Sunday, October 28, 2007

American Movie (1999)

Jæja, loksins hafði ég mig í það að horfa á American Movie var búinn að vera með hana í minnishegranum ansi lengi án þess að skella henni í tölvuna. Satt að segja var ég bara búinn að heyra slæma hluti frá samnemendum í kvikmyndafræði og bjóst ég því ekki við miklu, en þar sem ég komst ekki í tímann þegar myndin var sýnd varð ég auðvitað að kíkja á hana.

Til að byrja með var ég alveg handviss um að þessi mynd væri svona office pæling sem hefði aðeins fari úrskeiðis en smátt og smátt áttaði maður sig á því að þetta var alltof raunverulegt. Mark Borchardt sem er aðalpersónan lætur ekkert stöðva sig í framleiðslu myndarinnar sem myndin fjallar um, allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Hann er gjörsamlega staðráðinn í því að leggja sitt af mörkum og vill ekki kveðja þessa jörð án þess að hafa skrifað eitthvað í sögubækurnar, leikstjórnin er það sem á að hjálpa honum með þetta ætlunarverk sitt.

Mér fannst sjálf myndin vera ágætlega fyndin á köflum og datt síðan í hrútleiðinlegan pakka þar á milli. Myndin er í heildina litið ekki alveg að gera sig fyrir mig þó að einstök atriði hafi fengið mann til þess að brosa. Niðurstaða 5/10.

V for Vendetta (2005)


Ég hafði ekki lesið teiknimyndasöguna áður en ég horfði á myndina og það eina sem ég hafði heyrt um þessa mynd var það að hún væri ekki jafngóð og bókin hvernig svosem maður á að skilja það horfði ég á myndina með opnum hug. Mér fannst nokkuð erfitt að halda í við söguþráðinn og var margt sem var ekki verið að fara í saumana á, sagan var ansi flókin og var eins gott að ég horfði á myndina með miklum áhugamanni um ræmuna.

V sjálfur

Allt yfirbragð myndarinnar fannst mér þó mjög flott og aðalpersónan hefði varla getað verið meira töff á bakvið grímuna. Sagan sem slík er skemmtileg þó svo eins og ég sagði fyrr þyrfti aðeins að fylla upp í hana fyrir mér. Ég held að annað skipti yrði jafnvel gott til þess að fara almennilega í saumana á myndinni.
6,5/10

Bourne Ultimatum (2007)


Þriðja myndin í Bourne röðinni og alls ekki sú sísta, ef eitthvað er þá nær þessi mynd að byggja upp meiri spennu en hinar tvær og hjálpaði þar til stíll kvikmyndatökunnar þar sem myndavélin var oft látin hristast og það að meðllengd skota var einungis 2 sekúndur sem er alveg hreint rosalegt. Hlýtur að vera rosalega pirrandi að vinna að svoleiðis verkefni, endalaust verið að stilla upp á nýtt fyrir nýtt skot. Þetta tvennt hrifsar mann inn í hraða atburðarásina og heldur manni við efnið. Sagan er líka nokkuð góð eins og oft vill verða þegar kvikmyndir eru byggðar á bókum. Matt Damon fer af kostum að vanda og sínir snilli sína bakvið myndavélina. Fátt meira að segja um þessa mynd gefum henni 8/10 mögulegum.

Sunday, October 14, 2007

My kid could paint that (2007)

Jááá... þetta er eina myndin með viti sem ég fór á RIFF. Myndin er um undrabarn á sviði abstrakt listaverka. Myndin náði bæði að opna augu mín fyrir abstrakt list og einnig að koma mér í skilning um þetta einstaka tilvik stelpunnar. Myndin var greinilega gerð í þeim tilgangi að hreinsa orðspor fjölskyldunnar eftir illa meðferð í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum. Þar var falinni myndavél komið fyrir fyrir ofan málverk sem sem stelpan átti að mála, þegar málverkinu var lokið var greinilegt að það var ekki í sama klassa og hin málverkin sem hún hafði gert.

Til að byrja með var ég alveg handviss um að stelpan hafi gert málverkin þar sem leikstjórinn fór ekkert út í "hinn pólinn" ef svo má orða það. En þegar leið á myndina varð maður alltaf meira og meira efins um hæfileika ungu stúlkunnar þar sem fleiri og fleiri sönnunagögn um það að pabbi hennar sem er einmitt listmálari hafi hjálpað henni. Í lokin er maður komin á þá skoðun að pabbinn hjálpi allavega til við verkin því eitt sinn biður stelpan pabba sinn um að gera.. hann bregst alveg hrikalega kjánalega við og lætur eins og hún hafi aldrei sagt þetta áður. Ég held jafnvel að mamman hafi ekki heldur vitað að hann hjálpaði henni eins og fram kemur í lokinn. Niðurstaðan er því sú að heimildamyndin sem átti að hreinsa orðsporið eyðileggur bara enn meira fyrir fjölskyldunni.

Það sem ég fíla við þessa mynd er það hversu hlutlaus framleiðandinn er, maður finnur fyrir því að allar skoðanir sem maður tekur verða ekki fyrir áhrifum af myndinni. Það sem fór mest í taugarnar á mér var það hversu oft var tönnlast á sömu hlutunum, myndin byggðist á mestu leyti á viðtölum við fullorðna fólkið sem tengdist stelpunni og áttu þau það til að tala alltaf um sama hlutinn með dálítilli umorðun ég ætla að skella á hana 7 af tíu í einkunn.

