Jæja eftir að hafa yfirgefið hópinn eftirminnilega við sýningu á myndinni, datt ég niður á hana um daginn. Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að mamma er með einhverja dellu núna og er búinn að vera að horfa á gamlar og misgóðar myndir undanfarið. Ég hef því miður misst af þeim flestum en datt inn í 8 og hálfan um daginn þegar hún var leigð.
Því miður reyndust þessar fyrstu þrjátíu mínútur myndarinnar sem ég sá í stofunni vera lýsandi fyrir restina á henni. Ég var því ekki heillaður af þessari mynd. Þessi skiptingar milli draumaheims og raunveruleika fóru kannski með mig en ég held að það sé þó ekki málið. Myndin fjallar um þennan leikstjóra sem langar rosalega að festa óbeislaðar hugmyndir sínar á filmu og nær 8 1/2 svo sannarlega að beisla þá þörf því allt er gjörsamlega í rugli bæði í sögunni og í myndinni sem á að fanga söguna. Jæjaa... neikvæðar færslur er ekki skemmtilegar...
Marri Palli Vaff var allavega ekki sáttur.
Tuesday, December 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment