Wednesday, April 16, 2008

Kvikmyndafræði/gerð a la Siggi Palli

Jæja þá er komið að því, lokafærslan. Maður kveður þetta blogg með mikilli sorg. Þegar ég byrjaði í greininni og byrjaði að blogga verð ég samt að viðurkenna að mér fannst þetta djöfulsins kvöð að þurfa að blogga um 30 myndir á einni önn og kristallast það kannski í því hve lítinn metnað ég lagði ég margar færslur fyrir jól. Þegar leið á vorönnina og nýja einkunnakerfið kom inn leist mér nú ekki á blikuna, ekki var nóg með það að ég þyrfti að fara að blogga með meiri gæðum heldur þyrfti ég líka að ná einhverjum hundrað stigum og það var ég ekki sáttur með.

EN þegar ég loksins asnaðist til þess að vanda mig við þetta og framleiða nokkrar toppfærslur rann upp fyrir mér hvað þetta er skemmtilegt. Öll sú vinna sem maður setur í eina færslu verður maður ennþá sáttari með þegar maður sér færsluna í öllu sínu veldi á bloggsíðunna. Þegar ég lít aftur þá sé ég eiginlega eftir því að hafa ekki verið að leggja nógu mikla vinnu í þetta bæði fyrir áramót og fyrrihluta þessa misseris. Auk þessa þá held ég að þetta sé bara frekar góð æfing fyrir stúdentsprófið í íslenskri ritgerð sem er nú á næsta leyti því ekki er slæmt að vera góður í því að buna út úr sér íslenskunni þar.

Verklegi þáttur kennslunnar:

Verklegi þáturinn samanstóð af stuttmyndunum tveimur. Varðandi fyrri stuttmyndina þá var lærimeistari að spekúlera í því að breyta forminu á henni úr því að vera klippt í vélinni í það að hóparnir fengju tvo daga í það að klippa og skjóta. Það form held ég að myndi ekki henta allavega ekki ef strákarnir kynnu ekki á forritið. Ef hægt væri að hafa einhversskonar klippiæfingu áður þá er hægt að skoða þetta en svo er auðvitað erfitt að eyða tveimur dögum agjörlega í svona verkefni. Mín skoðun er að það eigi að halda fyrirkomulaginu á fyrri stuttmyndinni eins og hún er og er fínt að hafa klippiæfingur úr henni síðan. Seinni stuttmyndina held ég að sé ekkert hægt að setja út á kannski mætti byrja fyrr á henni þannig að menn væur ekki neyddir til þess að fórna of miklu af stúdentsprófslæritíma í hana. En það var nú líklega bara hópunum að kenna að svona fór.

VIÐBÓT:
Síðan datt mér í hug að kannski væri sniðugt að hafa einhverskonar verkefni í þessu fagi sem tengdist því að þú Siggi Palli yrðir einskonar leikstjóri og myndir stjórna litlum hópum af nemendum í hvert skipti. Það gæti t.d. verið gerð fyrstu stuttmyndarinnar, þ.a. að einn hópur tæki eitt atriði undir þinni handleiðslu og síðan yrði úr því stuttmynd eða hvað sem er í rauninni. Held þetta gæti verið skemmtileg pæling svona til þess að hrista hópinn saman og koma mönnum aðeins í gang.

Fræðilegi hluti kennslunnar:

Varðandi hann þá finnst mér val á kvikmyndum stundum ekki alveg nógu skemmtilegt en þó er að sjálfsögðu gott að fá myndir úr sem flestum áttum. Það gæti líka vel verið að ég sé of mainstream í myndum og verð ég eiginlega bara að viðurkenna það að ég vil fá myndir svolítið eftir uppskriftinni. Það sem mér finnst líka mega bæta eru fyrirlestrar frá kvikmyndagerðamönnum og mætti jafnvel fá einhverja kvikmyndatökumenn eða klippara til þess að halda fyrirlestra og hversu skemmtilegt væri að reyna að fá "foleya" eða bara hljóðmenn til þess að tala um sína starfshætti.

Ég ætla síðan að nota þessa færslu til þess að þakka fyrir mig, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt námskeið og er ég barasta sáttur.

3 comments:

Siggi Palli said...

Ágætispunktar.
Ég er sammála með tímasetninguna á seinni stuttmyndinni og stefni að því að hafa hana í janúar næst.
Varðandi viðbótina þá hefur mér einmitt dottið í hug að gott væri að hafa einhverja svona verklega kennslu, en það er bara rosalega erfitt að útfæra það með svona stórum hóp (og hann verður líkast til stærri á næsta ári). Samt mjög góð hugmynd, og ég ætla að leggja höfuðið í bleyti til þess að finna einhverja praktíska útfærslu á þessu.

Takk fyrir veturinn.

Siggi Palli said...

7 stig fyrir þessa færslu.
Þá ertu með 114½ stig á vormisseri.

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Celulite, I hope you enjoy. The address is http://eliminando-a-celulite.blogspot.com. A hug.