Monday, September 3, 2007

Astrópía

Jæja, þá er því aflokið á sunnudaginn fór ég á Astrópíu með vinunum. Myndin hafði fengið ansi góða dóma hér og eftir að hafa heyrt í leikstjóranum sem var ansi hress og skemmtilegur hafði ég bara þónokkrar væntingar til myndarinnar. Gunnar var búinn að vara mig við því að myndin væri með mörgum brellum sem að sjálfsögðu eiga ekkert í stóru brellurnar í stóru myndunum, ég fór því með því hugafari að horfa á hana, fyrsta bardagaatriðið fannst mér bara nokkuð töff mikið um blóðslettur og þess háttar þannig að það setti smá standard fyrir restina af myndinni, en þegar leið á hana var eins og gerviblóðið hefði klárast og bardagasenurnar urðu skelfilega óspennandi og leiðinlegar. Einnig fannst mér leikur á köflum skelfilega slappur eins og þegar Ragnhildur var að kveðja nöllann í eitt skiptið þá átti greinilega allt að verða vandræðalegt en í ofan í það byrjuðu leikararnir að leika alveg skelfilega illa, þetta sama kom fyrir á öðrum stöðum í myndinni þegar fólk þurfti að sýna tilfinningar í leik sínum. Ástarsögurnar sem fléttuðust inn í voru líka alveg hrikalegar og fannst mér alveg óþolandi að sjá Ragnhildi þessa þokkadís verða hrifna af einhverjum nölla sem gat varla tjáð sig og so what að hann þýði einhverjar Ástarsögur. Einu atriði man ég líka sérstaklega eftir það var rosalegur bardagi í gangi og allt í einu kemur bara black screen ég bara hélt að það væri komið hlé eða galli væri í myndinni en nei nei þetta var líklega gert til þess að sleppa því að sýna bardagann algjör skelfing. Þó að ég hafi nú bara hraunað yfir myndina þá voru auðvitað nokkrir ljósir punktar og má þar fyrst nefna Ragnhildi ekki fyrir leik sinn heldur fegurð og síðan línuna " Die Video Die" sem við skemmtum okkur mikið yfir. En Astrópíu ætla ég að gefa 5,5 metra af filmu af tíu mögulegum takk fyrir

No comments: