Tuesday, April 15, 2008

0:15 (2008)





















Stuttmyndin 0:15 var leikstýrt af nokkrum þaulvönum kvikmyndagerðamönnum, sem meðal annars hafa getið sér gott orð fyrir Trailerinn af Gimsteinaþjófinum og handritið af Leiðarsteininum. Þessir kumpánar heita Andrés Gunnarsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Emil Harðarson, Marinó Páll Valdimarsson og Svavar Konráðsson. Handritið af Leiðarsteininum er án efa metnaðarfyllsta stuttmyndarhandrit seinni tíma og er það líklega vegna þess að koma átti fyrri heilli bíómynd í stuttmynd. Gaman er að segja frá því að stuttmyndin 0:15 átti í rauninni að vera stuttmynd eftir handritinu Leiðarsteininn en ákváðu framleiðendur á síðustu stundu að gjörbylta framleiðslunni.

Framleiðendur hittust á laugardagsmorgni og var ákvörðunin um að sleppa því nota handritið af Leiðarsteininum samþykkt samróma, aðallega vegna gífurlegs fórnarkostnaðar sem fylgdi því að eyða svo miklum tíma í myndina sem stefndi í það að vera 25 mínútur með urmul tökustaða og persóna. Handritið af 0:15 var skrifað á um 45 mínútum og var þar lauslega skipt niður í senur. Notast var í A4 blað og því skipt í tvennt eftir útisenum og innisenum. Söguþráðurinn breyttist síðan örlítið eftir smekk þegar leið á tökur. Tökustaður var Túngata 41 og var Túngatan einnig notuð í nokkrum skotum. Umfangsmesta skotið var líklega þegar Andrés og Emil hlaupa eins og þeir eiga lífið að leysa, í þeirri töku var myndavélinni komið fyrir í skotti Nissan Terrano 2 og hann látinn keyra niður götuna. Kostnaður myndarinnar var hverfandi og vegur þar þyngst matur fyrir tökulið og leikara.

Öll framleiðsla var til fyrirmyndar og bar Svavar nokkur Konráðsson þar höfuð og herðar yfir aðra. Hann hefur mikla reynslu í kvikmyndagerð og má þar nefna tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. Svavar stjórnaði kvikmyndatöku með harðri hendi og tókst ansi vel til. Lýsing og hljóð var líka ágætlega vel unnið af restinni af framleiðendum. Það sem gerði myndina svona flott var líklega þessi fagmannlega vinna sem gerði gæfumuninn. Vitna má í orð Eyjólfs þegar hann hafði séð myndina í annað skipti. Eyjólfur sagði orðrétt: "Það sem gerir þetta svo kúl er hversu pró þetta lítur út fyrir að vera". Eyjólfur á þarna líkleag við það sem ég nefni hér á undan.

Söguþræði myndarinnar var ætlað að skilja áhorfendur svolítið eftir í loftinu í lok myndarinnar. Uppi voru pælingar um að láta myndina enda þegar bíllinn keyrir á Emil en lokaniðurstaðan var sú að láta hana enda þegar Emil vaknar enn eitt skiptið í fanginu á Andrési. Töldu framleiðendur að það myndi skapa meiri tilfinningar og hrífa áhorfanann með í atburðarrásina.

Tónlist myndarinnar var frumsamin af honum Hrafnkell Brimar Hallmundsson og á hann hrós skilið fyrir sitt framlag. Tónlistin átti mjög vel við myndina og tók ekki athyglina frá söguþræði heldur flaut vel með öllu því sem fram fór.

Í heildina litið voru menn sáttir við myndina og vil ég þakka öllum framleiðendum hennar fyrir skemmtilegar stundir við gerð hennar.

3 comments:

Emil said...

Fyrir hönd hinna framleiðendanna vil ég einnig þakka þér fyrir góða tíma og snilldar mynd. Sjáumst á Cannes.

Jolli said...

Gott quote og góð mynd!

Siggi Palli said...

Fín færsla um flotta mynd. 6 stig.