Kvikmyndafræði sem valgrein hefur svo sannarlega staðið undir væntingum sem af er og hef ég á tilfinningunni að þetta eigi bara eftir að batna. Ég ætla aðeins að renna í gegnum það hels.
Þar sem ég skrifaði aldrei neitt um suttmyndina er um að gera að hripa dálítið um það. Að vinna með strákunum að trailer var ótrúlega skemmtilegt og tel ég að okkar verkefni hafi verið ansi metnaðarfullt. Að gera trailer á myndave´l sem maður verður að taka allt í réttri röð er rosalega mikil vinni, við svindluðum samt smá og klipptum hljóðrásina eftir á . Mér fannst einkunnin ásættanleg sem við fengum en svolítið leiðinlegt að vera neðstu af öllum, og ég eiginlega get ekki veirð sammála því að okkar saga hafið verið neitt verri en hjá hinum hópunum ekk það að ég nefni nein nöfn :D.
Sú sem stendur upp úr af þeim sem við horfðum á á mánudögunum góðu er án ef The General með Buster Keyton. Sá maður er meistari og er kveikjan að mörgu gríni sem kom á eftir honum.
Riff hátíðin var annar hápunktur en val mitt á myndum var skelfileg og nefni ég Japan, Japan því til stuðnings. Ég má til með að benda ykkur á imdb slóðin fyrir myndina http://imdb.com/title/tt1090327/ þar lýsir annar Íslendingur skoðun sinni á myndinni. Svo maður vitni nú aðeins í hann þá segir hann meðal annars:" I'm so furious for having wasted 65 minutes of my life, watching this piece of crap, that I created a user account on here simply to warn people about it." Sem betur fer fór ég á aðrar myndir eina góða, eina lélega, My kid could paint that var besta myndin sem ég sá og gerði hún hátíðin því fyrir mér. Greinilegt að maður þarf að kynna sér myndirnar betur áður en maður fer næst.
Fyrirlesturinn um Wilder var mjög fræðandi og gaman að vera "neyddur" til að horfa á myndir eftir þennan flotta leikstjóra. Af myndum hans standa upp úr Double Indemnity og The Lost weekend.
Það sem mér finnst vanta í áfangan er fleira verklegt en ég býst við því að það komi eftir áramóti. Takk fyrir önnina.
Thursday, December 6, 2007
Fangelsissjónvarpsefni
Allt frá því ég var lítill strákur hef ég hiellast mikið af fangelsisþáttum og fangelsiskvikmyndum. Frá Shawshank til Prison Break og frá Green Mile til Hurricane af öllu heillaðist ég gífurlega. Svolítið merkilegt að tvær af myndunum sem ég nefni hér eru byggðar á skáldsögum eftir Stephen King en hvað um það..
Það er einfaldlega eitthvað sem fellur mjög vel í kramið í þessu öllu. Ég held að það sé þessi smækkaða mynd af samfélagi innan veggja fangelsisins. Þar fer nánast alltaf fram eins og fyrir utan múran en formið er bara aðeins öðruvísi. Valdabaráttan og klíkumyndanir eru einnig áhugaverðar og alltaf gaman að fylgjast með því. Alltaf er einn maður sem getur reddað öllum vörum og eru sígarettur oftar en ekki gjaldmiðill. Týpurnar eru líka oft á tíðum mjög líka á milli myndi, það er harða týpan, mafíu bossinn, klári gaurinn, þeldökka krúið osffv. Ekki sakar það síðan þegar sagan snýst um það að brjótast út í frelsið og þær örvængingafullu leiðir sem menn nota þá. Það er allavega eitthvað sem er bara svo kúl við þessa fangelsispælingu....
