Ray Winstone, Angelina Jolie og Anthony Hopkins tölvugerð er það einhver pæling? Já, svo sannarlega ef myndinni er skellt í 3D og varpað á stóran skjá verður sú upplifun bara helvíti góð.
Í fyrsta lagi er þessi mynd ekki bara 3D til þess að vera 3D því að söguþráðurinn og öll umgerð myndarinnar er einfaldlega til fyrirmyndar, 3D fítusinn er bara bónus. Tölvuteikining er skuggalega góð og alveg fáranlegt hversu mikil nákvæmni er komin í þessa tækni. Á sínum tíma gapti maður yfir Final Fantasy en þessi mynd er bara á allt öðru leveli, bæði gæðalega séð og sögulega.
Spennan í myndninn verður á köflum rosaleg og bardagaatriðin eru hverju öðru flottara ekki skemmir síðan fyrir aðf á spjót í andlitið og virkilega þurfa að loka augunum, svo klikkuð er þessi þrívídd. Ég gef bjólfskviðu 8,5/10 og á hún það fyllilega skilið.
Thursday, December 6, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment