Sunday, October 28, 2007

American Movie (1999)

Jæja, loksins hafði ég mig í það að horfa á American Movie var búinn að vera með hana í minnishegranum ansi lengi án þess að skella henni í tölvuna. Satt að segja var ég bara búinn að heyra slæma hluti frá samnemendum í kvikmyndafræði og bjóst ég því ekki við miklu, en þar sem ég komst ekki í tímann þegar myndin var sýnd varð ég auðvitað að kíkja á hana.

Til að byrja með var ég alveg handviss um að þessi mynd væri svona office pæling sem hefði aðeins fari úrskeiðis en smátt og smátt áttaði maður sig á því að þetta var alltof raunverulegt. Mark Borchardt sem er aðalpersónan lætur ekkert stöðva sig í framleiðslu myndarinnar sem myndin fjallar um, allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Hann er gjörsamlega staðráðinn í því að leggja sitt af mörkum og vill ekki kveðja þessa jörð án þess að hafa skrifað eitthvað í sögubækurnar, leikstjórnin er það sem á að hjálpa honum með þetta ætlunarverk sitt.

Mér fannst sjálf myndin vera ágætlega fyndin á köflum og datt síðan í hrútleiðinlegan pakka þar á milli. Myndin er í heildina litið ekki alveg að gera sig fyrir mig þó að einstök atriði hafi fengið mann til þess að brosa. Niðurstaða 5/10.

No comments: