Ég hafði ekki lesið teiknimyndasöguna áður en ég horfði á myndina og það eina sem ég hafði heyrt um þessa mynd var það að hún væri ekki jafngóð og bókin hvernig svosem maður á að skilja það horfði ég á myndina með opnum hug. Mér fannst nokkuð erfitt að halda í við söguþráðinn og var margt sem var ekki verið að fara í saumana á, sagan var ansi flókin og var eins gott að ég horfði á myndina með miklum áhugamanni um ræmuna.
V sjálfur Allt yfirbragð myndarinnar fannst mér þó mjög flott og aðalpersónan hefði varla getað verið meira töff á bakvið grímuna. Sagan sem slík er skemmtileg þó svo eins og ég sagði fyrr þyrfti aðeins að fylla upp í hana fyrir mér. Ég held að annað skipti yrði jafnvel gott til þess að fara almennilega í saumana á myndinni.
6,5/10
No comments:
Post a Comment