Tuesday, December 4, 2007

Sjunde inseglet, Det (1957)


Sjöunda innsiglið er leikstýrt og skrifuð af Ingmar Bergman hinum mikla Svenska meistara.

Myndin er vissulega töff. Og eru það þessi nokkru "atriði" eins og í svo mörgum myndum sem gera þessa mynd að mínu mati. Við þurfum nú varla að tiltaka upphafsatriðið í því samhengi.Sagan fannst mér ágæt og var hún jafnvel hlægileg á tímum. Dauðinn sjálfur sem er einna eftirminnilegasta persónan úr myndinni fannst mér heldur til veiklulegur samt og ekki lýsandi fyrir svarta dauða sem fór um löndin og veigraði engu. Dauðinn finnst mér eiga að vera hræðilegur allavega í sambandi við plágurnar miklu.

Hann er ekki nógu hræðilegur þetta er bara maður með hvíta málningu í framan

Ég varð þó ekki alveg nógu ánægður með útkomuna og bjóst ég við meiru af meistara Bergman. Ég mun samt pottþétt eftir að kynna mér fleiri myndir eftir kallinn.

No comments: