Ég hafði ansi lítinn tíma fyrir RIFF í síðustu viku en komst þó á þrjár myndir. Þetta tímaleysi kom niður á valinu á myndunum og oftast voru þær valdar um 10 mínútur fyrir sýningu og þess háttar. Myndirnar sem ég sá voru Japan, Japan ; Embla: Valkyrja hvíta víkingsins og My kid could paint that. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að skella Japan, Japan og Emblu í einu og sömu færsluna sökum þess hve ómerkilegar þær eru, My kid could paint that fær hinsvegar veglegri færslu.
Við skulum byrja á horbjóðnum sem Japan, Japan var, ástæðan fyrir því að ég fór á þessa mynd var sú að hún var eina myndin sem var sýnd kl. 23:00 og var eini tíminn sem ég og bíófélagi minn gátum komist. Lýsingin á myndinni er alls ekki slæm heldur bara ágætlega heillandi og gefur enga vísbendingu um raunverulegt innihald myndarinnar. Þar er einfaldlega verið að tala um einhvern Írana sem langar til þess að fara til Japan og vinkonu hans sem langar að fara til New York. Myndin byrjaði skelfilega, introið var svona grafík frá 1970 keimlíkt introinu í Borat og einhvernveginn hafði maður á tilfinningunni að ekkert grín stæði þar á bakvið.
Sum atriðin í myndinni fóru virkilega illa í mig og ætla ég ekki að tala meira um þau, hreint út sagt ógeðsleg og gersamlega tilgangslaus. Einnig fór myndatakan hrikalega í taugarnar á mér, sem dæmi má nefna að alltaf þegar sögupersónan var að ferðast á milli staða var myndavélinni stillt upp á þrífót og miðuð út um glugga, þetta var gert þrisvar í myndinn einu sinni út um lestarglugga og síðan út um afturgluggann á bíl, þó svo að atriðunum hafi verið sýnd á fast forward stóðu þau í um eina mínútu alveg rosalega lélegt að mínu mati. Tónlistin var skelfileg. Handritið var hrikalega lélegt og samtölin ennþá verri. Stundum hafði maður á tilfinningunni að fólkið væri að reyna að gera sitt versta í leik sínum. Ég fullyrði það að allar stuttmyndirnar sem við gerðum í kvikmyndafræði eru betri en þessi mynd.
Ég gef myndinni ekkert af tíu mögulegum! Þetta er lélegasta mynd sem ég hef nokkurntímann séð PUNKTUR. ps. ég gekk út af mynd í fyrsta skipti á ævinni.
Næst skulum við demba okkur í Emblu, sú mynd var líka valin í skyndi á síðasta degi hátíðarinnar og var ég ekkert búinn að lesa um hana fyrirfram í rauninni var ástæða ferðarinnar sú að ég átti þrjá miða eftir á klippikortinu og hafði misst af myndinni sem ætlaði að sjá í Regnboganum og spændi því í Háskólabíó til þess í rauninni að ná einhverri mynd. Ég vissi því ekkert við hverju var að búast, alla sýninguna hélt ég t.d. að þetta væri ný mynd því salurinn var hrikalega vel með á nótunum og hafði ég á tilfinningunni að framleiðendur myndarinnar væru í salnum. Annað kom á daginn, myndin er nefnilega einhver endurklipping af einhverri mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson (ég er greinilega ekki nógu vel að mér í hans verkum). Ef við pælum í myndinni sjálfri fannst mér hún nokkuð vel gerð og fannst mér flott hvað samtölin urðu ekki kjánaleg eins og oft vill verða í myndum sem eiga að gerast á víkingatímanum. Ég verð því bara að segja að ég hafði nokkuð gaman af henni, eða kannski ekki gaman heldur svona meira hún hélt mér við efnið. Myndin náði þó ekki að byggja upp nógu góða spennu eins og er nauðsynlegt í víkingamyndum.
Myndinni verður ekki gefin einkunn.
Friday, October 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Japan, Japan er einmitt sú mynd á hátíðinni sem ég hefði ekki farið á þótt mér væri borgað fyrir það. Lýsingarnar sem ég hafði heyrt á henni voru virkilega ósmekklegar. Til dæmis var ég búinn að heyra lýsingu á upphafsskotinu (ætla ekki að fara nánar út í það). Leitt að þú skulir hafa lent á þessari.
Post a Comment