Það er einfaldlega eitthvað sem fellur mjög vel í kramið í þessu öllu. Ég held að það sé þessi smækkaða mynd af samfélagi innan veggja fangelsisins. Þar fer nánast alltaf fram eins og fyrir utan múran en formið er bara aðeins öðruvísi. Valdabaráttan og klíkumyndanir eru einnig áhugaverðar og alltaf gaman að fylgjast með því. Alltaf er einn maður sem getur reddað öllum vörum og eru sígarettur oftar en ekki gjaldmiðill. Týpurnar eru líka oft á tíðum mjög líka á milli myndi, það er harða týpan, mafíu bossinn, klári gaurinn, þeldökka krúið osffv. Ekki sakar það síðan þegar sagan snýst um það að brjótast út í frelsið og þær örvængingafullu leiðir sem menn nota þá. Það er allavega eitthvað sem er bara svo kúl við þessa fangelsispælingu....
Beowulf (2007)
Ray Winstone, Angelina Jolie og Anthony Hopkins tölvugerð er það einhver pæling? Já, svo sannarlega ef myndinni er skellt í 3D og varpað á stóran skjá verður sú upplifun bara helvíti góð.
Í fyrsta lagi er þessi mynd ekki bara 3D til þess að vera 3D því að söguþráðurinn og öll umgerð myndarinnar er einfaldlega til fyrirmyndar, 3D fítusinn er bara bónus. Tölvuteikining er skuggalega góð og alveg fáranlegt hversu mikil nákvæmni er komin í þessa tækni. Á sínum tíma gapti maður yfir Final Fantasy en þessi mynd er bara á allt öðru leveli, bæði gæðalega séð og sögulega.
Spennan í myndninn verður á köflum rosaleg og bardagaatriðin eru hverju öðru flottara ekki skemmir síðan fyrir aðf á spjót í andlitið og virkilega þurfa að loka augunum, svo klikkuð er þessi þrívídd. Ég gef bjólfskviðu 8,5/10 og á hún það fyllilega skilið.
Í fyrsta lagi er þessi mynd ekki bara 3D til þess að vera 3D því að söguþráðurinn og öll umgerð myndarinnar er einfaldlega til fyrirmyndar, 3D fítusinn er bara bónus. Tölvuteikining er skuggalega góð og alveg fáranlegt hversu mikil nákvæmni er komin í þessa tækni. Á sínum tíma gapti maður yfir Final Fantasy en þessi mynd er bara á allt öðru leveli, bæði gæðalega séð og sögulega.
Spennan í myndninn verður á köflum rosaleg og bardagaatriðin eru hverju öðru flottara ekki skemmir síðan fyrir aðf á spjót í andlitið og virkilega þurfa að loka augunum, svo klikkuð er þessi þrívídd. Ég gef bjólfskviðu 8,5/10 og á hún það fyllilega skilið.
Wednesday, December 5, 2007
Dexter
Þó svo að Bóbó sé búinn að gera þessum besta þætti ansi góð skil á sínu bloggi ætla ég samt sem áður að fjalla lítið eitt um hann. Ég ætla að reyna að svara einni spurningu.
1. Af hverju er þetta svona góður þáttur?
Í fyrsta lagi er það Michael C. Hall sem leikur aðalhlutverkið, þann morðóða Dexter. Þessi þáttur hefur gert hann að uppáhalds leikaranum mínum. Oftast er rauðhært fólk ekkert rosalega töff, fyrir utan kannski Horatio í CSI: Miami, en hér er sönnun þess 7 minutes of Horatio Caine/David Caruso one-liners. En Micheal C. Hall fer í nýjar hæðir í svalleika sem hinn tilfinningalausi morðingi Dexter. Micheal hefur fátt unnið sér til frægðar fyrir þættina fyrtir utan Six feet under þar sem hann lék einhvern gaur. Aðrar persónur í þáttunum eru líka frábærar og má þar nefna Dokes sem er álíka harður og Dexter. Systir Dexters er einnig ákaflega góður karakter þó svo að maður hati hana alltaf, er rosalega kjánaleg alltaf en samt er alveg á hreinu að hún er bráðnauðsynleg persóna í þættinum.
