Wednesday, January 16, 2008

Mississippi Burning (1988)

Jahá, sama ár og ég fæddist var þessi mynd gerð schnelld.. En já Mississippi Burning fjallar um leit tveggja lögreglumanna að morðingja/morðingjum þriggja svartra stráka í litlum smábæ í suðurríkjunum. Myndin á að gerast árið 1964 en á þeim tíma var svörtum enn mjög mismunað í suðurríkjunum, myndin nær mjög vel að sýna manni þann tíðaranda sem var við líði í bænum. Til að mynda segir enginn orð við lögregluna þó svo að þeim finnist þau eiga að segja eitthvað.

Kjéllarnir

Myndin er svolítið tekin í fréttamannastíl og gerir það hana ennþá áhrifameiri og trúverðugri að mér finnst. Niðurstaða ansi góð mynd sem ég mæli með.

1 comment:

Siggi Palli said...

Létt og laggott. 3 stig.