Ben Affleck hefur sannað það fyrir okkur að hann kann að skrifa myndir, hann hefur líka sannað það fyrir okkur að hann er bara nokkuð góður leikari, það sem átti eftir var að sanna að hann gæti leikstýrt allavega fyrir mér kannski tókst honum það fyrr með myndinni I Killed My Lesbian Wife, Hung Her on a Meat Hook, and Now I Have a Three-Picture Deal at Disney (1993) en því miður hef ég ekki fengið að njóta þeirrar myndar. En í Gone Baby Gone tekst honum þetta bara ansi vel Ben Affleck kemur ekkert við sögu í myndinni en lætur yngri bróður sinn Casey Affleck fara með rulluna, satt best að segja líka mér þessi bróðir hans mjög vel, ansi góður leikari þar á ferð.
Myndin fannst mér frekar skrítin aðallega vegna þess að ég hélt að hún væri búinn eftir um klukkutíma en síðan kom ljós að nóg var eftir þá og engu síðri hluti. Myndin fjallar um barnsrán og inn í það fléttast Casey Affleck og hans frú, þau reyna að bjarga barninu og eru ráðin sem einhverskonar spæjarar. Vil helst ekki segja meira um myndina. Allavega stórgóð mynd hér á ferð og Ben Affleck hefur rifið sig upp úr skítnum eftir frekar lélega tilburði undanfarin ár.
Sunday, January 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Nokkuð basic. 3 stig.
Post a Comment