Wednesday, April 16, 2008

Suspiria (1977)


Jæja, ég var alveg búinn að geyma það að skrifa um þess mynd þar sem ég var ekki alveg klár á henni. Hún var vissulega krípi og náði alveg að hræða kallinn aðeins en það var eitthvað við hana sem var bara alls ekki að virka. Eins og Bjössi benti á var myndin í fyrstu skrifuð fyrir miklu yngri stelpur og gæti það verið ástæðan fyrir hversu erfitt mér finnst að greina þessa mynd.

Myndin er ítölsk og skrifuð og leikstýrð af Dario Argento sem hefur ekki gert neinar gloríur sem vert er að nefna. Myndin fjallar í stuttu máli um stelpu sem hefur nám í balletskóla í evrópu, þegar líður á myndina kemur margt skuggalegt í ljós við skólann. Kennarar skólans eru víst nornir í aukastarfi.

Myndin hafði einhver skrítin áhrif á mig, öll þessi litadýrð og fáranlega lýsing fannst mér ofaukið og ekki alveg nógu heillandi. Tónlistin í myndinni náði þó að spila virkilega vel með í allri spennunni. Svo verð ég að vera svolítið djarfur og setja út á sviðsmyndina eða hvað maður nú kallar það. Hún fannst mér á köflum einhvernveginn gervileg og ekki alveg í takt við suma hluta þessarar balletakademíu.




Hérna er ein virkilega góð klippa úr myndinni og er þetta jafnvel ein af þeim mest spennandi sem myndin hefur að geyma skemmtilegt hvernig þeim tekst að draga þetta svo mikið á langinn að maður heldur að ekkert sé að fara að gerast en síðan allt í einu kemur höndin í gegn og tekur um stelpuna. P.s. þegar ég sá þessa klippu ákvað ég að hækka einkunnina sem ég gaf fyrir myndina úr 6,5 í 7.


Sum atriði voru líka alveg brengluð og var ég ekki alveg að ná atriðinu þar sem hundurinn ákveður að éta blinda eiganda sinn, var hundurinn hluti að nornateyminu og hvar í ósköpunum voru þeir á þessum tímapunkti.

Myndin fær 7/10 fyrir þónokkra spennu.

1 comment:

Siggi Palli said...

"...ekki gert neinar gloríur..." Uss! Einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri seinni tíma, með myndir eins og þessa, Profondo Rosso og Tenebrae!

En að öllu gríni slepptu, þá er þetta ágætisfærsla og vel valið klipp (mín uppáhaldssena í myndinni).
6 stig.