Thursday, December 6, 2007

Fangelsissjónvarpsefni

Allt frá því ég var lítill strákur hef ég hiellast mikið af fangelsisþáttum og fangelsiskvikmyndum. Frá Shawshank til Prison Break og frá Green Mile til Hurricane af öllu heillaðist ég gífurlega. Svolítið merkilegt að tvær af myndunum sem ég nefni hér eru byggðar á skáldsögum eftir Stephen King en hvað um það..

Það er einfaldlega eitthvað sem fellur mjög vel í kramið í þessu öllu. Ég held að það sé þessi smækkaða mynd af samfélagi innan veggja fangelsisins. Þar fer nánast alltaf fram eins og fyrir utan múran en formið er bara aðeins öðruvísi. Valdabaráttan og klíkumyndanir eru einnig áhugaverðar og alltaf gaman að fylgjast með því. Alltaf er einn maður sem getur reddað öllum vörum og eru sígarettur oftar en ekki gjaldmiðill. Týpurnar eru líka oft á tíðum mjög líka á milli myndi, það er harða týpan, mafíu bossinn, klári gaurinn, þeldökka krúið osffv. Ekki sakar það síðan þegar sagan snýst um það að brjótast út í frelsið og þær örvængingafullu leiðir sem menn nota þá. Það er allavega eitthvað sem er bara svo kúl við þessa fangelsispælingu....

No comments: