn mjög mismunað í suðurríkjunum, myndin nær mjög vel að sýna manni þann tíðaranda sem var við líði í bænum. Til að mynda segir enginn orð við lögregluna þó svo að þeim finnist þau eiga að segja eitthvað.

Kjéllarnir

Myndin er svolítið tekin í fréttamannastíl og gerir það hana ennþá áhrifameiri og trúverðugri að mér finnst. Niðurstaða ansi góð mynd sem ég mæli með.

Sunday, January 13, 2008

Gone Baby Gone (2007)

Ben Affleck hefur sannað það fyrir okkur að hann kann að skrifa myndir, hann hefur líka sannað það fyrir okkur að hann er bara nokkuð góður leikari, það sem átti eftir var að sanna að hann gæti leikstýrt allavega fyrir mér kannski tókst honum það fyrr með myndinni I Killed My Lesbian Wife, Hung Her on a Meat Hook, and Now I Have a Three-Picture Deal at Disney (1993) en því miður hef ég ekki fengið að njóta þeirrar myndar. En í Gone Baby Gone tekst honum þetta bara ansi vel Ben Affleck kemur ekkert við sögu í myndinni en lætur yngri bróður sinn Casey Affleck fara með rulluna, satt best að segja líka mér þessi bróðir hans mjög vel, ansi góður leikari þar á ferð.


Myndin fannst mér frekar skrítin aðallega vegna þess að ég hélt að hún væri búinn eftir um klukkutíma en síðan kom ljós að nóg var eftir þá og engu síðri hluti. Myndin fjallar um barnsrán og inn í það fléttast Casey Affleck og hans frú, þau reyna að bjarga barninu og eru ráðin sem einhverskonar spæjarar. Vil helst ekki segja meira um myndina. Allavega stórgóð mynd hér á ferð og Ben Affleck hefur rifið sig upp úr skítnum eftir frekar lélega tilburði undanfarin ár.

Saturday, January 5, 2008

Natinonal Treasure: Book of Secrets (2008)

Ég og Bóbo erum soldið veikir fyrir ævintýra og spennumyndum sem eiga sér enga hliðstæðu í hinum raunverulega heimi ekki skemmir síðan fyrir ef blandað er inn í mössuðum þjóðernishyggju einræðum. Þessar ræður fá mann til þess að lyfta hnefanum á loft í bíósalnum og ef til vill glott við tönn. En já National Treasure er í anda Jerry Bruckheimer mynda þar sem þjóðernishyggjan er bullandi og tónlistin er ávallt epísk.

Cagearinn að virða eitthvað fyrir sér
Þó að þetta sé alltof mikil klisja fyrir eina mynd þá er hægt að hafa svo gaman af þessu, málið er að maður verður að hafa húmor fyrir svona myndum. Maður verður að mæta á myndina með því hugarfari að þetta verði skemmtilegt. Mynd sem fjallar um leitina af leynibók forsetans og gullborginni sem á víst að vera við rætur Rushmore fjalla (já það verður ekki betra) á ekki að taka mjög alvarlega. Ég, Ari og Bóbó skemmtum okkur allavega konunglega yfir þessu öllu saman og gengum glaðir út.

Lucky number slevin (2006)

Jæja, þessi mynd já, nokkuð töff. Ekki alveg nógu hnitmiðuð, uppbyggingin ekki nógu góð. Plottið var vissulega skemmtilegt en maður var ekkert rosalega undrandi þegar maður komst að hinu rétta. Fullt að klassa leikurum sem ná auðvitað að halda standard myndarinnar uppi þannig er það bara þegar menn eins og Morgan Freeman, Bruce Willis og Ben Kingsley eru fengnir til að leika sér saman. Karakter Lucy Liu var hins vegnar kjánalegur og óþarfur að mér fannst en niðurstaðan er eiginlega sú að myndin var ágætis afþreying ekkert meira um það að segja. Leikstjórinn var ekki að gera eitthvað sem maður hefur ekki séð áður og ekkert sem að greip mann virkilega í söguþræði. skellum á hana sexu.

Thursday, January 3, 2008

Die Hard tetralógían

Ekkert er betra en að horfa á Die Hard myndirnar í jólafríinu og tókst mér að horfa á þrjár af fjórum myndum. Mynd númer tvö varð útundan í þessari yfirferð og bíður hún enn betri tíma.

Die Hard myndirnar þarf nú varla að kynna fyrir neinum, allir kannast við hinn venjulega John McClane sem leikur þennan "óheppna" lögreglumann sem lendir í ótrúlegum aðstæðum þegar hann er annaðhvort að heimsækja fjölskyldu sína, hefur verið sagt upp eða er á leið heim af vakt. En allar myndirnar byrja á aðstæðum þar sem John einfaldlega kemst inn í atburðarrásina fyrir einskæra tilviljun.
John McClane skítugur að vanda

Þrátt fyrir þessa umtöluðu óheppni er enginn harðari né orðheppnari en vinur okkar McClane. Það er einmitt það sem þessar myndir hafa ótrúlega skemmtilega spennu og mjög góða brandara fyrir spennumynd. Þegar maður sér mann nánast dansandi á vængjum herþotu eða stökkvandi niður af 34 hæða húsi með brunaslöngu utan um sig getur maður ekki annað en haft gaman af. Atriðin eru semsagt oft ansi tilkomumikil en maður verður bara að taka því eins og það er þetta er nú einu sinni Die Hard.

Hérna er síðan linkur í tónlistarmyndbandið Die Hard með Guyz Nite mæli þokkalega með því þetta er algjör snilld.

http://www.youtube.com/watch?v=OTyw6cq86kY&feature=related

Takk fyrir og gleðilegt ár.