Wednesday, December 5, 2007

Cidade de Deus (2002)

Úff úff úfff... þetta er ein rosaleg mynd maður, besta mynd sem ég hef séð í langan tíma.

Myndin fjallar um lífshlaup stráks að nafni Rocket sem elst upp í fátækrarhverfunum í Rio de Janeiro á 6. og 7. áratugnum. Þessi strákur tengist óbeint inn í mafíuheiminn og á því auðvelt með að segja sögur af honum, sem hann gerir einstaklega vel. Fylgist hann með þróun þessara klíka í gegnum súrt og sætt. Þessi saga er svo átakanleg og vel sögð að það hálfa væri hellingur. Skiptingarnar á milli mismunandi saga er líka til fyrirmyndar, það er hreint með ólíkindum hvernig þetta flýtur um skjáinn með engri fyrirhöfn.

Aðalpersónan og sögumaðurinn

Sum atriðin eru líka hrottafenginn og manni líður virkilega illa að sjá meðferð aðalbófans á vinum sínum og öðrum, hann sýnir enga virðingu og skýtur menn oftast áður en þeir ná að segja orð. Ekki mjög hetjuleg morð oft á tíðum. Þrátt fyrir þetta samgleðst maður sögumanninum sem gengur vel og í endann nær hann meira að segja að láta draum sinn rætast um að gerast ljósmyndari, og er það vegna góðra tengsla hans við mafíuna sem það gengur í gegn.


Sérstaklega dáðist ég af kvikmyndatökunni sem var ótrúlega skemmtileg á köflum. Má þar nefna dæmi um þegar sögumaður fer yfir eigendur ákveðins húsnæðis sem aðalbófinn eignaðist síðan. Þar er myndavélin höfð kyrr á sama stað á meðan allt rennur í gegn. Innréttingar breytast og mismunandi fólk býr á staðnum en alltaf er myndavélin höfð á sama stað.


Lýsandi mynd fyrir myndina aðalbófinn á yngri árum, hvílíkur hrotti.

Síðan finnst mér alltaf heillandi þegar myndir eru á því tungumáli sem talaðar eru í landinu sjálfu það gefur myndinni alltaf ákveðinn raunveruleikablæ, óþolandi að allar myndir hvort sem þær gerast í Asíu eða Róm hið forna séu með ensku tali. Portúgalskan er s.s. alveg að virka í þessari mynd.

Þessi mynd er snilld ég hef ekkert meira að segja um það 9/10 . Takk fyrir.

No comments: