Um helgina kíkti ég á Apocalypse now eftir Coppola, þetta var mín fyrsta umferð yfir þessa mynd. Þegar ég var búinn að horfa á hana vissi ég satt að segja ekki hvað mér fannst þetta var ein af þeim myndum, en eftir smástund helltist snilldin yfir mig. Myndin nær að grípa Víetnam stríðið á svo ótrúlegan hátt, myndatakan, hljóðið og bara allt er svo ótrúlega flott. En vissulega er myndin sem gefin er upp ansi langt frá raunveruleikanum. Byrjunin á myndinni fannst mér stórkostleg myndin af skóginum sem síðan verður alelda þegar þyrlurnar fljúga yfir og ljúfir tónar Doors hljóma undir, alveg magnað. Martin Sheen fær útlhutað því verkefni að ráða af dögum karakter sem er leikinn af engum öðrum en Marlon Brando einn fáranlega góður leikari. Brando er staddur í Kambódíu og þarf Sheen því að þræða upp á í Víetnam í óratíma áður en hann kemst á leiðarenda. Þar lendir hann í mörgu fáranlegu fólki. Myndin er eins og áður sagði ekki beint heimildamynd um stríðið í Víetnam, hún bætir það þó upp í kolklikkaðri atburðarrás. Apocalypse Now er mynd sem ég held að ég verði að sjá aftur til þess að skilja fullkomlega og til þess að geta sogað í mig alla snilldina. Þess vegna ætla eg að skella á hana biðeinkunn sem mun byrja í 8 metrum af filmu sem verður seinna meir kannski lengd eða stytt.
Friday, August 31, 2007
Tequila Sunrise
Tequila sunrise er dæmigerð töffarabíómynd frá 9. áratuginum, þar sem erkitöffararnir Kurt Russel og Mel Gibson bítast á. Myndin verður að algjörri baráttu milli þeirra í töffaralátum. Myndin fjallar um karakterinn hans Gibson sem er að reyna að koma sér inn á rétta braut eftir að hafa verið aðal fíkniefnabaróninn í fjölda ára. Kurtarinn er gamall vinur Gibson sem vinnur hjá löggunni og hefur oft hjálpað vini sínum úr klípu en er orðinn ansi þreyttur á því af því er virðist. Tónlistin í myndinni koma líka skemmtilega á óvart og mætti halda að sami maður og samdi bassalínuna fyrir Seinfeld hafi samið allt soundtrackið. Satt að segja verð ég að viðurkenna að mér fannst myndin langdregin og leiðinleg og dottaði meira að segja í lokaatriðunum sem voru ekki beint þau mest spennandi sem maður hefur séð. Tequila Sunrise fær 5 metra af filmu af 10 mögulegum.
Baseketball
Síðustu helgi datt ég í ruglið og horfði á eina gamla klassíska gamanmynd, ég hafði ekki séð hana áður þannig að ég vissi ekki hverju ég átti að búast við. Myndin byrjar ótrúlega vel þar sem vinir okkar hanna leikinn og spila fyrstu leikina í hverfinu sínu. En eftir að íþróttin verður vinsæl fer að síga aðeins á gamanið og brandararnir fara að hitta verr í mark. Kannski var maður bara kominn með nóg af þessari vitleysu á þeim tímapunkti. Myndin inniheldur að sjálfsögðu ekki neina kvikmyndasigra enda gerð að því leiðarljósi að vera ótrúlega skemmtileg og hnyttin. Að langmestu leyti tekst það en eins og fyrr segir verður það þryett á endanum. Ætli það sé ekki sanngjarnt að gera myndina 5,5 metra af filmu af 10 möguleikum ( ójá það er góð stjörnugjöf).
Subscribe to:
Posts (Atom)