Thursday, January 3, 2008

Die Hard tetralógían

Ekkert er betra en að horfa á Die Hard myndirnar í jólafríinu og tókst mér að horfa á þrjár af fjórum myndum. Mynd númer tvö varð útundan í þessari yfirferð og bíður hún enn betri tíma.

Die Hard myndirnar þarf nú varla að kynna fyrir neinum, allir kannast við hinn venjulega John McClane sem leikur þennan "óheppna" lögreglumann sem lendir í ótrúlegum aðstæðum þegar hann er annaðhvort að heimsækja fjölskyldu sína, hefur verið sagt upp eða er á leið heim af vakt. En allar myndirnar byrja á aðstæðum þar sem John einfaldlega kemst inn í atburðarrásina fyrir einskæra tilviljun.
John McClane skítugur að vanda

Þrátt fyrir þessa umtöluðu óheppni er enginn harðari né orðheppnari en vinur okkar McClane. Það er einmitt það sem þessar myndir hafa ótrúlega skemmtilega spennu og mjög góða brandara fyrir spennumynd. Þegar maður sér mann nánast dansandi á vængjum herþotu eða stökkvandi niður af 34 hæða húsi með brunaslöngu utan um sig getur maður ekki annað en haft gaman af. Atriðin eru semsagt oft ansi tilkomumikil en maður verður bara að taka því eins og það er þetta er nú einu sinni Die Hard.

Hérna er síðan linkur í tónlistarmyndbandið Die Hard með Guyz Nite mæli þokkalega með því þetta er algjör snilld.

http://www.youtube.com/watch?v=OTyw6cq86kY&feature=related

Takk fyrir og gleðilegt ár.