Friday, August 31, 2007
Tequila Sunrise
Tequila sunrise er dæmigerð töffarabíómynd frá 9. áratuginum, þar sem erkitöffararnir Kurt Russel og Mel Gibson bítast á. Myndin verður að algjörri baráttu milli þeirra í töffaralátum. Myndin fjallar um karakterinn hans Gibson sem er að reyna að koma sér inn á rétta braut eftir að hafa verið aðal fíkniefnabaróninn í fjölda ára. Kurtarinn er gamall vinur Gibson sem vinnur hjá löggunni og hefur oft hjálpað vini sínum úr klípu en er orðinn ansi þreyttur á því af því er virðist. Tónlistin í myndinni koma líka skemmtilega á óvart og mætti halda að sami maður og samdi bassalínuna fyrir Seinfeld hafi samið allt soundtrackið. Satt að segja verð ég að viðurkenna að mér fannst myndin langdregin og leiðinleg og dottaði meira að segja í lokaatriðunum sem voru ekki beint þau mest spennandi sem maður hefur séð. Tequila Sunrise fær 5 metra af filmu af 10 mögulegum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég myndi jafnvel ekki leggja í 5/10. Þessi mynd var bara svo leiðinleg. Óðinn einn veit af hverju Kurt Russell setti nafnið sitt við þetta.
Post a Comment