Annað sem heillar við þessa þætti eru einfaldlega vinnubrögðin hjá Dexter, það er kannski kjánalegt að segja frá þessu en maðurinn er algjör fagmaður á sínu sviði og auðvitað er hægt að dást að því þó svo að starfið sé kannski ekki eftirsóknarvert.
Allt þetta er líka svo rosalega ögrandi og ómannlegt að maður getur ekki slitið sig frá þessu. Þetta er allt svo sick og vorum við Bóbó einmitt að tala um það um daginn hvernig þessi pæling virki, þ.e. svona failsafe í réttarkerfinu (s.s. Dexter sem drepur menn sem komast hjá sakfellingum). Þetta er virkilega góð hugmynd en raunveruleikinn er bara svo rosalega sjokkerandi og tók maður sérstaklega eftir því í nýjasta þættinum sem var frumsýndur á mánudaginn vestra.
Þátturinn er byggður á skáldsögunum Darkly dreaming Dexter og Dearly Devoted Dexter og eru það bækur sem maður þarf pottþétt að fara að kynna sér. Söguþráður þáttanna er samt ansi frábrugðin bókunum og að ég held einfaldlega meira spennandi og skemmtilegri. Í bókunum er Dexter sjálfur t.d. aldrei í hættu að láta ná sér en önnur þátta serían fjallar nánast bara um það.
Allavega hvet ég alla til þess að kynna sér þetta sjónvarpsefni, og þar sem torrent.is hefur verið lokað er um að gera að skella sér inn á nýju íslensku torrentsíðuna www.thevikingbay.org og dl. öllu klabbinu. Takk fyrir mig.
1. Af hverju er þetta svona góður þáttur?
Í fyrsta lagi er það Michael C. Hall sem leikur aðalhlutverkið, þann morðóða Dexter. Þessi þáttur hefur gert hann að uppáhalds leikaranum mínum. Oftast er rauðhært fólk ekkert rosalega töff, fyrir utan kannski Horatio í CSI: Miami, en hér er sönnun þess 7 minutes of Horatio Caine/David Caruso one-liners. En Micheal C. Hall fer í nýjar hæðir í svalleika sem hinn tilfinningalausi morðingi Dexter. Micheal hefur fátt unnið sér til frægðar fyrir þættina fyrtir utan Six feet under þar sem hann lék einhvern gaur. Aðrar persónur í þáttunum eru líka frábærar og má þar nefna Dokes sem er álíka harður og Dexter. Systir Dexters er einnig ákaflega góður karakter þó svo að maður hati hana alltaf, er rosalega kjánaleg alltaf en samt er alveg á hreinu að hún er bráðnauðsynleg persóna í þættinum.
Annað sem heillar við þessa þætti eru einfaldlega vinnubrögðin hjá Dexter, það er kannski kjánalegt að segja frá þessu en maðurinn er algjör fagmaður á sínu sviði og auðvitað er hægt að dást að því þó svo að starfið sé kannski ekki eftirsóknarvert.
Allt þetta er líka svo rosalega ögrandi og ómannlegt að maður getur ekki slitið sig frá þessu. Þetta er allt svo sick og vorum við Bóbó einmitt að tala um það um daginn hvernig þessi pæling virki, þ.e. svona failsafe í réttarkerfinu (s.s. Dexter sem drepur menn sem komast hjá sakfellingum). Þetta er virkilega góð hugmynd en raunveruleikinn er bara svo rosalega sjokkerandi og tók maður sérstaklega eftir því í nýjasta þættinum sem var frumsýndur á mánudaginn vestra.
Þátturinn er byggður á skáldsögunum Darkly dreaming Dexter og Dearly Devoted Dexter og eru það bækur sem maður þarf pottþétt að fara að kynna sér. Söguþráður þáttanna er samt ansi frábrugðin bókunum og að ég held einfaldlega meira spennandi og skemmtilegri. Í bókunum er Dexter sjálfur t.d. aldrei í hættu að láta ná sér en önnur þátta serían fjallar nánast bara um það.
