Saturday, September 15, 2007

Sphere (1998)



Sphere er vísindaskáldsaga sem Björn Brynjúlfur Björnsson plataði okkur strákana til að horfa á síðasta laugardag. Mér finnst oft mjög gaman af vísindaskáldsögum og þá helst þeim sem eiga mjög lítið með raunveruleikan að gera. The Sphere er ekki ein af þeim myndum og var margt sem fór verulega í taugarnar á mér varðandi myndina.

Myndin gerist að langtmestu leyti á 1000 feta dýpi, þar sem hópur vísindamanna á að gera rannsóknir á risastóru geimskipi sem hefur legið þar í hartnær 300 ár. Myndin byrjar ágætlega og byrja hlutirnir að gera ansi fljótlega þar sem ein af persónunum gengur inn í The Sphere. En um leið fer maður að pirra sig á persónunum sem eru ansi grunnar og leiðinlegar og þá sérstaklega persónu Samuel L. sem maður á greinilega að gruna um græsku allt frá byrjun. Einnig eru kvenhlutverk myndarinnar alveg fáranleg og virðist sem maður eigi að vita af einhverjum fyrri atburðum sem eiga að ýta undir spennu á milli þeirra og karlkynspersóna í myndinni. Að sjálfsögðu bjóst maður ekki við neinu meistaraverki enda ríður myndin ekki feitum hesti á imdb.com, en samt sem áður bjóst ég við skemmtilegri mynd sem miðaði aðallega að því að vera fyndin og kannski með smá hrylling við og við. Þetta fannst mér ekki takast nógu vel og því bara get ég ekki gefið myndinni meira en 6 metra af filmu, segjum þetta gott í bili.

No comments: