Tuesday, December 4, 2007

羅生門, Rashōmon (1950)

Maður elskar blogspottið, breggst manni á versta tíma. Var búinn að skrifa heví færslu um þessa mynd en blogger klúðraði þessu. Allavega

Rashomon, fjallar um vitni og sögur þeirra á einum ákveðnum glæp. Glæpnum er lýst frá sjónarhorni nokkurra sögumanna og allir segja þeir ólíkar sögur. Kurosawa er sá fyrsti sem notar þessa frásagnaraðferð og á heiður skilinn fyrir það. Hins vegar finnst mér margt ábótavant í myndinni og er það líklega vegna þess að sagan er sögð frá of mörgum sjónarhornum og verður eins og Gummi saga myndi orða það "ansi þreytandi þarna aftast". Einnig fannst mér eitthvað kjánalegt við söguna sjálfa mér fannst hún ekki nógu áhugaverð og sögusviðið var ekki merkilegt, fyrir utan kofann sem rigningin dundi á þar sem sögumennirnir sögðu hver sína sögu.

Rashomon fær sæmilega einkunn.

No comments: