Thursday, December 6, 2007

Önnin sem leið (Haust 2007)

Kvikmyndafræði sem valgrein hefur svo sannarlega staðið undir væntingum sem af er og hef ég á tilfinningunni að þetta eigi bara eftir að batna. Ég ætla aðeins að renna í gegnum það hels.

Þar sem ég skrifaði aldrei neitt um suttmyndina er um að gera að hripa dálítið um það. Að vinna með strákunum að trailer var ótrúlega skemmtilegt og tel ég að okkar verkefni hafi verið ansi metnaðarfullt. Að gera trailer á myndave´l sem maður verður að taka allt í réttri röð er rosalega mikil vinni, við svindluðum samt smá og klipptum hljóðrásina eftir á . Mér fannst einkunnin ásættanleg sem við fengum en svolítið leiðinlegt að vera neðstu af öllum, og ég eiginlega get ekki veirð sammála því að okkar saga hafið verið neitt verri en hjá hinum hópunum ekk það að ég nefni nein nöfn :D.

Sú sem stendur upp úr af þeim sem við horfðum á á mánudögunum góðu er án ef The General með Buster Keyton. Sá maður er meistari og er kveikjan að mörgu gríni sem kom á eftir honum.

Riff hátíðin var annar hápunktur en val mitt á myndum var skelfileg og nefni ég Japan, Japan því til stuðnings. Ég má til með að benda ykkur á imdb slóðin fyrir myndina http://imdb.com/title/tt1090327/ þar lýsir annar Íslendingur skoðun sinni á myndinni. Svo maður vitni nú aðeins í hann þá segir hann meðal annars:" I'm so furious for having wasted 65 minutes of my life, watching this piece of crap, that I created a user account on here simply to warn people about it." Sem betur fer fór ég á aðrar myndir eina góða, eina lélega, My kid could paint that var besta myndin sem ég sá og gerði hún hátíðin því fyrir mér. Greinilegt að maður þarf að kynna sér myndirnar betur áður en maður fer næst.

Fyrirlesturinn um Wilder var mjög fræðandi og gaman að vera "neyddur" til að horfa á myndir eftir þennan flotta leikstjóra. Af myndum hans standa upp úr Double Indemnity og The Lost weekend.

Það sem mér finnst vanta í áfangan er fleira verklegt en ég býst við því að það komi eftir áramóti. Takk fyrir önnina.

2 comments:

Jolli said...

Það liggur við að mann langi til að sjá Japan, Japan, bara til að sjá hversu léleg hún er eiginlega. Ég meina, 2.6 á imdb.com? Það er bara skelfilegt. Ég hugsa að ég sleppi henni nú samt.

Siggi Palli said...

Umsögn um blogg
25 færslur.
Allar standast kröfur og nokkrar ansi góðar.
9,0