Kvikmyndafræðiskyldan The rules of the game urðu mikil vonbrigði, gæti hafa skemmt fyrir að vita að hún var efst á einhverjum lista yfir bestu erlendu kvikmyndir allra tíma (þ.e.a.s. mynda utan BNA).
Myndin fannst mér langdregin og eiginlega ekki þess virði að horfa á. Sum atriðin viðurkenni ég þó að hafi verið ansi töff eins og t.d. kanínuveiðarnar og slíkt, en húmorinn sem sumir sáu í lokinn var ég bara ekki að finna. Allur leikurinn í lokasenunum fannst mér rosalega ýktur og leiðinlegur, í den tíð var kannski rosalega fyndið að skella einum manni í bjarnarbúning og halda að salurinn liggi en húmor er að ég held bara orðinn þroskaðari en það. Þó svo að margar myndir eins og The General samanstandi af ýmiss konar kjánalegum húmór þá er hann bara svo miklu betur útfærðari heldur en grínið þessari mynd.
Plottið fannst mér þó allt í lagi og það skemmtilegasta við það var hversu vel mennirnir sem voru að keppast um hylli Noru Gregór tóku hvorum öðrum, þó svo að einn hafi verið kominn lengst á leið í því leyfði hann hinum einhvernveginn alveg að taka þátt. Já, næ kannski ekki alveg að orða það nógu vel, kannski bara þannig að siðferðisviðmið hafi verð öðruvísi á þessum tíma.
Myndin fannst mér þó í heild ekki þess virði að horfa á hana því miður og tek ég undir orð Bjössa og vona að næstu myndir sem við horfum á á mánudagseftirmiðdögum verði betri.
Friday, November 9, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment