Saturday, January 5, 2008

Natinonal Treasure: Book of Secrets (2008)

Ég og Bóbo erum soldið veikir fyrir ævintýra og spennumyndum sem eiga sér enga hliðstæðu í hinum raunverulega heimi ekki skemmir síðan fyrir ef blandað er inn í mössuðum þjóðernishyggju einræðum. Þessar ræður fá mann til þess að lyfta hnefanum á loft í bíósalnum og ef til vill glott við tönn. En já National Treasure er í anda Jerry Bruckheimer mynda þar sem þjóðernishyggjan er bullandi og tónlistin er ávallt epísk.

Cagearinn að virða eitthvað fyrir sér
Þó að þetta sé alltof mikil klisja fyrir eina mynd þá er hægt að hafa svo gaman af þessu, málið er að maður verður að hafa húmor fyrir svona myndum. Maður verður að mæta á myndina með því hugarfari að þetta verði skemmtilegt. Mynd sem fjallar um leitina af leynibók forsetans og gullborginni sem á víst að vera við rætur Rushmore fjalla (já það verður ekki betra) á ekki að taka mjög alvarlega. Ég, Ari og Bóbó skemmtum okkur allavega konunglega yfir þessu öllu saman og gengum glaðir út.

2 comments:

Siggi Palli said...

Ég á eftir að sjá hana en David Bordwell fílar hana (þó sérstaklega fyrri myndina, sem ég hafði líka gaman af). Hann hefur nýlega skrifað tvær langar greinar þar sem myndirnar tvær eru teknar fyrir eða notaðar sem dæmi, hér og hér. Báðar greinarnar eru mjög áhugaverðar og ég mæli með þeim. Mér fannst til dæmis áhugavert að fyrri myndin er nú notuð sem dæmi um gróðavænlegt handrit vegna þess að þetta er mynd sem, eins og Bordwell orðar það, ömmur og afar geta farið á með barnabörnunum.

Siggi Palli said...

3 stig.