Friday, August 31, 2007

Apocalypse now

Um helgina kíkti ég á Apocalypse now eftir Coppola, þetta var mín fyrsta umferð yfir þessa mynd. Þegar ég var búinn að horfa á hana vissi ég satt að segja ekki hvað mér fannst þetta var ein af þeim myndum, en eftir smástund helltist snilldin yfir mig. Myndin nær að grípa Víetnam stríðið á svo ótrúlegan hátt, myndatakan, hljóðið og bara allt er svo ótrúlega flott. En vissulega er myndin sem gefin er upp ansi langt frá raunveruleikanum. Byrjunin á myndinni fannst mér stórkostleg myndin af skóginum sem síðan verður alelda þegar þyrlurnar fljúga yfir og ljúfir tónar Doors hljóma undir, alveg magnað. Martin Sheen fær útlhutað því verkefni að ráða af dögum karakter sem er leikinn af engum öðrum en Marlon Brando einn fáranlega góður leikari. Brando er staddur í Kambódíu og þarf Sheen því að þræða upp á í Víetnam í óratíma áður en hann kemst á leiðarenda. Þar lendir hann í mörgu fáranlegu fólki. Myndin er eins og áður sagði ekki beint heimildamynd um stríðið í Víetnam, hún bætir það þó upp í kolklikkaðri atburðarrás. Apocalypse Now er mynd sem ég held að ég verði að sjá aftur til þess að skilja fullkomlega og til þess að geta sogað í mig alla snilldina. Þess vegna ætla eg að skella á hana biðeinkunn sem mun byrja í 8 metrum af filmu sem verður seinna meir kannski lengd eða stytt.

3 comments:

Ingólfur said...

Sammála með Doors í byrjuninni, fokking geðveikt byrjunaratriði.

Siggi Palli said...

Apocalypse Now er vissulega frábær mynd. Það eru reyndar orðin nokkur síðan ég sá hana síðast, en ákveðin atriði sitja ennþá eftir.
Ég er svolítið forvitinn að vita hvort þetta var "original" eða "redux" útgáfan. Ég er ennþá ekki búinn að sjá "redux" - er einhver sem hefur séð báðar, og ef svo er, hvernig er samanburðurinn (fyrir utan lengdarmuninn þ.e.a.s.).

Marinó Páll said...

Já við duttum í original myndina lögðum ekki alveg í reduxið svona í fyrsta skipti en hver veit nema maður skelli sér í djúpu laugina einn daginn.