ATH. ÞESSI FÆRSLA ER EKKI HÉR VEGNA KVIKMYNDLEGS EÐLIS.
Mig langaði nefnilega bara aðeins að fjalla um þessar fjöldaframleiddu grínmyndir með Will Ferrel og co. Ég verð líka að viðurkenna að flestar af þessum myndum eru alveg hreint frábærar til að mynda The Anchorman sem er líklega fyndnasta mynd sem ég hef séð og Old School fylgir fast á hæla hennar. Þessar myndir hans eru allar með sömu uppskrift og er maður að sjá sama atriðið aftur og aftur með örlitlum breytingum. En alltaf virkar þetta jafnvel og Will Ferrel nær einhvernveginn alltaf að gera þessa hluti bráðskemmtilega. Alltaf er hann líka látinn leika aðalkjánann sem er barnalegur en heldur að hann sé töff (sbr. Anchorman, Blades of glory, Wedding crashers), en já, Held þessi pæling sé bara búin.. ekkert merkilegt annað en að þessir gæjar græða peninga á fjöldaframleiddum bíómyndum.. snilld.
Tuesday, December 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment