Friday, August 31, 2007

Baseketball

Síðustu helgi datt ég í ruglið og horfði á eina gamla klassíska gamanmynd, ég hafði ekki séð hana áður þannig að ég vissi ekki hverju ég átti að búast við. Myndin byrjar ótrúlega vel þar sem vinir okkar hanna leikinn og spila fyrstu leikina í hverfinu sínu. En eftir að íþróttin verður vinsæl fer að síga aðeins á gamanið og brandararnir fara að hitta verr í mark. Kannski var maður bara kominn með nóg af þessari vitleysu á þeim tímapunkti. Myndin inniheldur að sjálfsögðu ekki neina kvikmyndasigra enda gerð að því leiðarljósi að vera ótrúlega skemmtileg og hnyttin. Að langmestu leyti tekst það en eins og fyrr segir verður það þryett á endanum. Ætli það sé ekki sanngjarnt að gera myndina 5,5 metra af filmu af 10 möguleikum ( ójá það er góð stjörnugjöf).

No comments: