Friday, October 12, 2007

The General (1927)

Jæja, núna þarf maður að fara að henda inn færslum hérna. Kominn tími til. Reyndar orðið ansi langt síðan við horfðum á The General en ég bara verð að skrifa um hana. Fyrir myndina hafði ég ekki mikla trú á henni, þögul og svört hvít mynd hljómaði bara alls ekki spennandi í mínum eyrum, viðurkenni það að ég hef ekki verið að gefa þessum myndum mikinn sjéns í gegnum tíðina þetta viðhorf mitt gjörbreyttist algjörlega.

Myndin er stórskemmtileg, hélt að þetta yrði svona frekar döll eins og ég sagði áðan en málið er bara að það þarf enga texta til þess að horfa á svona. Maður getur nánast ímyndað sér í hverju einasta atviki getið sér til um hvað maðurinn er að hugsa eða að segja svipbrigðin eru svo mögnuð. Eitt atvik fannst mér sérstaklega skemmtilegt á þennan máta, það var þegar Buster Keaton var nýbúinn að bjarga stelpunni og hún segir honum hvað hann hafði verið rosalega mikil hetja and so on, Keaton þurfti ekki að segja neitt á móti því upp kom þessi svipur sem allir þekkja "tjahh.. þetta var nú ekkert svo rosalegt" s.s. dró úr afrekum sínum. Þessari senu hafði ég rosalega gaman af.

Allur aulahúmorinn þarna var líka gjörsamlega að slá í gegn hjá mér og fannst mér frumleikinn rosalegur og hvert atriði sniðugra en atriðið á undan.

Myndin fær átta af tíu mögulegum!

No comments: