Saturday, January 5, 2008
Lucky number slevin (2006)
Jæja, þessi mynd já, nokkuð töff. Ekki alveg nógu hnitmiðuð, uppbyggingin ekki nógu góð. Plottið var vissulega skemmtilegt en maður var ekkert rosalega undrandi þegar maður komst að hinu rétta. Fullt að klassa leikurum sem ná auðvitað að halda standard myndarinnar uppi þannig er það bara þegar menn eins og Morgan Freeman, Bruce Willis og Ben Kingsley eru fengnir til að leika sér saman. Karakter Lucy Liu var hins vegnar kjánalegur og óþarfur að mér fannst en niðurstaðan er eiginlega sú að myndin var ágætis afþreying ekkert meira um það að segja. Leikstjórinn var ekki að gera eitthvað sem maður hefur ekki séð áður og ekkert sem að greip mann virkilega í söguþræði. skellum á hana sexu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
2 stig.
Post a Comment