Allavega hvet ég alla til þess að kynna sér þetta sjónvarpsefni, og þar sem torrent.is hefur verið lokað er um að gera að skella sér inn á nýju íslensku torrentsíðuna www.thevikingbay.org og dl. öllu klabbinu. Takk fyrir mig.
Cidade de Deus (2002)
Úff úff úfff... þetta er ein rosaleg mynd maður, besta mynd sem ég hef séð í langan tíma.
Myndin fjallar um lífshlaup stráks að nafni Rocket sem elst upp í fátækrarhverfunum í Rio de Janeiro á 6. og 7. áratugnum. Þessi strákur tengist óbeint inn í mafíuheiminn og á því auðvelt með að segja sögur af honum, sem hann gerir einstaklega vel. Fylgist hann með þróun þessara klíka í gegnum súrt og sætt. Þessi saga er svo átakanleg og vel sögð að það hálfa væri hellingur. Skiptingarnar á milli mismunandi saga er líka til fyrirmyndar, það er hreint með ólíkindum hvernig þetta flýtur um skjáinn með engri fyrirhöfn.
Sum atriðin eru líka hrottafenginn og manni líður virkilega illa að sjá meðferð aðalbófans á vinum sínum og öðrum, hann sýnir enga virðingu og skýtur menn oftast áður en þeir ná að segja orð. Ekki mjög hetjuleg morð oft á tíðum. Þrátt fyrir þetta samgleðst maður sögumanninum sem gengur vel og í endann nær hann meira að segja að láta draum sinn rætast um að gerast ljósmyndari, og er það vegna góðra tengsla hans við mafíuna sem það gengur í gegn.
Sérstaklega dáðist ég af kvikmyndatökunni sem var ótrúlega skemmtileg á köflum. Má þar nefna dæmi um þegar sögumaður fer yfir eigendur ákveðins húsnæðis sem aðalbófinn eignaðist síðan. Þar er myndavélin höfð kyrr á sama stað á meðan allt rennur í gegn. Innréttingar breytast og mismunandi fólk býr á staðnum en alltaf er myndavélin höfð á sama stað.
Síðan finnst mér alltaf heillandi þegar myndir eru á því tungumáli sem talaðar eru í landinu sjálfu það gefur myndinni alltaf ákveðinn raunveruleikablæ, óþolandi að allar myndir hvort sem þær gerast í Asíu eða Róm hið forna séu með ensku tali. Portúgalskan er s.s. alveg að virka í þessari mynd.
Þessi mynd er snilld ég hef ekkert meira að segja um það 9/10 . Takk fyrir.
Myndin fjallar um lífshlaup stráks að nafni Rocket sem elst upp í fátækrarhverfunum í Rio de Janeiro á 6. og 7. áratugnum. Þessi strákur tengist óbeint inn í mafíuheiminn og á því auðvelt með að segja sögur af honum, sem hann gerir einstaklega vel. Fylgist hann með þróun þessara klíka í gegnum súrt og sætt. Þessi saga er svo átakanleg og vel sögð að það hálfa væri hellingur. Skiptingarnar á milli mismunandi saga er líka til fyrirmyndar, það er hreint með ólíkindum hvernig þetta flýtur um skjáinn með engri fyrirhöfn.
Sum atriðin eru líka hrottafenginn og manni líður virkilega illa að sjá meðferð aðalbófans á vinum sínum og öðrum, hann sýnir enga virðingu og skýtur menn oftast áður en þeir ná að segja orð. Ekki mjög hetjuleg morð oft á tíðum. Þrátt fyrir þetta samgleðst maður sögumanninum sem gengur vel og í endann nær hann meira að segja að láta draum sinn rætast um að gerast ljósmyndari, og er það vegna góðra tengsla hans við mafíuna sem það gengur í gegn.
