Monday, March 3, 2008

Oldboy (2003)

Oldboy er Suður-Kóresk mynd framleidd árið 2003. Leikstjóri hennar er Chan-wook Park.
Þessi mynd er sú rosalegasta sem ég hef séð í kvikmyndafræðitímum frá því að ég byrjaði og jafnvel sú rosalegasta sem ég hef einfaldlega séð.


Gægist úr prísund sinni





Núna á að lúska á einhverjum sem gerði manni illt



Myndin fjallar um mann sem er haldið í fangelsi í fimmtán ár af því er virðist engri ástæðu. Áhorfandinn hefur enga hugmynd hvers vegna maður sætir þessari meðferð en seinna ímyndinni kemur það íljós. Það sem gerir þessa mynd að því sem hún er er sagan. Sagan er ein sú geðbilaðasta sem ég hef heyrt og þegar allt er komið fram í myndinni er maður orðinn brjálaður, farinn að reyta hár sitt og hvaðeina. Þessi ótrúlega sterka saga kemur líka öll heim og saman í einu atriði í lok myndar þegar aðalpersónan er látin skoða albúm sem af því er virðist eru myndir af einhverri stúlku. Þar kemst hann síðan að þeirri rosalegu pínlegu staðreynd að hann hafði sængað hjá dóttur sinni að tilstuðlan „vonda kallsins“.

Allt sem tengist á einhvern hátt pyntingum á munni eða tungu er alveg hrikalega erfitt að horfa að mínu mati.

Þó svo að sagan sé svona magnþrungin þá eru fleiri þættir myndarinnar einnig til fyrirmyndar og bar þar mest á leiknum sem mér fannst alveg fruntagóður. Kannski það eina sem fór smá í mig var að vondi kallinn var leikinn af svo ungum manni og svona.. óreyndum að mér fannst og mér fannst svona eins og hann væri ekki þess megnugur að framkvæma það sem hann gerði. Hann er einhver svona pretty boy sem á ótrúlega mikið af peningum og manni finnst ótrúlegt að hann sé ennþá að hugsa um svona smávægilegan atburð eins og þetta atvik íæsku sem hrinti öllu af stað. En sú pæling að hann sé svona hrikalega langrækinn er vissulega kúl útaf fyrir sig

Bardagasenurnar fannst mér einnig ágætar þó ekkert mikið meira en það, flestar voru þær ansi ótrúverðugar og skrítnar, en við verðum að taka með inn íreikninginn að hetjan okkar var búinn að vera að æfa stíft í15 ár fyrir hefnd á einhverjum sem hann vissi ekki einu sinni hver var.




Besta atriðiðið í myndinni var án nokkurs vafa lokaatriðið í háhýsinu þegar okkar maður kemst að hinu eina og sanna. Atriðið er átakanlegt, vitfirrt og ótrúlegt maðurinn gefur sig á vald vonda mannsins og sker af sér tunguna. Þetta var hreint út sagt rosalegt.

Ég gef þessari mynd 8.5/10 mögulegum og á hún það vel skilið.