Monday, September 17, 2007

Veðramót


Jæja, þá komst maður loksins með hinum kvikmyndnöllunum í bíó, og myndin svo sannarlega ekki af verra taginu. Það sem mér finnst einna sárast við þessa mynd er hversu hræðilega hún hefur verið markaðsett, í fyrsta lagi þá var trailerinn skelfilegur og var eins og þau væru að láta myndina líta út sem þvílíka spennumynd með því að klippa öll öskuratriðin saman og skellt þeim í trailer. Í öðru lagi er veggspjaldið rosalega ógrípandi og fellur algjörlega inn í fjöldann sem er hvimleitt vegna þess að þessi íslenska mynd er klárlega með þeim betri sem gerðar hafa verið. Og í þriðja lagi að Astrópía sé að fá meiri aðsókn sem er skammarlegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað út af fyrir sig.

Jæja, þá skulum við aðeins tala um myndina sjálfa, hún byrjaði afar þungt og fannst mér atriðin sem voru tekin upp í Reykjavík ekki alveg nógu góð. Þegar sagan færðist hinsvegar út á land fóru hlutirnir að ganga betur fyrir sig náði maður að skilja/tengjast persónunum virkilega vel sem voru snilldarlega leiknar allar með tölu. Aðeins einn leikari fór í taugarnar á mér í myndinni og var það móðir Söndru en sem betur fer var hún bara í einni senu. Allir ungu krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og er greinilegt að leikstjórabörn þjóðarinnar hafa verið vel upp alin. Hilmir Snær lék með sinni kunnu snilld og er greinilegt að leikhúslífið hefur engin áhrif á leik hans í bíómyndum. Söguþráðurinn var spennandi og skemmtilegur, og var maður vel í takti við atburðarrásina allan tímann. Það sem mér fannst einnig skemmtilegt við myndina að hún endaði ekki vel eins og svo margar íslenskar myndir vilja gera. Ég held svei mér þá að þessi komist bara á pall með Englum alheimsins sem bestu íslensku mynd sem ég hef séð, skemmtilegt að báðar enda þær mjög illa, það einhvernveginn virkar bara gerir myndina bara raunverulegri fyrir vikið. Ég held að þetta þurfi bara ekki að vera lengra í bili algjör óþarfi að fara í söguþráðinn eða neitt svoleiðis þar sem allir eru búnir að sjá myndina. Veriði sæl að sinni og já skellum 8.5 metrum af filmu á þetta stykki.

No comments: