Saturday, September 15, 2007

Superbad (2007)


Ég skellti mér í bíó síðustu helgi og varð myndin Superbad fyrir valinu, þessa mynd hefði ég svo sannarlega aldrei farið en ég átti frímiða þannig að ég ákvað að skella mér. Eins og svo oft áður skellti ég mér á imdb.com áður en ég fór og komst að því að myndin fékk um 8,3 í einkunn og varð ég nokkuð undrandi en dró þá ályktun að fólk væri að missa sig yfir nýrri mynd og enn ættu eftir að koma raunsæju atkvæðin eftir á. Ég fór því á myndina með engar væntingar og viti menn þessi mynd er snilld. Myndin fjallar um þrjá vini sem eru ekki beint beittustu hnífarnir í skúffunni og ævintýri þeirra við að redda sér áfengi. Myndin er stórskemmtileg frá fyrstu mínútu og eru brandararnir alveg drepfyndnir. Ég bjóst satt að segja við einni unglingamyndinni í viðbót en fékk miklu meira fyrir minn snúð ég mæli því eindregið að fara á þessa mynd því alltaf er gaman að fara á myndir og láta koma sér á óvart sem þið kannski lendið ekki í núna vegna þess að þið hafið nú þegar lesið þetta, en myndin fær 7,5 metra af filmu og kalla ég það nokkuð gott fyrir gamanmynd.

2 comments:

Siggi Palli said...

Er Superbad komin í bíó?
Ég er nú yfirleitt ekki mikið fyrir unglingagamanmyndir, en mig langar til þess að sjá þessa...

Marinó Páll said...

Já eins og ég segi þá mæli ég með henni, ekki neitt kvikmyndalegt afrek en drepfyndin! Tek núna eftir því að hún er ekki enn komin í bíó ég var á einhverri spes sýningu líka..