Friday, October 12, 2007

Japan, Japan og Embla: Valkyrja hvíta víkingsins

Ég hafði ansi lítinn tíma fyrir RIFF í síðustu viku en komst þó á þrjár myndir. Þetta tímaleysi kom niður á valinu á myndunum og oftast voru þær valdar um 10 mínútur fyrir sýningu og þess háttar. Myndirnar sem ég sá voru Japan, Japan ; Embla: Valkyrja hvíta víkingsins og My kid could paint that. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að skella Japan, Japan og Emblu í einu og sömu færsluna sökum þess hve ómerkilegar þær eru, My kid could paint that fær hinsvegar veglegri færslu.

Við skulum byrja á horbjóðnum sem Japan, Japan var, ástæðan fyrir því að ég fór á þessa mynd var sú að hún var eina myndin sem var sýnd kl. 23:00 og var eini tíminn sem ég og bíófélagi minn gátum komist. Lýsingin á myndinni er alls ekki slæm heldur bara ágætlega heillandi og gefur enga vísbendingu um raunverulegt innihald myndarinnar. Þar er einfaldlega verið að tala um einhvern Írana sem langar til þess að fara til Japan og vinkonu hans sem langar að fara til New York. Myndin byrjaði skelfilega, introið var svona grafík frá 1970 keimlíkt introinu í Borat og einhvernveginn hafði maður á tilfinningunni að ekkert grín stæði þar á bakvið.

Sum atriðin í myndinni fóru virkilega illa í mig og ætla ég ekki að tala meira um þau, hreint út sagt ógeðsleg og gersamlega tilgangslaus. Einnig fór myndatakan hrikalega í taugarnar á mér, sem dæmi má nefna að alltaf þegar sögupersónan var að ferðast á milli staða var myndavélinni stillt upp á þrífót og miðuð út um glugga, þetta var gert þrisvar í myndinn einu sinni út um lestarglugga og síðan út um afturgluggann á bíl, þó svo að atriðunum hafi verið sýnd á fast forward stóðu þau í um eina mínútu alveg rosalega lélegt að mínu mati. Tónlistin var skelfileg. Handritið var hrikalega lélegt og samtölin ennþá verri. Stundum hafði maður á tilfinningunni að fólkið væri að reyna að gera sitt versta í leik sínum. Ég fullyrði það að allar stuttmyndirnar sem við gerðum í kvikmyndafræði eru betri en þessi mynd.

Ég gef myndinni ekkert af tíu mögulegum! Þetta er lélegasta mynd sem ég hef nokkurntímann séð PUNKTUR. ps. ég gekk út af mynd í fyrsta skipti á ævinni.

Næst skulum við demba okkur í Emblu, sú mynd var líka valin í skyndi á síðasta degi hátíðarinnar og var ég ekkert búinn að lesa um hana fyrirfram í rauninni var ástæða ferðarinnar sú að ég átti þrjá miða eftir á klippikortinu og hafði misst af myndinni sem ætlaði að sjá í Regnboganum og spændi því í Háskólabíó til þess í rauninni að ná einhverri mynd. Ég vissi því ekkert við hverju var að búast, alla sýninguna hélt ég t.d. að þetta væri ný mynd því salurinn var hrikalega vel með á nótunum og hafði ég á tilfinningunni að framleiðendur myndarinnar væru í salnum. Annað kom á daginn, myndin er nefnilega einhver endurklipping af einhverri mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson (ég er greinilega ekki nógu vel að mér í hans verkum). Ef við pælum í myndinni sjálfri fannst mér hún nokkuð vel gerð og fannst mér flott hvað samtölin urðu ekki kjánaleg eins og oft vill verða í myndum sem eiga að gerast á víkingatímanum. Ég verð því bara að segja að ég hafði nokkuð gaman af henni, eða kannski ekki gaman heldur svona meira hún hélt mér við efnið. Myndin náði þó ekki að byggja upp nógu góða spennu eins og er nauðsynlegt í víkingamyndum.

Myndinni verður ekki gefin einkunn.

The General (1927)

Jæja, núna þarf maður að fara að henda inn færslum hérna. Kominn tími til. Reyndar orðið ansi langt síðan við horfðum á The General en ég bara verð að skrifa um hana. Fyrir myndina hafði ég ekki mikla trú á henni, þögul og svört hvít mynd hljómaði bara alls ekki spennandi í mínum eyrum, viðurkenni það að ég hef ekki verið að gefa þessum myndum mikinn sjéns í gegnum tíðina þetta viðhorf mitt gjörbreyttist algjörlega.

Myndin er stórskemmtileg, hélt að þetta yrði svona frekar döll eins og ég sagði áðan en málið er bara að það þarf enga texta til þess að horfa á svona. Maður getur nánast ímyndað sér í hverju einasta atviki getið sér til um hvað maðurinn er að hugsa eða að segja svipbrigðin eru svo mögnuð. Eitt atvik fannst mér sérstaklega skemmtilegt á þennan máta, það var þegar Buster Keaton var nýbúinn að bjarga stelpunni og hún segir honum hvað hann hafði verið rosalega mikil hetja and so on, Keaton þurfti ekki að segja neitt á móti því upp kom þessi svipur sem allir þekkja "tjahh.. þetta var nú ekkert svo rosalegt" s.s. dró úr afrekum sínum. Þessari senu hafði ég rosalega gaman af.

Allur aulahúmorinn þarna var líka gjörsamlega að slá í gegn hjá mér og fannst mér frumleikinn rosalegur og hvert atriði sniðugra en atriðið á undan.

Myndin fær átta af tíu mögulegum!