Wednesday, December 5, 2007

Dexter

Þó svo að Bóbó sé búinn að gera þessum besta þætti ansi góð skil á sínu bloggi ætla ég samt sem áður að fjalla lítið eitt um hann. Ég ætla að reyna að svara einni spurningu.

1. Af hverju er þetta svona góður þáttur?

Í fyrsta lagi er það Michael C. Hall sem leikur aðalhlutverkið, þann morðóða Dexter. Þessi þáttur hefur gert hann að uppáhalds leikaranum mínum. Oftast er rauðhært fólk ekkert rosalega töff, fyrir utan kannski Horatio í CSI: Miami, en hér er sönnun þess 7 minutes of Horatio Caine/David Caruso one-liners. En Micheal C. Hall fer í nýjar hæðir í svalleika sem hinn tilfinningalausi morðingi Dexter. Micheal hefur fátt unnið sér til frægðar fyrir þættina fyrtir utan Six feet under þar sem hann lék einhvern gaur. Aðrar persónur í þáttunum eru líka frábærar og má þar nefna Dokes sem er álíka harður og Dexter. Systir Dexters er einnig ákaflega góður karakter þó svo að maður hati hana alltaf, er rosalega kjánaleg alltaf en samt er alveg á hreinu að hún er bráðnauðsynleg persóna í þættinum.

Hversu nettur?

Annað sem heillar við þessa þætti eru einfaldlega vinnubrögðin hjá Dexter, það er kannski kjánalegt að segja frá þessu en maðurinn er algjör fagmaður á sínu sviði og auðvitað er hægt að dást að því þó svo að starfið sé kannski ekki eftirsóknarvert.

Allt þetta er líka svo rosalega ögrandi og ómannlegt að maður getur ekki slitið sig frá þessu. Þetta er allt svo sick og vorum við Bóbó einmitt að tala um það um daginn hvernig þessi pæling virki, þ.e. svona failsafe í réttarkerfinu (s.s. Dexter sem drepur menn sem komast hjá sakfellingum). Þetta er virkilega góð hugmynd en raunveruleikinn er bara svo rosalega sjokkerandi og tók maður sérstaklega eftir því í nýjasta þættinum sem var frumsýndur á mánudaginn vestra.

Þátturinn er byggður á skáldsögunum Darkly dreaming Dexter og Dearly Devoted Dexter og eru það bækur sem maður þarf pottþétt að fara að kynna sér. Söguþráður þáttanna er samt ansi frábrugðin bókunum og að ég held einfaldlega meira spennandi og skemmtilegri. Í bókunum er Dexter sjálfur t.d. aldrei í hættu að láta ná sér en önnur þátta serían fjallar nánast bara um það.

Allavega hvet ég alla til þess að kynna sér þetta sjónvarpsefni, og þar sem torrent.is hefur verið lokað er um að gera að skella sér inn á nýju íslensku torrentsíðuna www.thevikingbay.org og dl. öllu klabbinu. Takk fyrir mig.