Monday, September 17, 2007

The thing (1982)


Já það var vídeokvöld hjá okkur strákunum síðustu helgi þar sem við þurftum að vakna snemma í esjugöngu daginn eftir. Myndin sem varð fyrir valinu var The thing, þar sem Bóbó (Ingólfur) og Slanmaðurinn (Árni Þór) höfðu talað ansi vel um þessa mynd byrjaði ég að bryðja doritosið með meiri hörku en venjulega þar sem ég bjóst við góðri mynd. Sú varð raunin að svona mestu leyti en þó voru óskir mínar ekki uppfylltar að öllu leyti, vissulega er myndin virkilega spennandi og eru nokkur atriði t.d. þegar verið er að athuga hver er sýktur og hver ekki virkilega spennandi. En sú staðreynd að skrímslið er skoðað aðeins og vel og er ekki mjög ógnvekjandi (það er að segja árásargjarnt) varpar svolítið hulunni af leyndardómnum. Andrúmsloftið sem skapast á þessum afskekkta stað er samt algjör snilld þar sem hver sem er getur verið sýktur og engum er hægt að treysta, eitt var þó ansi pirrandi við myndina var að mér fannst svolítið verið að sýna sama atriðið aftur og aftur þar sem einhver nýr sýktist og drepa þurfti hann, þetta með geimverurnar var alveg góð pæling en það þarf bara ekki að brenna allt þrisvar sinnum þó að flame throwerinn sé ýkt svalur. Myndin sjálf fannst mér þó ansi góð skemmtun og gat ég bæði hlegið og orðið spenntur.

Eitt langar mig samt að minnast á sem tengist myndinni mjög lítið, við strákarnir erum nefnilega allt of oft að lenda í því að DVD diskarnir sem við leigjum séu bilaðir og hökta nú eða bara stöðva í miðri mynd. Þetta kom nú ekki fyrir á gömlu vídjóspólunum, Gynjan (Gunnar Atli) stórvinur okkar og sá okkar sem er með stærsta hausinn (enda ólympíuliðsmaður í eðlisfræði) vill meina að DVD tækið hjá Jýjunni (Jón Gunnar Jónsson) Phillips af einhverri gerð sé of vandað og segir að þessi galli sé þekktur það er að segja að vönduðu tækin séu að lesa diskana of vel, og það að tækin sem fást á 5 k í bónus einfaldlega hoppi yfir svona rispur í disknum, ef einhver veit eitthvað meira um málið væri ég endilega til í að heyra hans álit.

The thing fær 7 metra fyrri ágætis afþreyingu.

3 comments:

Bóbó said...

klárlega, hata þessa DVD tækni. Af hverju gerðu þeir ekki bara einsog nintendo 64 þar sem leikirnir voru minniskubbar?

Marinó Páll said...

það væri náttla alveg bilað, er það ekki bara næsta skref beila á þessum diskum og henda þessu á kubba...

Björn Brynjúlfur said...

Jú klárlega og bledzig.