Sérstaklega dáðist ég af kvikmyndatökunni sem var ótrúlega skemmtileg á köflum. Má þar nefna dæmi um þegar sögumaður fer yfir eigendur ákveðins húsnæðis sem aðalbófinn eignaðist síðan. Þar er myndavélin höfð kyrr á sama stað á meðan allt rennur í gegn. Innréttingar breytast og mismunandi fólk býr á staðnum en alltaf er myndavélin höfð á sama stað.
Síðan finnst mér alltaf heillandi þegar myndir eru á því tungumáli sem talaðar eru í landinu sjálfu það gefur myndinni alltaf ákveðinn raunveruleikablæ, óþolandi að allar myndir hvort sem þær gerast í Asíu eða Róm hið forna séu með ensku tali. Portúgalskan er s.s. alveg að virka í þessari mynd.
Þessi mynd er snilld ég hef ekkert meira að segja um það 9/10 . Takk fyrir.
Tuesday, December 4, 2007
Blades of glory ofl.
ATH. ÞESSI FÆRSLA ER EKKI HÉR VEGNA KVIKMYNDLEGS EÐLIS.
Mig langaði nefnilega bara aðeins að fjalla um þessar fjöldaframleiddu grínmyndir með Will Ferrel og co. Ég verð líka að viðurkenna að flestar af þessum myndum eru alveg hreint frábærar til að mynda The Anchorman sem er líklega fyndnasta mynd sem ég hef séð og Old School fylgir fast á hæla hennar. Þessar myndir hans eru allar með sömu uppskrift og er maður að sjá sama atriðið aftur og aftur með örlitlum breytingum. En alltaf virkar þetta jafnvel og Will Ferrel nær einhvernveginn alltaf að gera þessa hluti bráðskemmtilega. Alltaf er hann líka látinn leika aðalkjánann sem er barnalegur en heldur að hann sé töff (sbr. Anchorman, Blades of glory, Wedding crashers), en já, Held þessi pæling sé bara búin.. ekkert merkilegt annað en að þessir gæjar græða peninga á fjöldaframleiddum bíómyndum.. snilld.
Mig langaði nefnilega bara aðeins að fjalla um þessar fjöldaframleiddu grínmyndir með Will Ferrel og co. Ég verð líka að viðurkenna að flestar af þessum myndum eru alveg hreint frábærar til að mynda The Anchorman sem er líklega fyndnasta mynd sem ég hef séð og Old School fylgir fast á hæla hennar. Þessar myndir hans eru allar með sömu uppskrift og er maður að sjá sama atriðið aftur og aftur með örlitlum breytingum. En alltaf virkar þetta jafnvel og Will Ferrel nær einhvernveginn alltaf að gera þessa hluti bráðskemmtilega. Alltaf er hann líka látinn leika aðalkjánann sem er barnalegur en heldur að hann sé töff (sbr. Anchorman, Blades of glory, Wedding crashers), en já, Held þessi pæling sé bara búin.. ekkert merkilegt annað en að þessir gæjar græða peninga á fjöldaframleiddum bíómyndum.. snilld.
羅生門, Rashōmon (1950)
Maður elskar blogspottið, breggst manni á versta tíma. Var búinn að skrifa heví færslu um þessa mynd en blogger klúðraði þessu. Allavega
Rashomon, fjallar um vitni og sögur þeirra á einum ákveðnum glæp. Glæpnum er lýst frá sjónarhorni nokkurra sögumanna og allir segja þeir ólíkar sögur. Kurosawa er sá fyrsti sem notar þessa frásagnaraðferð og á heiður skilinn fyrir það. Hins vegar finnst mér margt ábótavant í myndinni og er það líklega vegna þess að sagan er sögð frá of mörgum sjónarhornum og verður eins og Gummi saga myndi orða það "ansi þreytandi þarna aftast". Einnig fannst mér eitthvað kjánalegt við söguna sjálfa mér fannst hún ekki nógu áhugaverð og sögusviðið var ekki merkilegt, fyrir utan kofann sem rigningin dundi á þar sem sögumennirnir sögðu hver sína sögu.
