You name it we shoot it!
Þegar ég kíkti á imdb áður en ég fór í bíó á þessa mynd munaði minnstu að ég hætti við för mína. Plottið á imdb fannst mér hreint út sagt fáranlegt og var ég efins um að fara á þessa mynd í bíó. Það sem stendur á imdb.com er.
"A man whose brain becomes magnetized unintentionally destroys every tape in his friend's video store. In order to satisfy the store's most loyal renter, an aging woman with signs of dementia, the two men set out to remake the lost films."
Fyrsta línan er allavega ekki að grípa mig alveg nógu vel en ég ákvað þó að dæma innihaldið ekki af kápunni og ákvað að skella mér. Myndin fjallar um tvo félaga sem taka við rekstri vídjóleigu. Eigandi vídjóleigunnar ákvað að skella sér í könnunarferð til þess að sjá hvernig rekstri vídjóleigu sem gekk vel var háttað. Á meðan treysti hann Mike leiknum á Mos Def fyrir leigunni með því eina skilyrði að vinur hans Jerry (Jack Black) mætti ekki koma inn í búðina. Að sjálfsögðu eru skilaboðin eitthvað rangtúlkuð og kemur Jerry inn á leigunni eftir "sabotage" mission á einhverri spennistöð sem staðsett er við hliðiná trailernum hans. Hann viðurkennir það síðan að spennistöðin hafi "sabotageað" honum og varð hann því ansi rafmagnaður og eyðileggur þar af leiðandi allar spólurnar á vídjóleigunni. Nú voru góð ráð dýr og gripu félagarnir til þess að taka upp myndirnar sem kúnnarnir bjuggu til. Myndirnar urðu flestar fáranlega fyndnar og voru að sjálfsögðu gerðar við afar frumstæð skilyrði. Þetta heppnaðist svo vel að kúnnarnir fóru að hrannast upp og peningarnir að flæða í kassann.
Myndin er ótrúlega fyndin og er ótrúlega fáranleg í öllu tilliti. Það sem mér fannst skemmtilegast var hversu fáranlega góð atriðin voru þegar þeir voru að mynda þessar heimagerðu myndir sem þeir unnu að. Lion King, Gostbusters, Rush Hour 2 og allar þessar myndir heppnuðust ekkert smá vel í þeirra endurgerð. Einfaldleikinn var í fyrirrúmi og var teppi með landslagi t.d. notað í háloftasenunum.
Leikstjóri myndarinnar Micheal Gondry er væntanlega þekktastur fyrir mynd sína Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Science des rêves, La ( The science of sleep). Ég hef séð þá fyrrnefndu og hafði mjög gaman af. Jim Carrey fór að kostum í eina alvarlega hlutverkinu sem ég hef séð hann í hingað til. Micheal Gondry bregst ekki bogalistin í þessari mynd heldur. Hvað varðar leikaranna þá er nú ekki hægt að setja út á neinn þeirra að nokkru viti. Jack Black er nú eins og hann er kannski svolítið oft í sama karakternum en ég fíla hann og er það líklega það sem hver gerir einfaldlega upp við sig. Mos Def hef ég ekki séð í öðrum myndum en mér finnst hann koma ágætlega út úr þessari.
Niðurstaðan er sú að Be kind Rewind er snilld sem lætur mann ganga út með bros á vör.
Saturday, March 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég verð að fara að sjá þessa.
Fín færsla. 6 stig.
Post a Comment