Tuesday, March 25, 2008

The Rainmaker (1997)

The Rainmaker er gerð eftir samnefndri bók eftir John Grisham. Grisham þessi hefur verið iðinn við skáldsagnagerð og virðist sérhæfa sig í bókum um lögfræðinga og réttarsalinn. Sem dæmi má nefna Runaway Jury sem er nokkuð góð mynd að mínu mati, fjallar um kviðdómendur í byssumáli í bandaríkjunum og baráttu eins af kviðdómendunum um að fá byssufyrirtæki loksins sektað. Eitt atriði verð ég líka að minnast á í Runaway Jury og spyr hvort einhver hafi tekið eftir því, upphafsatriðið þegar vaðið er inn með byssuna inn í skrifstofubyggingu fannst mér ótrúlega átakanlegt og vil ég endilega heyra frá einhverjum sem er annaðhvort ósammála mér eða er sama sinnis. Einnig má minnast á The Firm sem er einnig eftir Grisham þar sem Tom Cruise lék aðalhlutverkið, sú mynd nær samt ekki sömu hæðum og bókin sem er mjög góð að mínu mati.

FirmaðRunaway Jury (afsaka það að ég hef enga stjórn á þessum myndum sem fylgja hérna með


En nóg um Grisham vin okkar, víkjum nú að myndinni sem ég sá. The Rainmaker fjallar um þennan týpíska unga lögfræðing sem er að reyna að skapa sér nafn í lögfræði heiminum. Hann byrjar að sjálfsögðu á einhverri crappy firmi sem lendir í klandri og öllum er sagt upp. Hann hefur samt nokkur mál sem hann hefur verið að vinna í og dregur hann einn af lögfræðingunum með sér til hjálpar. Sá mæti maður er leikinn af engum öðrum en Danni DeVito sem er náttla hreinræktaður dvergur og mikill snillingur í þessu lögfræðingahlutverki. Málið sem þeir taka að sér er líka svolítið viðkvæmt og fjallar um strák sem er með hvítblæði. Þetta snýst um það að tryggingafyrirtæki hefur ekki staðið sig alveg nógu vel í því að borga fyrir læknismeðferð sem hefði bjargað honum. Að sjálfsögðu gengur allt vel hjá okkar manni og kemur jafnvel kafli með svona hetjutónlist og látum þar sem allt gengur alveg rosalega vel. Okkar maður vinur síðan málið og tryggingaaularnir þurfa að borga sinn skerf til fjölskyldunnar.





Myndin fær plús fyrir að vera virkilega hress á köflum sem er sjaldgæft með þungar lögfræðimyndir. Einnig fannst mér athugavert að lesa um myndina en hún kemur út skömmu áður en Matt Damon ( sem já fer með aðalhlutverkið, trúi ekki að ég hafi gleymt að segja það) leikur í Good Will Hunting sem er klárlega myndin sem kom honum á kortið. Þegar ég pæli ég því þá eru persónurnar sem hann leikur í þessari mynd og síðan í goodl will hunting alveg frekar líkar. Það gefur auga leið að þeir eru báðir ungir og svona en það er meira því sami lífsþrótturinn og framsæknin og einhvernveginn hæfileikarnir sem drengirnir í þessum tveimur myndum hafa er keimlíkur. Myndin verður á köflum ágætisklisja en það er nú allt í lagi svona inn á milli. Ég var bara ágætlega sáttur með þessa mynd og hún er þokkalegasta afþreying. 7/10 mögulegum.