Rashomon fær sæmilega einkunn.
Rashomon, fjallar um vitni og sögur þeirra á einum ákveðnum glæp. Glæpnum er lýst frá sjónarhorni nokkurra sögumanna og allir segja þeir ólíkar sögur. Kurosawa er sá fyrsti sem notar þessa frásagnaraðferð og á heiður skilinn fyrir það. Hins vegar finnst mér margt ábótavant í myndinni og er það líklega vegna þess að sagan er sögð frá of mörgum sjónarhornum og verður eins og Gummi saga myndi orða það "ansi þreytandi þarna aftast". Einnig fannst mér eitthvað kjánalegt við söguna sjálfa mér fannst hún ekki nógu áhugaverð og sögusviðið var ekki merkilegt, fyrir utan kofann sem rigningin dundi á þar sem sögumennirnir sögðu hver sína sögu.
Rashomon fær sæmilega einkunn.
Sjunde inseglet, Det (1957)
Myndin er vissulega töff. Og eru það þessi nokkru "atriði" eins og í svo mörgum myndum sem gera þessa mynd að mínu mati. Við þurfum nú varla að tiltaka upphafsatriðið í því samhengi.Sagan fannst mér ágæt og var hún jafnvel hlægileg á tímum. Dauðinn sjálfur sem er einna eftirminnilegasta persónan úr myndinni fannst mér heldur til veiklulegur samt og ekki lýsandi fyrir svarta dauða sem fór um löndin og veigraði engu. Dauðinn finnst mér eiga að vera hræðilegur allavega í sambandi við plágurnar miklu.
Ég varð þó ekki alveg nógu ánægður með útkomuna og bjóst ég við meiru af meistara Bergman. Ég mun samt pottþétt eftir að kynna mér fleiri myndir eftir kallinn.
8 og hálfur (1963)
Jæja eftir að hafa yfirgefið hópinn eftirminnilega við sýningu á myndinni, datt ég niður á hana um daginn. Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að mamma er með einhverja dellu núna og er búinn að vera að horfa á gamlar og misgóðar myndir undanfarið. Ég hef því miður misst af þeim flestum en datt inn í 8 og hálfan um daginn þegar hún var leigð.
Því miður reyndust þessar fyrstu þrjátíu mínútur myndarinnar sem ég sá í stofunni vera lýsandi fyrir restina á henni. Ég var því ekki heillaður af þessari mynd. Þessi skiptingar milli draumaheims og raunveruleika fóru kannski með mig en ég held að það sé þó ekki málið. Myndin fjallar um þennan leikstjóra sem langar rosalega að festa óbeislaðar hugmyndir sínar á filmu og nær 8 1/2 svo sannarlega að beisla þá þörf því allt er gjörsamlega í rugli bæði í sögunni og í myndinni sem á að fanga söguna. Jæjaa... neikvæðar færslur er ekki skemmtilegar...
Marri Palli Vaff var allavega ekki sáttur.
Því miður reyndust þessar fyrstu þrjátíu mínútur myndarinnar sem ég sá í stofunni vera lýsandi fyrir restina á henni. Ég var því ekki heillaður af þessari mynd. Þessi skiptingar milli draumaheims og raunveruleika fóru kannski með mig en ég held að það sé þó ekki málið. Myndin fjallar um þennan leikstjóra sem langar rosalega að festa óbeislaðar hugmyndir sínar á filmu og nær 8 1/2 svo sannarlega að beisla þá þörf því allt er gjörsamlega í rugli bæði í sögunni og í myndinni sem á að fanga söguna. Jæjaa... neikvæðar færslur er ekki skemmtilegar...
Marri Palli Vaff var allavega ekki sáttur.
Subscribe to:
Posts (Atom)